Vildi einn lækka stýrivexti Vésteinn Örn Pétursson skrifar 21. febrúar 2024 18:36 Gunnar Jakobsson er varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika. Vísir/Vilhelm Ekki voru allir meðlimir peningastefnunefnda Seðlabankans sammála um næstu skref á síðasta fundi nefndarinnar. Varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika vildi lækka stýrivexti. Þetta kemur fram í fundargerð peningastefnunefndar frá 5.-6. febrúar sem birt var í dag. Þar kemur fram að allir nefndarmenn, nema einn, hafi greitt atkvæði með tillögu Ásgeirs Jónssonar seðlabankastjóra um að halda vöxtum bankans óbreyttum, en meginvextir bankans standa í 9,25 prósentum. Gunnar Jakobsson, varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika, greiddi hins vegar atkvæði gegn tillögunni. Hann vildi lækka vexti um 0,25 prósentur. „Taldi hann að nýjustu gögn sýndu að aðhald peningastefnunnar hefði verið nægjanlegt undanfarið enda hefði dregið jafnt og þétt úr umsvifum í þjóðarbúskapnum. Einnig fæli nýleg þróun efnahagsmála, verðbólguhorfa og raunvaxta í sér vísbendingar um að komið væri að því að lækka vexti,“ segir í fundargerðinni. Þá hafi hann bent á að raunvextir bankans hefðu ekki verið hærri síðan árið 2012 og allt benti til þess að þeir kæmu til með að hækka töluvert til viðbótar á næstu mánuðum. Því væri rétt að hefja lækkunarferlið, en í litlum skrefum í ljóssi óvissu sem til staðar væri. Eldsumbrot og kjaraviðræður valdi óvissu Í fundargerðinni kemur einnig fram að nefndarmenn telji ánægjulegt að sjá áhrif peningastefnunnar koma æ skýrar fram. Ræt hafi verið um að raunvextir hefðu hækkað og verðbólga hjaðnað nokkuð frá nóvemberfundi nefndarinnar. Undirliggjandi verðbólga hefði einnig minnkað. Vísbendingar væru einnig um að það hefði dregið hraðar úr vexti efnahagsumsvifa en áður var talið. „Nefndin hafði þó áhyggjur af því að langtímaverðbólguvæntingar hefðu lítið breyst og haldist nokkuð yfir markmiði. Þá var einnig horft til þess að þótt hægt hefði á vinnumarkaði væri spenna þar enn til staðar. Verðbólga gæti því áfram reynst þrálát. Þá var fjallað um að einnig væri óvissa um niðurstöður kjarasamninga og mögulegar aðgerðir í ríkisfjármálum tengdar þeim og vegna jarðhræringa á Reykjanesi,“ segir í fundargerðinni. Seðlabankinn Verðlag Efnahagsmál Kjaraviðræður 2023-24 Húsnæðismál Íslenska krónan Eldgos á Reykjanesskaga Kjaramál Tengdar fréttir Funda aftur á morgun Fundi breiðfylkingar stéttarfélaga Alþýðusambandsins og Samtaka atvinnulífsins lauk án niðurstöðu síðdegis í dag. Aftur verður fundað á morgun. 21. febrúar 2024 18:15 Verðbólga haldi áfram að hjaðna Hagfræðideild Landsbankans spáir því að verðbólga hjaðni úr 6,7 prósent í 6,1 prósent í febrúar. Þrátt fyrir það hækki vísitala neysluverðs um 0,89 prósent en veruleg hækkun febrúar á síðasta ári, 1,4 prósent, veldur því að ársverðbólgan lækkar. 15. febrúar 2024 11:35 Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Spotify liggur niðri Neytendur Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Þetta kemur fram í fundargerð peningastefnunefndar frá 5.-6. febrúar sem birt var í dag. Þar kemur fram að allir nefndarmenn, nema einn, hafi greitt atkvæði með tillögu Ásgeirs Jónssonar seðlabankastjóra um að halda vöxtum bankans óbreyttum, en meginvextir bankans standa í 9,25 prósentum. Gunnar Jakobsson, varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika, greiddi hins vegar atkvæði gegn tillögunni. Hann vildi lækka vexti um 0,25 prósentur. „Taldi hann að nýjustu gögn sýndu að aðhald peningastefnunnar hefði verið nægjanlegt undanfarið enda hefði dregið jafnt og þétt úr umsvifum í þjóðarbúskapnum. Einnig fæli nýleg þróun efnahagsmála, verðbólguhorfa og raunvaxta í sér vísbendingar um að komið væri að því að lækka vexti,“ segir í fundargerðinni. Þá hafi hann bent á að raunvextir bankans hefðu ekki verið hærri síðan árið 2012 og allt benti til þess að þeir kæmu til með að hækka töluvert til viðbótar á næstu mánuðum. Því væri rétt að hefja lækkunarferlið, en í litlum skrefum í ljóssi óvissu sem til staðar væri. Eldsumbrot og kjaraviðræður valdi óvissu Í fundargerðinni kemur einnig fram að nefndarmenn telji ánægjulegt að sjá áhrif peningastefnunnar koma æ skýrar fram. Ræt hafi verið um að raunvextir hefðu hækkað og verðbólga hjaðnað nokkuð frá nóvemberfundi nefndarinnar. Undirliggjandi verðbólga hefði einnig minnkað. Vísbendingar væru einnig um að það hefði dregið hraðar úr vexti efnahagsumsvifa en áður var talið. „Nefndin hafði þó áhyggjur af því að langtímaverðbólguvæntingar hefðu lítið breyst og haldist nokkuð yfir markmiði. Þá var einnig horft til þess að þótt hægt hefði á vinnumarkaði væri spenna þar enn til staðar. Verðbólga gæti því áfram reynst þrálát. Þá var fjallað um að einnig væri óvissa um niðurstöður kjarasamninga og mögulegar aðgerðir í ríkisfjármálum tengdar þeim og vegna jarðhræringa á Reykjanesi,“ segir í fundargerðinni.
Seðlabankinn Verðlag Efnahagsmál Kjaraviðræður 2023-24 Húsnæðismál Íslenska krónan Eldgos á Reykjanesskaga Kjaramál Tengdar fréttir Funda aftur á morgun Fundi breiðfylkingar stéttarfélaga Alþýðusambandsins og Samtaka atvinnulífsins lauk án niðurstöðu síðdegis í dag. Aftur verður fundað á morgun. 21. febrúar 2024 18:15 Verðbólga haldi áfram að hjaðna Hagfræðideild Landsbankans spáir því að verðbólga hjaðni úr 6,7 prósent í 6,1 prósent í febrúar. Þrátt fyrir það hækki vísitala neysluverðs um 0,89 prósent en veruleg hækkun febrúar á síðasta ári, 1,4 prósent, veldur því að ársverðbólgan lækkar. 15. febrúar 2024 11:35 Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Spotify liggur niðri Neytendur Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Funda aftur á morgun Fundi breiðfylkingar stéttarfélaga Alþýðusambandsins og Samtaka atvinnulífsins lauk án niðurstöðu síðdegis í dag. Aftur verður fundað á morgun. 21. febrúar 2024 18:15
Verðbólga haldi áfram að hjaðna Hagfræðideild Landsbankans spáir því að verðbólga hjaðni úr 6,7 prósent í 6,1 prósent í febrúar. Þrátt fyrir það hækki vísitala neysluverðs um 0,89 prósent en veruleg hækkun febrúar á síðasta ári, 1,4 prósent, veldur því að ársverðbólgan lækkar. 15. febrúar 2024 11:35