Nauðgaði stúlku sem féll í yfirlið á göngustíg Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. febrúar 2024 17:36 Málið var til meðferðar hjá Héraðsdómi Suðurlands. Vísir/Vilhelm Rúmlega tvítugur karlmaður á Suðurlandi hefur verið dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir að nauðga kunningjastúlku sem mælti sér mót við hann til að fá vökva í veipið sitt. DNA-sýni var lykilgagn í málinu. Fram kemur í dómi Héraðsdóms Suðurlands að nauðgunin hafi orðið á göngustíg í bæjarkjarna á Suðurlandi að nóttu til í september 2021. Þá hafi þau bæði verið átján ára gömul. Þau hafi mælt sér mót þar en þau höfðu þekkst í þrjú ár eftir að hafa unnið saman. Hann hafi byrjað að kyssa hana, hana hafi svimað og hún hefði talið hann ætla að hjálpa hana. Svo hafi liðið yfir hana og þegar hún hafi rankað við sér hafi hann látið hana standa upp, rifið niður buxur þeirra beggja og haft samfarir við hana í fimm til tíu mínútur. Drengurinn sagðist hafa verið í sambandi við stúlkuna um nóttina þar sem hana vantaði vökva í veipið sitt og hann ætlað að láta hana hafa daginn eftir. Hann hefði aldrei farið að hitta hana. Lykilgögn í málinu voru DNA-sýni af drengnum sem fundust á stúlkunni. Skýringar hans hvernig sýni af getnaðarlimi hans hefðu getað fundist á stúlkunni þóttu ekki halda vatni. Voru þeir meðal annars á þá leið að hann geymdi veipið sitt í klofinu þegar hann æki bíl og hann hefði í eitthvert skipti gefið henni af veipinu sínu. Þá tók héraðsdómur vitnisburði fjölskyldumeðlima hans að hann hefði aldrei yfirgefið heimili sitt um nóttina með fyrirvara vegna tengsla og að heimilisfólkið var ýmist sofandi eða í tölvuleik með heyrnartól. Þá voru áverkar á leggöngum stúlkunnar þess eðlis að þeir væru eftir samræði sem hún hefði ekki verið tilbúin fyrir. Auk þess væru þeir að líkindum að hámarki tveggja daga gamlir. Var stöðugur framburður stúlkunnar metinn trúverðugur og lagður til grundvallar dómnum. Var karlmaðurinn dæmdur í tveggja ára fangelsi og þarf auk þess að greiða tvær milljónir króna í miskabætur. Dómur Héraðsdóms Suðurlands. Kynferðisofbeldi Dómsmál Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Innlent Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis Innlent Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Innlent Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Innlent Aukin harka að færast í undirheimana Innlent „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Innlent Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Innlent Spjallklúður Hegseth, Vance og Waltz vekur hneykslan Erlent Segir lögreglu þegar hafa heimildir til að kalla menn til þjónustu Innlent Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Innlent Fleiri fréttir Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Opnunarsamkoma leiðtogafundar í menntamálum „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Samningar í höfn við sveitarfélögin en ekki ríkið Segir lögreglu þegar hafa heimildir til að kalla menn til þjónustu „Aflögunin er núna komin yfir öll fyrri mörk“ Sé skýrt að ráðherra hafi verið beittur þrýstingi Stefna á að loka skólanum á næsta ári Ætlar að gefa kerfinu verkfæri til að taka á eltihrellum Viðkvæmt mál, lokakafli og ökklabönd á eltihrella Verkfræðingar felldu samning „Við skulum ekki gera pólitík úr þessu máli“ Hafnfirðingar greiða Rio Tinto 26 milljónir vegna Reykjanesbrautar Sinnir ekki þingstörfum á næstunni Vilja herða mengunarvarnir í lögsögu Íslands Sjá meira
Fram kemur í dómi Héraðsdóms Suðurlands að nauðgunin hafi orðið á göngustíg í bæjarkjarna á Suðurlandi að nóttu til í september 2021. Þá hafi þau bæði verið átján ára gömul. Þau hafi mælt sér mót þar en þau höfðu þekkst í þrjú ár eftir að hafa unnið saman. Hann hafi byrjað að kyssa hana, hana hafi svimað og hún hefði talið hann ætla að hjálpa hana. Svo hafi liðið yfir hana og þegar hún hafi rankað við sér hafi hann látið hana standa upp, rifið niður buxur þeirra beggja og haft samfarir við hana í fimm til tíu mínútur. Drengurinn sagðist hafa verið í sambandi við stúlkuna um nóttina þar sem hana vantaði vökva í veipið sitt og hann ætlað að láta hana hafa daginn eftir. Hann hefði aldrei farið að hitta hana. Lykilgögn í málinu voru DNA-sýni af drengnum sem fundust á stúlkunni. Skýringar hans hvernig sýni af getnaðarlimi hans hefðu getað fundist á stúlkunni þóttu ekki halda vatni. Voru þeir meðal annars á þá leið að hann geymdi veipið sitt í klofinu þegar hann æki bíl og hann hefði í eitthvert skipti gefið henni af veipinu sínu. Þá tók héraðsdómur vitnisburði fjölskyldumeðlima hans að hann hefði aldrei yfirgefið heimili sitt um nóttina með fyrirvara vegna tengsla og að heimilisfólkið var ýmist sofandi eða í tölvuleik með heyrnartól. Þá voru áverkar á leggöngum stúlkunnar þess eðlis að þeir væru eftir samræði sem hún hefði ekki verið tilbúin fyrir. Auk þess væru þeir að líkindum að hámarki tveggja daga gamlir. Var stöðugur framburður stúlkunnar metinn trúverðugur og lagður til grundvallar dómnum. Var karlmaðurinn dæmdur í tveggja ára fangelsi og þarf auk þess að greiða tvær milljónir króna í miskabætur. Dómur Héraðsdóms Suðurlands.
Kynferðisofbeldi Dómsmál Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Innlent Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis Innlent Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Innlent Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Innlent Aukin harka að færast í undirheimana Innlent „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Innlent Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Innlent Spjallklúður Hegseth, Vance og Waltz vekur hneykslan Erlent Segir lögreglu þegar hafa heimildir til að kalla menn til þjónustu Innlent Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Innlent Fleiri fréttir Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Opnunarsamkoma leiðtogafundar í menntamálum „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Samningar í höfn við sveitarfélögin en ekki ríkið Segir lögreglu þegar hafa heimildir til að kalla menn til þjónustu „Aflögunin er núna komin yfir öll fyrri mörk“ Sé skýrt að ráðherra hafi verið beittur þrýstingi Stefna á að loka skólanum á næsta ári Ætlar að gefa kerfinu verkfæri til að taka á eltihrellum Viðkvæmt mál, lokakafli og ökklabönd á eltihrella Verkfræðingar felldu samning „Við skulum ekki gera pólitík úr þessu máli“ Hafnfirðingar greiða Rio Tinto 26 milljónir vegna Reykjanesbrautar Sinnir ekki þingstörfum á næstunni Vilja herða mengunarvarnir í lögsögu Íslands Sjá meira