Patrik hefur slegið rækilega í gegn sem tónlistarmaður undanfarið ár og er að verða einn sá vinsælasti á Íslandi.
Fyrir sex árum þá kíkti Sindri fyrst við hjá honum. Síðan einfaldlega gleymdist þátturinn og hefði hann sennilega aldrei farið í loftið nema þegar Patrik hitti Sindra á dögunum og spurði einfaldlega: „Hvenær eigum við að klára þáttinn Sindri?“
Sindri var lengi að kveikja hvað maðurinn væri að tala um en svo rifjaðist upp fyrir honum að hann hefði mætt heim til ungs manns fyrir sex árum, og reyndist vera sjálfur Prettyboitjokko.
Í þættinum kom fram að Patrik ætlar sér einn daginn að taka þátt í Eurovision og vinna keppnina loksins fyrir þjóðina.
Hér að neðan má sjá brot úr síðasta Heimsóknarþætti.