Innlent

„Nammið í rútunni vont“

Jakob Bjarnar skrifar
Brynjar Níelsson segist ekki fá að fara með í Sjálfstæðisrútunni hringinn um landið en það sé allt í lagi því nammið í rútunni er vont og drykkirnir henta honum ekki.
Brynjar Níelsson segist ekki fá að fara með í Sjálfstæðisrútunni hringinn um landið en það sé allt í lagi því nammið í rútunni er vont og drykkirnir henta honum ekki.

Lítið fer fyrir þingmönnum í ræðupúlti Alþingishússins því nú fer í hönd kjördæmavika. Brynjar Níelsson, fyrrverandi alþingismaður, fær ekki að fara með Sjálfstæðisflokknum hringferð um landið.

„Í morgun hófst enn ein hringferð þingflokks sjálfstæðismanna um landið. Nú á að telja landsmönnum trú um að ríkissjóður sé ekki ótæmamdi auðlind og því þurfi að að forgangsraða útgjöldum þegar erfitt er í ári. Jafnframt að benda á að hærri skattar við núverandi aðstæður þýði ekki auknar tekjur ríkisins,“ segir Brynjar í Facebook-status.

Brynjar, sem er orðinn einhver þekktasti háðsfugl íslenskra samfélagsmiðla, segir berin súr.

„Nærveru minnar var ekki óskað í þetta sinn. Þingmenn og starfsmenn segi að ég geti ekki haldið trúnað og blaðri öllu úr ferðinni á fésbókinni sem almenning varði ekkert um, jafnvel viðkvæmum og persónugreinanlegum upplýsingum,“ segir Brynjar og heldur áfram:

„Þar að auki ljúgi ég blákalt upp á saklaust fólk. Mér skilst að Jón Gunnarsson og Guðlaugur Þór hafi mótmælt sérstaklega að ég kæmi með – að öðrum kosti færu þeir ekki. Mér er svo sem alveg sama, finnst hvort eð er nammið í rútunni vont og drykkirnir sem í boði eru henta mér ekki.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×