Ekki skynsamlegt að gista í bænum enda styttist í eldgos Magnús Jochum Pálsson og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 22. febrúar 2024 21:07 Kristín Jónsdóttir, náttúruvásérfræðingur Veðurstofunnar, segir miklar líkur á að það gjósi í næstu viku. Vísir/Arnar Miklar líkur eru á að það verði eldgos í næstu viku að sögn eldfjallafræðings. Gos innan bæjarmarka Grindavíkur er mögulegt, fyrirvarinn gæti verið stuttur og því ekki skynsamlegt að gista í bænum. Starfsmaður Vegagerðarinnar segir að kanna hefði þurft sprungur betur áður en fólki var hleypt aftur inn í bæinn. Lillý Valgerður Pétursdóttir, fréttamaður Stöðvar 2, ræddi við Kristínu Jónsdóttur, eldfjalla- og jarðskjálftafræðing og hópstjóra náttúruvár hjá Veðurstofunni, um yfirvofandi eldgos á Grindavíkursvæðinu. Hvernig metið þið stöðuna? „Við metum hana svo að það er kvikusöfnun í Svartsengi og það eru mjög miklar líkur á því að það verði eldgos í næstu viku. Svæðið í kringum Grindavík, það er metin töluverð hætta þar. Meðan það er kvikusöfnun í gangi getur komið kvikuhlaup og langlíklegast að það verði í næstu viku,“ sagði „En það er auðvitað líka óvissa þannig það er óþægilegt að það séu svona margir á svæðinu og það setur mjög mikla pressu á okkur sem erum að vakta,“ bætti hún við. Fyrirvararnir styttist með hverju gosi Frá því fyrsta eldgosið gaus í yfirstandandi eldgosahrinu hafa fyrirvararnir orðið sífellt skemmri. Í þetta sinn gæti fyrirvarinn verið einungis hálftími. Þið getið ekkert sagt fyrirfram hvar gosið kemur upp? „Það er langlíklegast að það komi upp á kvikuganginum en hann er langur og hluti af honum fer í gegnum Grindavík. Við höfum séð það áður að það hefur komið gos innan við bæjarmörkin. Auðvitað er mjög alvarlegt að þetta getur gerst,“ sagði Kristín. „Það sem við sjáum líka í þessum endurteknu atburðum er að fyrirvararnir eru alltaf skemmri og skemmri. Núna síðast leið rétt rúmur hálftíma frá því fyrstu skjálftar mælast og gos hefst. Ef skjálftavirknin fer til suðurs í átt að Grindavík tekur það aðeins lengri tíma þannig það verður einhver fyrirvari á því. En við erum að tala um kannski hálftíma, klukkutíma sem er mjög stuttur fyrirvari,“ sagði hún. Ekki skynsamlegt að gista í bænum Veðurstofan metur töluverða hættu í Grindavík. Það sé því ekki skynsamlegt að gista eins og margir hafa gert undanfarna daga. Hversu öruggt er fólk í bænum? „Veðurstofan metur það svo að þarna sé töluverð hætta og ég myndi segja að það sé ekki mjög skynsamlegt að gista í Grindavík,“ sagði Kristín. En að vinna þarna? „Það er auðvitað annað að vera að vinna þarna þegar fólk er vakandi og þekkir flóttaleiðir og svoleiðis. En eins og ég segi, mér finnst ekki skynsamlegt að gista þarna,“ sagði hún að lokum. „Alveg út í hött“ að hleypa fólki inn í bæinn Starfsmenn Vegagerðarinnar hafa frá því í nóvember reynt að kortleggja sprungur í Grindavík og ýmis svæði eru algjörlega lokuð fyrir íbúum. „Það er búið að fara yfir göturnar með annarri jarðsjá og það er verið að túlka gögnin úr því og við erum núna að endurskoða nokkur svæði þannig þetta tekur tíma,“ sagði Friðrik Þór Halldórsson, rannsóknarmaður hjá Vegagerðinni. Friðrik er ekki nógu ánægður með að fólki hafi verið hleypt inn í Grindavík. Enn eigi eftir að kanna mörg svæði.Vísir/Einar Hvað hafið þið séð í athugunum ykkar? „Við höfum séð ýmislegt. Höfum séð einhver skil og vísbendingar sem við þyrftum að bora í og taka gryfju,“ sagði hann. Þá hafi nokkur holrými fundist undir bænum. Hvernig leggst það í ykkur að búið sé að opna bæinn meira en áður? „Að mínu mati er það alveg út í hött. Öryggið er ekki það mikið að hægt sé að hleypa inn í bæinn. Það er ekki búið að kíkja inn í garðana eða fara yfir gangstéttar, það er óvissa með grænu svæðin. Það þyrfti að skoða þetta betur áður en það er hleypt inn,“ sagði Friðrik. „Mér finnst þetta ekki alveg passa við það sem er í gangi og það eru atburðir að fara aftur í gang eftir einhverja daga eða vikur. Það er verið að bjóða hættunni heim að mínu mati,“ sagði hann að lokum. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Fleiri fréttir Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Sjá meira
Lillý Valgerður Pétursdóttir, fréttamaður Stöðvar 2, ræddi við Kristínu Jónsdóttur, eldfjalla- og jarðskjálftafræðing og hópstjóra náttúruvár hjá Veðurstofunni, um yfirvofandi eldgos á Grindavíkursvæðinu. Hvernig metið þið stöðuna? „Við metum hana svo að það er kvikusöfnun í Svartsengi og það eru mjög miklar líkur á því að það verði eldgos í næstu viku. Svæðið í kringum Grindavík, það er metin töluverð hætta þar. Meðan það er kvikusöfnun í gangi getur komið kvikuhlaup og langlíklegast að það verði í næstu viku,“ sagði „En það er auðvitað líka óvissa þannig það er óþægilegt að það séu svona margir á svæðinu og það setur mjög mikla pressu á okkur sem erum að vakta,“ bætti hún við. Fyrirvararnir styttist með hverju gosi Frá því fyrsta eldgosið gaus í yfirstandandi eldgosahrinu hafa fyrirvararnir orðið sífellt skemmri. Í þetta sinn gæti fyrirvarinn verið einungis hálftími. Þið getið ekkert sagt fyrirfram hvar gosið kemur upp? „Það er langlíklegast að það komi upp á kvikuganginum en hann er langur og hluti af honum fer í gegnum Grindavík. Við höfum séð það áður að það hefur komið gos innan við bæjarmörkin. Auðvitað er mjög alvarlegt að þetta getur gerst,“ sagði Kristín. „Það sem við sjáum líka í þessum endurteknu atburðum er að fyrirvararnir eru alltaf skemmri og skemmri. Núna síðast leið rétt rúmur hálftíma frá því fyrstu skjálftar mælast og gos hefst. Ef skjálftavirknin fer til suðurs í átt að Grindavík tekur það aðeins lengri tíma þannig það verður einhver fyrirvari á því. En við erum að tala um kannski hálftíma, klukkutíma sem er mjög stuttur fyrirvari,“ sagði hún. Ekki skynsamlegt að gista í bænum Veðurstofan metur töluverða hættu í Grindavík. Það sé því ekki skynsamlegt að gista eins og margir hafa gert undanfarna daga. Hversu öruggt er fólk í bænum? „Veðurstofan metur það svo að þarna sé töluverð hætta og ég myndi segja að það sé ekki mjög skynsamlegt að gista í Grindavík,“ sagði Kristín. En að vinna þarna? „Það er auðvitað annað að vera að vinna þarna þegar fólk er vakandi og þekkir flóttaleiðir og svoleiðis. En eins og ég segi, mér finnst ekki skynsamlegt að gista þarna,“ sagði hún að lokum. „Alveg út í hött“ að hleypa fólki inn í bæinn Starfsmenn Vegagerðarinnar hafa frá því í nóvember reynt að kortleggja sprungur í Grindavík og ýmis svæði eru algjörlega lokuð fyrir íbúum. „Það er búið að fara yfir göturnar með annarri jarðsjá og það er verið að túlka gögnin úr því og við erum núna að endurskoða nokkur svæði þannig þetta tekur tíma,“ sagði Friðrik Þór Halldórsson, rannsóknarmaður hjá Vegagerðinni. Friðrik er ekki nógu ánægður með að fólki hafi verið hleypt inn í Grindavík. Enn eigi eftir að kanna mörg svæði.Vísir/Einar Hvað hafið þið séð í athugunum ykkar? „Við höfum séð ýmislegt. Höfum séð einhver skil og vísbendingar sem við þyrftum að bora í og taka gryfju,“ sagði hann. Þá hafi nokkur holrými fundist undir bænum. Hvernig leggst það í ykkur að búið sé að opna bæinn meira en áður? „Að mínu mati er það alveg út í hött. Öryggið er ekki það mikið að hægt sé að hleypa inn í bæinn. Það er ekki búið að kíkja inn í garðana eða fara yfir gangstéttar, það er óvissa með grænu svæðin. Það þyrfti að skoða þetta betur áður en það er hleypt inn,“ sagði Friðrik. „Mér finnst þetta ekki alveg passa við það sem er í gangi og það eru atburðir að fara aftur í gang eftir einhverja daga eða vikur. Það er verið að bjóða hættunni heim að mínu mati,“ sagði hann að lokum.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Fleiri fréttir Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Sjá meira