Bannar Playstation tölvur í landsliðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. febrúar 2024 09:01 Luciano Spalletti er ekki mikill aðdáandi Playstation tölva. Samsett/Getty Ítalski landsliðsþjálfarinn Luciano Spalletti er búinn að ákveða það að tölvuleikir trufli leikmenn landsliðsins í verkefnum þess. Spalletti hefur því ákveðið það að leikmenn megi ekki taka með sér PlayStation tölvur sínar í næsta landsliðsverkefni. Ítalska landsliðið er á leiðinni á Evrópumótið í Þýskalandi í sumar þar sem liðið er í riðli með Spáni, Króatíu og Albaníu. „Frá og með deginum í dag þá eiga leikmenn að skilja PlayStation tölvurnar sínar eftir heima því þeir mega ekki vera með þær þegar við hittumst,“ sagði Spalletti í viðtali við Gazzetta dello Sport. SPALLETTI PLAYSTATION "In Nazionale si sta sul pezzo, concentrati, non si cazzeggia. Ripeto lo slogan degli All Blacks, 'Niente teste di ca... qui" #Nazionale | #Spalletti | #Playstation pic.twitter.com/1oQxyTOVUY— Eurosport IT (@Eurosport_IT) February 24, 2024 Spalletti er þekktastur fyrir að vinna titilinn með Napoli síðasta vor. Hann hætti óvænt með liðið eftir tímabilið en Napoli hafði ekki unnið titilinn í 33 ár. Hinn 64 ára gamli þjálfari tók við ítalska landsliðinu þegar Roberto Mancini hætti óvænt í september. „Ég mun finna upp leik fyrir þá á kvöldin ef þeim leiðist. Ég læt þá líka fá heimavinnu ef að þeir ná ekki að klára sitt yfir daginn,“ sagði Spalletti. „Þegar þú ert með landsliðinu þá er enginn tími fyrir fíflagang. Við þurfum einbeitingu. Ég þarf að búa til landslið sem sættir sig við ekkert annað en að vinna. Ég vil vinna Evrópumótið og síðan heimsmeistaramótið,“ sagði Spalletti. Ítalska landsliðið hefur unnið þrjá af sex leikjum undir hans stjórn og tapað einum. Markatalan er 13-7 eða sex mörk í plús. Italia, Spalletti: "Per vincere gli Europei serve un branco di lupi. Playstation vietate"#Italia #Spalletti #Nazionale #SkySport https://t.co/O3czl69tRQ— skysport (@SkySport) February 24, 2024 Ítalski boltinn Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Í beinni: Celta Vigo - Barcelona | Börsungar vilja svara fyrir tapið síðast Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Sjá meira
Spalletti hefur því ákveðið það að leikmenn megi ekki taka með sér PlayStation tölvur sínar í næsta landsliðsverkefni. Ítalska landsliðið er á leiðinni á Evrópumótið í Þýskalandi í sumar þar sem liðið er í riðli með Spáni, Króatíu og Albaníu. „Frá og með deginum í dag þá eiga leikmenn að skilja PlayStation tölvurnar sínar eftir heima því þeir mega ekki vera með þær þegar við hittumst,“ sagði Spalletti í viðtali við Gazzetta dello Sport. SPALLETTI PLAYSTATION "In Nazionale si sta sul pezzo, concentrati, non si cazzeggia. Ripeto lo slogan degli All Blacks, 'Niente teste di ca... qui" #Nazionale | #Spalletti | #Playstation pic.twitter.com/1oQxyTOVUY— Eurosport IT (@Eurosport_IT) February 24, 2024 Spalletti er þekktastur fyrir að vinna titilinn með Napoli síðasta vor. Hann hætti óvænt með liðið eftir tímabilið en Napoli hafði ekki unnið titilinn í 33 ár. Hinn 64 ára gamli þjálfari tók við ítalska landsliðinu þegar Roberto Mancini hætti óvænt í september. „Ég mun finna upp leik fyrir þá á kvöldin ef þeim leiðist. Ég læt þá líka fá heimavinnu ef að þeir ná ekki að klára sitt yfir daginn,“ sagði Spalletti. „Þegar þú ert með landsliðinu þá er enginn tími fyrir fíflagang. Við þurfum einbeitingu. Ég þarf að búa til landslið sem sættir sig við ekkert annað en að vinna. Ég vil vinna Evrópumótið og síðan heimsmeistaramótið,“ sagði Spalletti. Ítalska landsliðið hefur unnið þrjá af sex leikjum undir hans stjórn og tapað einum. Markatalan er 13-7 eða sex mörk í plús. Italia, Spalletti: "Per vincere gli Europei serve un branco di lupi. Playstation vietate"#Italia #Spalletti #Nazionale #SkySport https://t.co/O3czl69tRQ— skysport (@SkySport) February 24, 2024
Ítalski boltinn Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Í beinni: Celta Vigo - Barcelona | Börsungar vilja svara fyrir tapið síðast Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Sjá meira