Skoða að sækja bætur fyrir neytendur vegna samráðsins Bjarki Sigurðsson skrifar 22. febrúar 2024 19:13 Breki Karlsson er formaður Neytendasamtakanna. Vísir/Arnar Neytendasamtökin skoða leiðir til að sækja bætur vegna tjóns af völdum meints samráðs Eimskipa og Samskipa. Frummat á samfélagslegu tjóni samráðsins er metið á 62 milljarða. Meint samráð átti sér stað á árunum 2008 til 2013 og fólst meðal annars í sér að fyrirtækin skiptust á viðkvæmum upplýsingum og hækkuðu verð gagnvart viðskiptavinum til muna, án þess að eiga í hættu á að missa þá úr viðskiptum. Reyndu að hafa áhrif á rannsóknina Þá eru forsvarsmenn fyrirtækjanna sagðir hafa reynt að spilla fyrir rannsókn Samkeppniseftirlitsins með því að segja ósatt í skýrslutökum, til dæmis þegar þáverandi forstjóri Eimskips, Gylfi Sigfússon, lýsti hatri sínu á þáverandi forstjóra Samskipa, Ásbirni Gíslasyni, þrátt fyrir að þeir hafi verið saman í vinahóp og farið nokkrum sinnum saman í golf- og veiðiferðir á umræddu tímabili. Eimskip var sektað um 1,5 milljarð og Samskip um 4,2 milljarða vegna brotanna. Milljarðarnir sextíu og tveir sem félögin eru talin hafa valdið í samfélagslegu tjóni skiptast svona niður. 26 milljarðar í hækkandi verði á innfluttri vöru til neytenda, sautján milljarðar í auknum útgjöldum lántaka verðtryggðra lána og þrettán milljarðar í auknum gjöldum á útflytjendur. Sex milljarðar voru í kostnaðarauka viðskiptavina í landflutningum og flutningsmiðlun. Skífurit af því hvernig ráðgjafafyrirtækið Analytica metur tjónið af völdum meints samráðs.Vísir/Hjalti Ótrúlegar tölur Formaður Neytendasamtakanna segist vart trúa þessum tölum, svo stórar eru þær. „Þetta hefur ótrúlega víðtæk áhrif í samfélaginu, bæði bein áhrif og óbein áhrif. Þessar upphæðir, 62 milljarðar, þetta er bara óheyrt,“ segir Breki. Hann segir samtökin vera farin að skoða hvort hægt sé að sækja bætur fyrir neytendur. Til er fordæmi um það frá því í samráðsmáli olíufélaganna frá árinu 2004. „Við ætlum að setjast yfir þessa skýrslu og skoða hana með okkar lögfræðingum. Taka svo ákvörðun um hvernig við ætlum að halda málinu áfram. Málið er ekki búið, það mun halda áfram,“ segir Breki. Klippa: 62 milljarða tjón Spyr hvernig fyrirtækin ætli að bæta tjónið Hann vill sjá breytingar. „Mig langar að beina þeirri spurningu til stjórnenda þessara fyrirtækja, hvernig ætlið þið að bæta tjón samfélagsins sem þið hafið valdið? Og ég vil beina því einnig til stjórnvalda, hvað ætlið þið að gera til að koma í veg fyrir að svona endurtaki sig?“ segir Breki. Neytendur Ólöglegt samráð Eimskips og Samskipa Samkeppnismál Skipaflutningar Mest lesið Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Viðskipti innlent Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Viðskipti innlent Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Eigendum fjölgar hjá LOGOS Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Viðskipti innlent „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Viðskipti erlent Fleiri fréttir Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Strætómiðinn dýrari Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Sektuð fyrir að segjast vera best Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Sjá meira
Meint samráð átti sér stað á árunum 2008 til 2013 og fólst meðal annars í sér að fyrirtækin skiptust á viðkvæmum upplýsingum og hækkuðu verð gagnvart viðskiptavinum til muna, án þess að eiga í hættu á að missa þá úr viðskiptum. Reyndu að hafa áhrif á rannsóknina Þá eru forsvarsmenn fyrirtækjanna sagðir hafa reynt að spilla fyrir rannsókn Samkeppniseftirlitsins með því að segja ósatt í skýrslutökum, til dæmis þegar þáverandi forstjóri Eimskips, Gylfi Sigfússon, lýsti hatri sínu á þáverandi forstjóra Samskipa, Ásbirni Gíslasyni, þrátt fyrir að þeir hafi verið saman í vinahóp og farið nokkrum sinnum saman í golf- og veiðiferðir á umræddu tímabili. Eimskip var sektað um 1,5 milljarð og Samskip um 4,2 milljarða vegna brotanna. Milljarðarnir sextíu og tveir sem félögin eru talin hafa valdið í samfélagslegu tjóni skiptast svona niður. 26 milljarðar í hækkandi verði á innfluttri vöru til neytenda, sautján milljarðar í auknum útgjöldum lántaka verðtryggðra lána og þrettán milljarðar í auknum gjöldum á útflytjendur. Sex milljarðar voru í kostnaðarauka viðskiptavina í landflutningum og flutningsmiðlun. Skífurit af því hvernig ráðgjafafyrirtækið Analytica metur tjónið af völdum meints samráðs.Vísir/Hjalti Ótrúlegar tölur Formaður Neytendasamtakanna segist vart trúa þessum tölum, svo stórar eru þær. „Þetta hefur ótrúlega víðtæk áhrif í samfélaginu, bæði bein áhrif og óbein áhrif. Þessar upphæðir, 62 milljarðar, þetta er bara óheyrt,“ segir Breki. Hann segir samtökin vera farin að skoða hvort hægt sé að sækja bætur fyrir neytendur. Til er fordæmi um það frá því í samráðsmáli olíufélaganna frá árinu 2004. „Við ætlum að setjast yfir þessa skýrslu og skoða hana með okkar lögfræðingum. Taka svo ákvörðun um hvernig við ætlum að halda málinu áfram. Málið er ekki búið, það mun halda áfram,“ segir Breki. Klippa: 62 milljarða tjón Spyr hvernig fyrirtækin ætli að bæta tjónið Hann vill sjá breytingar. „Mig langar að beina þeirri spurningu til stjórnenda þessara fyrirtækja, hvernig ætlið þið að bæta tjón samfélagsins sem þið hafið valdið? Og ég vil beina því einnig til stjórnvalda, hvað ætlið þið að gera til að koma í veg fyrir að svona endurtaki sig?“ segir Breki.
Neytendur Ólöglegt samráð Eimskips og Samskipa Samkeppnismál Skipaflutningar Mest lesið Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Viðskipti innlent Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Viðskipti innlent Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Eigendum fjölgar hjá LOGOS Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Viðskipti innlent „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Viðskipti erlent Fleiri fréttir Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Strætómiðinn dýrari Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Sektuð fyrir að segjast vera best Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Sjá meira