Mikil uppbygging framundan í Fjarðabyggð Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 24. febrúar 2024 14:01 Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands heimsótti meðal annars Fjarðabyggð 2023 og fékk að kynnast öllu því helsta, sem er að gerast í sveitarfélaginu. Aðsend Bæjaryfirvöld í Fjarðabyggð undirbúa sig nú undir mikla fjölgun íbúa í sveitarfélaginu en samkvæmt spá Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar er gert ráð fyrir að íbúunum fjölgi um tæp 10 prósent næstu fimm árin, eða um 520 íbúa. Í dag eru íbúarnir um 5.400 talsins. Í nýrri spá Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar kemur fram að mikil íbúafjölgun verði í Fjarðabyggð á næstu árin og er staðan þannig í dag að þær íbúðir, sem eru í byggingu í sveitarfélaginu ná ekki að mæta mikilli fólksfjölgun næstu árin. Það þarf því að spýta í lófana og byggja og byggja fleiri íbúðir en Fjarðabyggð ætlar einmitt að skapa skilyrði svo mögulegt verði að byggja um 300 nýjar íbúðir á næstu fimm árum til að mæta spá Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Jóna Árný Þórðardóttir er bæjarstjóri í Fjarðabyggð. „Það hefur verið mikil þróun hjá okkur og uppbygging ýmiskonar í ýmsum atvinnugreinum og allt kallar þetta á fólk og þá þarf húsnæðisuppbyggingin að fylgja með,” segir bæjarstjórinn. Jóna Árný segir að töluverð uppbygging hafi verið í sveitarfélaginu síðustu þrjú ár og það séu greinilega mjög spennandi tímar framundan hvað varðar frekari uppbyggingu en nú þegar sé verið að byggja nýjar íbúðir hér og þar í sveitarfélaginu. „En það þarf meira og við erum bara að nýta allar leiðir til þess að hvetja umhverfið áfram til þess að stuðla að frekari uppbyggingu íbúahúsæðis í Fjarðabyggð og þar held ég að sé bara góður grunnur til að gera það núna,”segir Jóna Árný. Sveitarfélagið á töluvert af lóðum og því sé ekkert að vanbúnaði til að byrja að byggja á þeim eins og á Reyðarfirði og Fáskrúðsfirði og þá sé töluvert um nýbyggingar á Norðfirði. Jóna Árný Þórðardóttir er bæjarstjóri í Fjarðabyggð.Aðsend Og það hlýtur að vera gaman að vinna í þessu umhverfi þegar allt er að gerast og mikil spenna framundan? „Já, það er mjög gaman, það er alltaf gaman þegar það er verið að byggja upp og líka bara gaman að sjá væntingar og áhuga íbúa á frekari uppbyggingu,” segir bæjarstjórinn. Íbúar Fjarðabyggðar eru mjög ánægðir með sveitarfélagið og þá miklu uppbyggingu, sem er þar framundan.Aðsend Og lokaorð bæjarstjórans, Jónu Árnýjar Þórðardóttir eru þessi. „Já, bara, verið velkomin austur, hér er gott samfélag og góðir staðir til að búa á.” Byggðakjarnarnir í sveitarfélaginu.Aðsend Heimasíða Fjarðabyggðar Fjarðabyggð Byggingariðnaður Húsnæðismál Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Í nýrri spá Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar kemur fram að mikil íbúafjölgun verði í Fjarðabyggð á næstu árin og er staðan þannig í dag að þær íbúðir, sem eru í byggingu í sveitarfélaginu ná ekki að mæta mikilli fólksfjölgun næstu árin. Það þarf því að spýta í lófana og byggja og byggja fleiri íbúðir en Fjarðabyggð ætlar einmitt að skapa skilyrði svo mögulegt verði að byggja um 300 nýjar íbúðir á næstu fimm árum til að mæta spá Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Jóna Árný Þórðardóttir er bæjarstjóri í Fjarðabyggð. „Það hefur verið mikil þróun hjá okkur og uppbygging ýmiskonar í ýmsum atvinnugreinum og allt kallar þetta á fólk og þá þarf húsnæðisuppbyggingin að fylgja með,” segir bæjarstjórinn. Jóna Árný segir að töluverð uppbygging hafi verið í sveitarfélaginu síðustu þrjú ár og það séu greinilega mjög spennandi tímar framundan hvað varðar frekari uppbyggingu en nú þegar sé verið að byggja nýjar íbúðir hér og þar í sveitarfélaginu. „En það þarf meira og við erum bara að nýta allar leiðir til þess að hvetja umhverfið áfram til þess að stuðla að frekari uppbyggingu íbúahúsæðis í Fjarðabyggð og þar held ég að sé bara góður grunnur til að gera það núna,”segir Jóna Árný. Sveitarfélagið á töluvert af lóðum og því sé ekkert að vanbúnaði til að byrja að byggja á þeim eins og á Reyðarfirði og Fáskrúðsfirði og þá sé töluvert um nýbyggingar á Norðfirði. Jóna Árný Þórðardóttir er bæjarstjóri í Fjarðabyggð.Aðsend Og það hlýtur að vera gaman að vinna í þessu umhverfi þegar allt er að gerast og mikil spenna framundan? „Já, það er mjög gaman, það er alltaf gaman þegar það er verið að byggja upp og líka bara gaman að sjá væntingar og áhuga íbúa á frekari uppbyggingu,” segir bæjarstjórinn. Íbúar Fjarðabyggðar eru mjög ánægðir með sveitarfélagið og þá miklu uppbyggingu, sem er þar framundan.Aðsend Og lokaorð bæjarstjórans, Jónu Árnýjar Þórðardóttir eru þessi. „Já, bara, verið velkomin austur, hér er gott samfélag og góðir staðir til að búa á.” Byggðakjarnarnir í sveitarfélaginu.Aðsend Heimasíða Fjarðabyggðar
Fjarðabyggð Byggingariðnaður Húsnæðismál Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira