Katrín Jakobsdóttir <3 Trump Gabríel Ingimarsson skrifar 23. febrúar 2024 06:00 Á dögunum sagði Donald Trump að hann myndi ekki koma NATO ríkjum til varnar sem verja minna en 2% af landsframleiðslu til varnarmála. Sagði hann jafnframt að hann myndi hreinlega hvetja Rússa til þess að ráðast á þau ríki sem ekki uppfylli þessi viðmið. Ummælin vöktu hörð viðbrögð og eru talin til marks um það að líklegasta forsetaefni Repúblikana ætli sér að grafa enn frekar undan varnarbandalaginu. Varnir og öryggi okkar Íslendinga byggja á aðild okkar að NATO, öll okkar egg eru í þeirri körfu. Það er því mikið öryggismál fyrir okkur sem þjóð að geta stólað á það. Langstærstur hluti þjóðarinnar eru hlynnt aðild Íslands að bandalaginu. Ummæli forsetans fyrrverandi hljóta þó að vekja sérstaka kátínu í röðum íslenskra hernaðarandstæðinga. Enda hafa þeir löngum haft það að markmiði að Ísland sé með öllu varnarlaust og standi utan NATO. Það sama má segja um VG, flokk Katrínar Jakobsdóttur sem barist hefur gegn veru Íslands í bandalaginu í áraraðir og vill að Ísland segi sig úr NATO. Hér hafa því skapast skoðanasystkini úr óvæntri átt, Donald Trump og Katrín Jakobsdóttir. Forsætisráðherra Íslands hlýtur að kætast yfir þessari tilraun Trump til að grafa undan samstöðu innan NATO. Enda er opinbert markmið VG að á Íslandi séu engar raunverulegar varnir. Vinstri græn hljóta því að sjá mikil tækifæri í endurkjöri Trump. Segjum sem svo að Trump verði endurkjörinn. Segjum sem svo að honum takist að mylja undan NATO. Segjum sem svo að hingað komi rússneskt herlið. Þá getum við væntanlega stólað á hernaðarandstæðingana í VG að minna Pútín á að Ísland hafni jú hernaði og standi fyrir frið. Einfalt ekki satt? Samtök hernaðarandstæðinga geta þá hrósað happi. Lifi friðurinn. Höfundur er forseti Uppreisnar - Ungliðahreyfingar Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Viðreisn NATO Vinstri græn Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Á dögunum sagði Donald Trump að hann myndi ekki koma NATO ríkjum til varnar sem verja minna en 2% af landsframleiðslu til varnarmála. Sagði hann jafnframt að hann myndi hreinlega hvetja Rússa til þess að ráðast á þau ríki sem ekki uppfylli þessi viðmið. Ummælin vöktu hörð viðbrögð og eru talin til marks um það að líklegasta forsetaefni Repúblikana ætli sér að grafa enn frekar undan varnarbandalaginu. Varnir og öryggi okkar Íslendinga byggja á aðild okkar að NATO, öll okkar egg eru í þeirri körfu. Það er því mikið öryggismál fyrir okkur sem þjóð að geta stólað á það. Langstærstur hluti þjóðarinnar eru hlynnt aðild Íslands að bandalaginu. Ummæli forsetans fyrrverandi hljóta þó að vekja sérstaka kátínu í röðum íslenskra hernaðarandstæðinga. Enda hafa þeir löngum haft það að markmiði að Ísland sé með öllu varnarlaust og standi utan NATO. Það sama má segja um VG, flokk Katrínar Jakobsdóttur sem barist hefur gegn veru Íslands í bandalaginu í áraraðir og vill að Ísland segi sig úr NATO. Hér hafa því skapast skoðanasystkini úr óvæntri átt, Donald Trump og Katrín Jakobsdóttir. Forsætisráðherra Íslands hlýtur að kætast yfir þessari tilraun Trump til að grafa undan samstöðu innan NATO. Enda er opinbert markmið VG að á Íslandi séu engar raunverulegar varnir. Vinstri græn hljóta því að sjá mikil tækifæri í endurkjöri Trump. Segjum sem svo að Trump verði endurkjörinn. Segjum sem svo að honum takist að mylja undan NATO. Segjum sem svo að hingað komi rússneskt herlið. Þá getum við væntanlega stólað á hernaðarandstæðingana í VG að minna Pútín á að Ísland hafni jú hernaði og standi fyrir frið. Einfalt ekki satt? Samtök hernaðarandstæðinga geta þá hrósað happi. Lifi friðurinn. Höfundur er forseti Uppreisnar - Ungliðahreyfingar Viðreisnar.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar