Samfylkingin hafi áður barist harðast gegn hertari innflytjendalöggjöf Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 20. febrúar 2024 23:08 Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði. Vísir/Einar Prófessor í stjórnmálafræði segir verulega stefnubreytingu hafa átt sér stað í Samfylkingunni eftir að formaður flokksins viðraði skoðanir sínar á innflytjendamálum í síðustu viku. Mikil umræða um innflytjendamál á Íslandi hefur skapast eftir að Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar ræddi hælisleitendakerfið í hlaðvarpsþættinum Ein pæling. Þar sagðist hún ekki vilja að Ísland skeri sig úr hinum Norðurlöndunum í innflytjendamálum og að hún hafi skilning á lögun dómsmálaráðherra um búsetuúrræði. Í kjölfarið hefur hún sætt gagnrýni flokkssystkina sinna og orð hennar verið sögð ganga gegn jafnaðarstefnunni. Þá hafa Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Össur Skarphéðinsson fyrrverandi formenn flokksins komið henni til varnar. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði rýndi í stöðuna í Kvöldfréttum Stöðvar 2. „Menningarátök okkar tíðar hverfast eiginlega um fólk á ferð, hverjir mega fara hvert og hverjum skuli meinuð för. Nú eru þau átök komin hingað af fullum þunga og kannski svona krafa sem hafði verið á jaðri stjórnmálanna um að herða verulega aðstreymi fólks til landsins, er núna komin inn í meginstrauminn,“ segir Eiríkur og vísar til útspils Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokksins í hælisleitendamálum og nú sömuleiðis útspils Kristrúnar. Áður fyrr hafi átökin snúist um bæði sjónarmið, um hvort ætti að hleypa fleirum eða færrum til landsins. „En núna er eiginlega keppnin orðin um hver vilji loka mestu.“ „Veruleg stefnubreyting“ Eiríkur segir mjög augljósa breytingu á stefnu Samfylkingarinnar í innflytjendamálum hafa orðið. Að stefnan birtist meðal annars í málflutningi forystumannanna. Og núverandi formaður flokksins tali með allt öðrum hætti heldur en fyrrverandi formenn og forystumenn gerðu. „Samfylkingin var sá flokkur sem barðist hvað harðast gegn ítrekaðri herðingu innflytjendalöggjafarinnar, sem hefur verið hert í allnokkrum skrefum undanfarin ár. En nú snýr formaður samfylkingarinnar blaðinu við og segir efnislega að ekki hafi verið nægjanlega hert. Og það er í öllum skilningi málsins veruleg stefnubreyting,“ segir Eiríkur. Heldurðu að þetta muni búa til óeiningu innan Samfylkingarinnar? „Ég hugsa að þetta búi til ákveðið flot. Það eru auðvitað margir innan Samfylkingarinnar sem vilja halda aðstreyminu opnara heldur en formaðurinn er að boða og hugnast ekki þessi breyting. Það eru auðvitað aðrir flokkar sem það fólk getur kosið, en á móti kemur eru þá líka aðrir kjósendur sem vilja herða hér tökin, sem geta þá kosið Samfylkinguna á móti. Þannig að ég myndi halda að það sé svona flot farið af stað, en við eigum bara eftir að sjá hvar það endar.“ Samfylkingin Innflytjendamál Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Mest lesið „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Fleiri fréttir Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Sjá meira
Mikil umræða um innflytjendamál á Íslandi hefur skapast eftir að Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar ræddi hælisleitendakerfið í hlaðvarpsþættinum Ein pæling. Þar sagðist hún ekki vilja að Ísland skeri sig úr hinum Norðurlöndunum í innflytjendamálum og að hún hafi skilning á lögun dómsmálaráðherra um búsetuúrræði. Í kjölfarið hefur hún sætt gagnrýni flokkssystkina sinna og orð hennar verið sögð ganga gegn jafnaðarstefnunni. Þá hafa Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Össur Skarphéðinsson fyrrverandi formenn flokksins komið henni til varnar. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði rýndi í stöðuna í Kvöldfréttum Stöðvar 2. „Menningarátök okkar tíðar hverfast eiginlega um fólk á ferð, hverjir mega fara hvert og hverjum skuli meinuð för. Nú eru þau átök komin hingað af fullum þunga og kannski svona krafa sem hafði verið á jaðri stjórnmálanna um að herða verulega aðstreymi fólks til landsins, er núna komin inn í meginstrauminn,“ segir Eiríkur og vísar til útspils Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokksins í hælisleitendamálum og nú sömuleiðis útspils Kristrúnar. Áður fyrr hafi átökin snúist um bæði sjónarmið, um hvort ætti að hleypa fleirum eða færrum til landsins. „En núna er eiginlega keppnin orðin um hver vilji loka mestu.“ „Veruleg stefnubreyting“ Eiríkur segir mjög augljósa breytingu á stefnu Samfylkingarinnar í innflytjendamálum hafa orðið. Að stefnan birtist meðal annars í málflutningi forystumannanna. Og núverandi formaður flokksins tali með allt öðrum hætti heldur en fyrrverandi formenn og forystumenn gerðu. „Samfylkingin var sá flokkur sem barðist hvað harðast gegn ítrekaðri herðingu innflytjendalöggjafarinnar, sem hefur verið hert í allnokkrum skrefum undanfarin ár. En nú snýr formaður samfylkingarinnar blaðinu við og segir efnislega að ekki hafi verið nægjanlega hert. Og það er í öllum skilningi málsins veruleg stefnubreyting,“ segir Eiríkur. Heldurðu að þetta muni búa til óeiningu innan Samfylkingarinnar? „Ég hugsa að þetta búi til ákveðið flot. Það eru auðvitað margir innan Samfylkingarinnar sem vilja halda aðstreyminu opnara heldur en formaðurinn er að boða og hugnast ekki þessi breyting. Það eru auðvitað aðrir flokkar sem það fólk getur kosið, en á móti kemur eru þá líka aðrir kjósendur sem vilja herða hér tökin, sem geta þá kosið Samfylkinguna á móti. Þannig að ég myndi halda að það sé svona flot farið af stað, en við eigum bara eftir að sjá hvar það endar.“
Samfylkingin Innflytjendamál Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Mest lesið „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Fleiri fréttir Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Sjá meira