„Það hefur nákvæmlega enginn komið að máli við mig“ Árni Sæberg skrifar 20. febrúar 2024 17:56 Magnús lætur gott heita hjá Símanum eftir tíu ár í starfi. Síminn Magnús Ragnarsson, fráfarandi framkvæmdastjóri miðla hjá Símanum, segir góðan tímapunkt að hætta núna eftir tíu ár í starfi og gott að hætta á eigin forsendum. Þá segir hann engan hafa komið að máli við hann varðandi neitt framboð. Síminn tilkynntu um það í dag að Magnús hefði óskað eftir að láta af störfum hjá Símanum. Í samtali við Vísi segir hann að hann hafi einfaldlega ákveðið að láta gott heita. „Ég er akkúrat núna búinn að vera í tíu ár hjá Símanum í þessu rönni, ég var náttúrulega áður hjá Símanum 2004 til 2007. Þetta eru komin tíu ár núna og held að það sé ágætur tími og ég er búinn að ná öllum mínum persónulegu markmiðum. Nú er bara kominn tími til að hleypa einhverri ferskri hugsun að.“ Veit ekkert hvað tekur við Miðað við ákvörðun Magnúsar um að hætta í starfi núna lá beinast við því að spyrja hann að því hvort hann væri nokkuð að máta sig við embætti forseta, sem losnar í sumar. „Það hefur ekkert hvarflað að mér og mun ekki hvarfla að mér. Það hefur nákvæmlega enginn komið að máli við mig varðandi það embætti. Þannig að það er eins skýrt nei og það getur orðið,“ segir Magnús og skellihlær. Hann segir að hann verði Símanum innan handar val fram eftir ári að ganga frá nokkrum samningum og breytingaverkefnum. Svo muni hann byrja að líta í kringum sig með hækkandi sól. „Svo er mjög gott að fara út á eigin forsendum. Klopp og Guðni voru góðar fyrirmyndir í þessu,“ segir Magnús og vísar til óvæntra tilkynninga þeirra Jürgens Klopp og Guðna Th. Jóhannessonar um að þeir ætluðu að láta gott heita eftir tímabilið sem líður. Klopp er fráfarandi þjálfari enska stórliðsins Liverpool og Guðni er fráfarandi forseti Íslands. Aldrei að vita hvað gerist á fjölmiðlamarkaði Þá segir Magnús að hann muni fylgjast spenntur með því sem gerist á fjölmiðlamarkaði á næstu misserum, enda telji sviptingar í kortunum þar. „Ég tel þetta verði eins og flest ár, að það verði einhverjar miklar sviptingar þar.“ Vistaskipti Síminn Fjölmiðlar Mest lesið Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Neytendur Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur Neytendur Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Viðskipti innlent Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Viðskipti innlent Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ Atvinnulíf Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Viðskipti innlent EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Neytendur „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Controlant Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Sjá meira
Síminn tilkynntu um það í dag að Magnús hefði óskað eftir að láta af störfum hjá Símanum. Í samtali við Vísi segir hann að hann hafi einfaldlega ákveðið að láta gott heita. „Ég er akkúrat núna búinn að vera í tíu ár hjá Símanum í þessu rönni, ég var náttúrulega áður hjá Símanum 2004 til 2007. Þetta eru komin tíu ár núna og held að það sé ágætur tími og ég er búinn að ná öllum mínum persónulegu markmiðum. Nú er bara kominn tími til að hleypa einhverri ferskri hugsun að.“ Veit ekkert hvað tekur við Miðað við ákvörðun Magnúsar um að hætta í starfi núna lá beinast við því að spyrja hann að því hvort hann væri nokkuð að máta sig við embætti forseta, sem losnar í sumar. „Það hefur ekkert hvarflað að mér og mun ekki hvarfla að mér. Það hefur nákvæmlega enginn komið að máli við mig varðandi það embætti. Þannig að það er eins skýrt nei og það getur orðið,“ segir Magnús og skellihlær. Hann segir að hann verði Símanum innan handar val fram eftir ári að ganga frá nokkrum samningum og breytingaverkefnum. Svo muni hann byrja að líta í kringum sig með hækkandi sól. „Svo er mjög gott að fara út á eigin forsendum. Klopp og Guðni voru góðar fyrirmyndir í þessu,“ segir Magnús og vísar til óvæntra tilkynninga þeirra Jürgens Klopp og Guðna Th. Jóhannessonar um að þeir ætluðu að láta gott heita eftir tímabilið sem líður. Klopp er fráfarandi þjálfari enska stórliðsins Liverpool og Guðni er fráfarandi forseti Íslands. Aldrei að vita hvað gerist á fjölmiðlamarkaði Þá segir Magnús að hann muni fylgjast spenntur með því sem gerist á fjölmiðlamarkaði á næstu misserum, enda telji sviptingar í kortunum þar. „Ég tel þetta verði eins og flest ár, að það verði einhverjar miklar sviptingar þar.“
Vistaskipti Síminn Fjölmiðlar Mest lesið Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Neytendur Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur Neytendur Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Viðskipti innlent Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Viðskipti innlent Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ Atvinnulíf Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Viðskipti innlent EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Neytendur „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Controlant Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Sjá meira