Hafa safnað þrjátíu milljónum til að koma fólki til Íslands Jón Þór Stefánsson skrifar 25. febrúar 2024 14:57 Sema Erla Serdar er formaður Solaris, en hún er á meðal þeirra sem hefur farið til Egyptalands til að koma fólki frá Gasa. Vilhelm/Getty Samtökin Solaris hafa safnað rúmum þrjátíu milljónum króna í sérstakri söfnun sem hófst byrjun mánaðar. Markmiðið er að nota peninginn til að koma fólki sem hefur fengið dvalarleyfi á Íslandi á grundvelli fjölskyldusameiningar frá Gasa og til landsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Solaris. Þar kemur fram að þrjú þúsund einstaklingar hafi lagt söfnuninni lið, sem og nokkur fyrirtæki og félagasamtök. Samtökin vilja meina að 25 milljónir þurfi til viðbótar til að koma 32 mæðrum, 49 börnum og níu feðrum til bjargar sem enn eru á Gasa. Nú þegar hafi sjálfboðaliðar komið sex börnum og mæðrum þeirra til Íslands og öðrum tólf af landamærunum. Þá sé von á að sautján einstaklingar komist til viðbótar yfir landamærin á næstu dögum.„Langflest eru alvarlega veik og særð börn,“ segir Solaris. „Söfnunin var nauðsynleg í ljósi þess að verkefnið er kostnaðarsamt án aðkomu stjórnvalda, en gera má ráð fyrir því að það kosti um 60 milljónir að koma þeim rúmlega 100 einstaklingum sem hafa fengið dvalarleyfi á Íslandi á grundvelli fjölskyldusameiningar út af Gaza. Söfnunin fór af stað 7. febrúar og nú þegar hafa safnast rúmar 30 milljónir króna til að koma fjölskyldunum heim.“ Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Egyptaland Hjálparstarf Tengdar fréttir Von um vopnahlé vex en varað er við hörmungarástandi í Rafah Viðræður um vopnahlé á Gasa standa yfir í París þar sem leiðtogar leyniþjónusta og diplómatar freista þess að binda tímabundinn enda á átökin. Hörmungar vofa yfir hundruðum þúsunda Palestínumanna í borginni Rafa við landamærin að Egyptalandi vegna tilætlaðs áhlaups ísraelska hersins á borgina. 24. febrúar 2024 21:11 Reið íslenskum stjórnvöldum að setja sjálfboðaliða í þessa stöðu Einn nokkurra sjálfboðaliða, sem hefur dvalið í Kaíró undanfarið og aðstoðað Palestínumenn út af Gasa, segir hræðilegt að þurfa að velja hverjum skuli bjarga fyrst. hHún segist reið íslenskum stjórnvöldum að hafa ekki ráðist í verkið fyrr og þar með lagt það í hendur sjálfboðaliða. 20. febrúar 2024 09:01 Íslenskar konur sóttu fjölskyldu frá Gasa: „Drengirnir voru þreyttir og sögðu lítið“ „Þetta er ekki svona flókið, og ef þetta er svona flókið, hvernig fórum við þá að þessu? Þetta er enginn ómöguleiki,“ segir rithöfundurinn Bergþóra Snæbjörnsdóttir, sem er nú stödd í Kaíró, höfuðborg Egyptalands, þar sem hún tók á móti fjögurra manna fjölskyldu frá Gasa í dag. 6. febrúar 2024 22:23 Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Fleiri fréttir „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Solaris. Þar kemur fram að þrjú þúsund einstaklingar hafi lagt söfnuninni lið, sem og nokkur fyrirtæki og félagasamtök. Samtökin vilja meina að 25 milljónir þurfi til viðbótar til að koma 32 mæðrum, 49 börnum og níu feðrum til bjargar sem enn eru á Gasa. Nú þegar hafi sjálfboðaliðar komið sex börnum og mæðrum þeirra til Íslands og öðrum tólf af landamærunum. Þá sé von á að sautján einstaklingar komist til viðbótar yfir landamærin á næstu dögum.„Langflest eru alvarlega veik og særð börn,“ segir Solaris. „Söfnunin var nauðsynleg í ljósi þess að verkefnið er kostnaðarsamt án aðkomu stjórnvalda, en gera má ráð fyrir því að það kosti um 60 milljónir að koma þeim rúmlega 100 einstaklingum sem hafa fengið dvalarleyfi á Íslandi á grundvelli fjölskyldusameiningar út af Gaza. Söfnunin fór af stað 7. febrúar og nú þegar hafa safnast rúmar 30 milljónir króna til að koma fjölskyldunum heim.“
Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Egyptaland Hjálparstarf Tengdar fréttir Von um vopnahlé vex en varað er við hörmungarástandi í Rafah Viðræður um vopnahlé á Gasa standa yfir í París þar sem leiðtogar leyniþjónusta og diplómatar freista þess að binda tímabundinn enda á átökin. Hörmungar vofa yfir hundruðum þúsunda Palestínumanna í borginni Rafa við landamærin að Egyptalandi vegna tilætlaðs áhlaups ísraelska hersins á borgina. 24. febrúar 2024 21:11 Reið íslenskum stjórnvöldum að setja sjálfboðaliða í þessa stöðu Einn nokkurra sjálfboðaliða, sem hefur dvalið í Kaíró undanfarið og aðstoðað Palestínumenn út af Gasa, segir hræðilegt að þurfa að velja hverjum skuli bjarga fyrst. hHún segist reið íslenskum stjórnvöldum að hafa ekki ráðist í verkið fyrr og þar með lagt það í hendur sjálfboðaliða. 20. febrúar 2024 09:01 Íslenskar konur sóttu fjölskyldu frá Gasa: „Drengirnir voru þreyttir og sögðu lítið“ „Þetta er ekki svona flókið, og ef þetta er svona flókið, hvernig fórum við þá að þessu? Þetta er enginn ómöguleiki,“ segir rithöfundurinn Bergþóra Snæbjörnsdóttir, sem er nú stödd í Kaíró, höfuðborg Egyptalands, þar sem hún tók á móti fjögurra manna fjölskyldu frá Gasa í dag. 6. febrúar 2024 22:23 Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Fleiri fréttir „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Sjá meira
Von um vopnahlé vex en varað er við hörmungarástandi í Rafah Viðræður um vopnahlé á Gasa standa yfir í París þar sem leiðtogar leyniþjónusta og diplómatar freista þess að binda tímabundinn enda á átökin. Hörmungar vofa yfir hundruðum þúsunda Palestínumanna í borginni Rafa við landamærin að Egyptalandi vegna tilætlaðs áhlaups ísraelska hersins á borgina. 24. febrúar 2024 21:11
Reið íslenskum stjórnvöldum að setja sjálfboðaliða í þessa stöðu Einn nokkurra sjálfboðaliða, sem hefur dvalið í Kaíró undanfarið og aðstoðað Palestínumenn út af Gasa, segir hræðilegt að þurfa að velja hverjum skuli bjarga fyrst. hHún segist reið íslenskum stjórnvöldum að hafa ekki ráðist í verkið fyrr og þar með lagt það í hendur sjálfboðaliða. 20. febrúar 2024 09:01
Íslenskar konur sóttu fjölskyldu frá Gasa: „Drengirnir voru þreyttir og sögðu lítið“ „Þetta er ekki svona flókið, og ef þetta er svona flókið, hvernig fórum við þá að þessu? Þetta er enginn ómöguleiki,“ segir rithöfundurinn Bergþóra Snæbjörnsdóttir, sem er nú stödd í Kaíró, höfuðborg Egyptalands, þar sem hún tók á móti fjögurra manna fjölskyldu frá Gasa í dag. 6. febrúar 2024 22:23