Síminn greiðir Sýn sautján milljónir í bætur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. febrúar 2024 13:22 Sýn og Síminn hafa háð ýmsa baráttu fyrir dómstólum undanfarin ár vegna samkeppni í fjarskiptum. Þá hafa félögin í einhverjum tilfellum snúið bökum saman svo sem í baráttu við ólöglegt streymi á sjónvarpsefni. Síminn þarf að greiða Sýn á sautjándu milljón króna í bætur vegna brots á fjölmiðlalögum. Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Forsaga málsins er sú að Póst- og fjarskiptastofnun komst að þeirri niðurstöðu árið 2018 að Síminn hefði brotið gegn bannákvæði í fjölmiðlalögum sem meinar fjölmiðlaveitum að beina viðskiptum viðskiptavina sinna að tengdu fjarskiptafyrirtæki. Var Síminn sekaður um níu milljónir króna. Þann 1. október 2015 stöðvaði Síminn dreifingu ólínulegs myndefnis Sjónvarps Símans yfir kerfi Sýnar, sem þá hét Vodafone. Með ólínulegu myndefni er átt við það sjónvarpsnotendur horfa á þegar þeim sýnist, svo sem tímaflakk, frelsi og leiga á myndefni. Það sem er utan línulegrar dagskrár. Stóð viðskiptavinum Sýnar sú þjónusta því ekki til boða eins og hafði verið fyrir þann tíma. Þeir neytendur sem kusu að kaupa aðgang að ólínulegu sjónvarpsefni Símans í Sjónvarpi Símans Premium þurftu nú að vera með myndlykil frá Símanum. Áskrift að efninu var því eingöngu í boði gegnum dreifikerfi Símans og þá nær eingöngu á neti Mílu sem þá var dótturfélag Símans. Síminn bar fyrir sig að bannákvæðið næði aðeins til línulegs efnis en Póst- og fjarskiptstofnun féllst ekki á það. Síminn skaut málinu til úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála sem staðfesti ákvörðun stofnunarinnar. Þá leitaði Síminn álits héraðsdóms sem tók undir með Símanum að hluta. Landsréttur staðfesti síðan sumarið 2022 upphaflegu niðurstöðu Póst- og fjarskiptastofnunar. Ekki var málinu lokið þar því Hæstiréttur sendi málið aftur heim í hérað vegna skorts á sérfræðimati á neðri dómstigum. Sýn höfðaði skaðabótamálið á hendur Símanum árið 2020 og krafðist á annað hundrað milljóna króna í bætur. Dómurinn féllst á að Síminn hefði væri bótaskyldur vegna ólögmætra og saknæmra markaðsaðgerða. Við mat á bótunum horfði dómurinn til matsgerðar frá 2020 og komst að þeirri niðurstöðu að 16,6 milljónir króna væru hæfilegar bætur. Vísir er í eigu Sýnar. Síminn Sýn Fjarskipti Bíó og sjónvarp Dómsmál Tengdar fréttir Taka höndum saman gegn ólöglegri dreifingu sjónvarpsefnis Sýn og Síminn hafa skrifað undir samstarfssamning við samtökin NCP (Nordic Content Protection) um stafræna réttindavernd. Þetta kemur fram í tilkynningu. 15. febrúar 2024 10:09 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Forsaga málsins er sú að Póst- og fjarskiptastofnun komst að þeirri niðurstöðu árið 2018 að Síminn hefði brotið gegn bannákvæði í fjölmiðlalögum sem meinar fjölmiðlaveitum að beina viðskiptum viðskiptavina sinna að tengdu fjarskiptafyrirtæki. Var Síminn sekaður um níu milljónir króna. Þann 1. október 2015 stöðvaði Síminn dreifingu ólínulegs myndefnis Sjónvarps Símans yfir kerfi Sýnar, sem þá hét Vodafone. Með ólínulegu myndefni er átt við það sjónvarpsnotendur horfa á þegar þeim sýnist, svo sem tímaflakk, frelsi og leiga á myndefni. Það sem er utan línulegrar dagskrár. Stóð viðskiptavinum Sýnar sú þjónusta því ekki til boða eins og hafði verið fyrir þann tíma. Þeir neytendur sem kusu að kaupa aðgang að ólínulegu sjónvarpsefni Símans í Sjónvarpi Símans Premium þurftu nú að vera með myndlykil frá Símanum. Áskrift að efninu var því eingöngu í boði gegnum dreifikerfi Símans og þá nær eingöngu á neti Mílu sem þá var dótturfélag Símans. Síminn bar fyrir sig að bannákvæðið næði aðeins til línulegs efnis en Póst- og fjarskiptstofnun féllst ekki á það. Síminn skaut málinu til úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála sem staðfesti ákvörðun stofnunarinnar. Þá leitaði Síminn álits héraðsdóms sem tók undir með Símanum að hluta. Landsréttur staðfesti síðan sumarið 2022 upphaflegu niðurstöðu Póst- og fjarskiptastofnunar. Ekki var málinu lokið þar því Hæstiréttur sendi málið aftur heim í hérað vegna skorts á sérfræðimati á neðri dómstigum. Sýn höfðaði skaðabótamálið á hendur Símanum árið 2020 og krafðist á annað hundrað milljóna króna í bætur. Dómurinn féllst á að Síminn hefði væri bótaskyldur vegna ólögmætra og saknæmra markaðsaðgerða. Við mat á bótunum horfði dómurinn til matsgerðar frá 2020 og komst að þeirri niðurstöðu að 16,6 milljónir króna væru hæfilegar bætur. Vísir er í eigu Sýnar.
Síminn Sýn Fjarskipti Bíó og sjónvarp Dómsmál Tengdar fréttir Taka höndum saman gegn ólöglegri dreifingu sjónvarpsefnis Sýn og Síminn hafa skrifað undir samstarfssamning við samtökin NCP (Nordic Content Protection) um stafræna réttindavernd. Þetta kemur fram í tilkynningu. 15. febrúar 2024 10:09 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Taka höndum saman gegn ólöglegri dreifingu sjónvarpsefnis Sýn og Síminn hafa skrifað undir samstarfssamning við samtökin NCP (Nordic Content Protection) um stafræna réttindavernd. Þetta kemur fram í tilkynningu. 15. febrúar 2024 10:09