Ný tilraun til vopnahlésviðræðna um helgina Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 23. febrúar 2024 00:03 Ástandinu í og við Rafaborg hefur verið lýst sem helvíti á jörðu. AP/Hatem Ali Sendinefnd frá Ísrael mun taka þátt í vopnahlésviðræðum í París um helgina ásamt fulltrúum Bandaríkjanna, Katar og Egyptalands. Viðræðuefni verði ásamt vopnahlé frelsun ísraelskra gísla á Gasasvæðinu. Síðasta tilraun til að binda tímabundinn enda á átökin á svæðinu rann í sandinn fyrir tveimur vikum síðan þegar Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísraels hafnaði því sem hann kallaði veruleikafirrt tilboð Hamasliða um fjögurra og hálfs mánaðar vopnahlé og brottflutning ísraelskra hermanna af Gasa. Reuters greinir frá því að Ismail Haniyeh leiðtogi Hamas hafi dvalið í Egyptalandi undanfarna daga og að það sé vísbending um að viðræður haldi áfram. Viðræður árangurslausar hingað til Hin ísraelska Stöð 12 greindi frá því að varnamálaráðuneytið hafi samþykkt að senda sendinefnd sem leiðtogi leyniþjónustunnar David Barnea fer fyrir til Parísar á morgun til viðræðna. William Burns, forstjóri bandarísku leyniþjónustunnar CIA mun vera viðstaddur fundinn ásamt Sjeik Mohammed bin Abdulrahman al Thani, forsætisráðherra Katars, og Abbas Kamel, forstjóra egypsku leyniþjónustunnar. Sami Abu Zuhri, háttsettur erindreki Hamasliða, sagði í samtali við Reuters að Ísrael bæri ábyrgð á hægum gangi viðræðna. Fulltrúar Ísraela hafi dregið tilbaka áður samþykkta liði og hafi engan áhuga á að ná árangri í viðræðum. Ísraelsk stjórnvöld hafa ekki tjáð sig sérstaklega um málið en Benjamín Netanjahú segir að sýni Hamasliðar sveigjanleika sé hægt að ná árangri. Hamas segist ekki munu sleppa gíslunum án tryggingar um að ísraelski herinn dragi sig úr Gasa. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Bandaríkin Katar Egyptaland Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Fleiri fréttir Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Sjá meira
Síðasta tilraun til að binda tímabundinn enda á átökin á svæðinu rann í sandinn fyrir tveimur vikum síðan þegar Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísraels hafnaði því sem hann kallaði veruleikafirrt tilboð Hamasliða um fjögurra og hálfs mánaðar vopnahlé og brottflutning ísraelskra hermanna af Gasa. Reuters greinir frá því að Ismail Haniyeh leiðtogi Hamas hafi dvalið í Egyptalandi undanfarna daga og að það sé vísbending um að viðræður haldi áfram. Viðræður árangurslausar hingað til Hin ísraelska Stöð 12 greindi frá því að varnamálaráðuneytið hafi samþykkt að senda sendinefnd sem leiðtogi leyniþjónustunnar David Barnea fer fyrir til Parísar á morgun til viðræðna. William Burns, forstjóri bandarísku leyniþjónustunnar CIA mun vera viðstaddur fundinn ásamt Sjeik Mohammed bin Abdulrahman al Thani, forsætisráðherra Katars, og Abbas Kamel, forstjóra egypsku leyniþjónustunnar. Sami Abu Zuhri, háttsettur erindreki Hamasliða, sagði í samtali við Reuters að Ísrael bæri ábyrgð á hægum gangi viðræðna. Fulltrúar Ísraela hafi dregið tilbaka áður samþykkta liði og hafi engan áhuga á að ná árangri í viðræðum. Ísraelsk stjórnvöld hafa ekki tjáð sig sérstaklega um málið en Benjamín Netanjahú segir að sýni Hamasliðar sveigjanleika sé hægt að ná árangri. Hamas segist ekki munu sleppa gíslunum án tryggingar um að ísraelski herinn dragi sig úr Gasa.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Bandaríkin Katar Egyptaland Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Fleiri fréttir Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Sjá meira