Þrjú kynferðisbrotamál tengd leigubílstjórum áhyggjuefni Lovísa Arnardóttir skrifar 26. febrúar 2024 13:06 Ævar Pálmi Pálmason, aðstoðaryfirlögregluþjónn, segir það geta rýrt traust til leigubílstjóra að svo mörg kynferðisbrotamál tengd leigubílstjórum komi upp á stuttum tíma. Vísir/Rúnar Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur nú til rannsóknar kynferðisbrot leigubílstjóra sem sakaður er um að hafa brotið á konu í lok nóvember í leigubíl. Tvö önnur mál hafa komið upp nýlega sem tengjast kynferðisbrotum leigubílstjóra. Búið er að dæma í einu þeirra. Ævar Pálmi Pálmason aðstoðaryfirlögregluþjónn og yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu staðfestir í samtali við fréttastofu að lögreglan sé nú með til rannsóknar mál manns sem grunaður er um kynferðisbrot í leigubíl. Maðurinn er erlendur og starfaði sem leigubílstjóri. Um er að ræða annað brotið á stuttum tíma þar sem hinn grunaði er leigubílstjóri. Í hinu málinu eru tveir erlendir menn grunaðir um hafa brotið á konu sem fór í leigubíl annars þeirra en hann starfaði fyrir City Taxi. Brotið er talið hafa átt sér stað á dvalarstað annars þeirra í byrjun febrúarmánaðar á þessu ári. „Rannsóknin er enn í gangi. Það er búið að taka skýrslur af fjölmörgum aðilum og sumum oftar en einu sinni. Það er búið að afla ýmissa gagna sem búið er að vinna úr,“ segir Ævar Pálmi Pálmason aðstoðaryfirlögregluþjónn og yfirmaður kynferðisbrotadeildar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Báðir mennirnir eru erlendir og hefur verið greint frá því að þeir séu frá Túnis. Ævar Pálmi vildi ekki staðfesta nákvæman uppruna en segir þá erlenda „Það hefur farið fram húsleit og rannsókn á vettvangi,“ segir hann. Spurður hvort að um hafi verið að ræða hópnauðgun eða einhverskonar samverknað segir Ævar Pálmi það eitt af því sem sé til rannsóknar í málinu. Ekkert gæsluvarðhald Mönnunum var báðum sleppt úr haldi eftir að lögreglan tók skýrslu af þeim. Spurður hvort að það hafi ekki komið til greina að óska þess að þeir yrðu vistaðir í gæsluvarðhaldi á meðan rannsókn fer fram segir Ævar Pálmi að saksóknari meti ávallt tilefni þess. Um gæsluvarðhald er fjallað í 95. grein laga um meðferð sakamála en þar segir, sem dæmi, að það megi vista í gæsluvarðhald ef ætlar er að sakborningur reyni að hafa áhrif á rannsókn, komi fyrir sönnunargögnum, reyni að flýja land eða til að verja aðra fyrir árásum hans eða áframhaldandi brotum. „Ákæruvaldið metur það svo að ekkert af þessum skilyrðum, út frá þeirri rannsókn sem þá hefur farið fram, að það sé ekki tilefni til þess að fara fram á gæsluvarðhald yfir sakborningum. Að það uppfylli ekki kröfur laga að vista þá í varðhaldi.“ Hann segir mennina ekki grunaða um aðild í öðrum sambærilegum brotum. Utan þessarar tveggja brota sem eru til rannsóknar er einnig nýlega búið að dæma mann til tveggja ára fangelsis fyrir að nauðga farþega í leigubíl árið 2022. Fjallað var um dóminn á vef dv.is í síðustu viku en hann hefur enn ekki verið birtur á vef dómstólsins. Atvik sem rýra traust til leigubílstjóra Spurður hvort að fólk þurfi að hafa áhyggjur af þessari þróun segir Ævar Pálmi að það sé eflaust tilefni til þess. „Þetta er vert að skoða af hagsmunaaðilum. Hvert einasta kynferðisbrot er einu máli of mikið, hvort sem það gerist í leigubíl eða ekki. En það er alveg óþolandi að fólk geti ekki treyst því þegar það fer inn í leigubíl að komast ekki heim til sín án þess að verða fyrir einhverju svona löguðu.“ Konur eru oft einar og ölvaðar. Þetta eru kannski kjöraðstæður fyrir menn með þennan hug? „Það er heilmikið traust sem hefur verið borið til leigubílstjóra og svona atvik eru til þess fallin að rýra það traust,“ segir Ævar Pálmi. Spurður um forvarnarhlutverk lögreglu í svona málum segir hann lögregluna hafa verið í samskiptum við Samgöngustofu um málið. Leigubílar Kynferðisofbeldi Lögreglumál Tengdar fréttir Vill flýta endurskoðun laga um leigubílaakstur Birgir Þórarinsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, vill flýta endurskoðun laga um leigubifreiðaakstur. Í lögunum er heimild til endurskoðunar á næsta ári en hann telur best að henni sé flýtt. Vilji leigubílstjóra sem hann hafi talað við sé að þessu sé flýtt en að auk þess sé það áríðandi í ljósi nýlegra frétta af kynferðisbroti leigubílstjóra. 21. febrúar 2024 08:24 Rannsaka hvort konu hafi verið nauðgað í leigubíl Miðlæg rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu er með til rannsóknar gróft kynferðisbrot gegn konu. Tveir karlmenn hafa réttarstöðu sakbornings. Annar mannanna starfar sem leigubílstjóri. 15. febrúar 2024 14:57 Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Fleiri fréttir Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Sjá meira
Ævar Pálmi Pálmason aðstoðaryfirlögregluþjónn og yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu staðfestir í samtali við fréttastofu að lögreglan sé nú með til rannsóknar mál manns sem grunaður er um kynferðisbrot í leigubíl. Maðurinn er erlendur og starfaði sem leigubílstjóri. Um er að ræða annað brotið á stuttum tíma þar sem hinn grunaði er leigubílstjóri. Í hinu málinu eru tveir erlendir menn grunaðir um hafa brotið á konu sem fór í leigubíl annars þeirra en hann starfaði fyrir City Taxi. Brotið er talið hafa átt sér stað á dvalarstað annars þeirra í byrjun febrúarmánaðar á þessu ári. „Rannsóknin er enn í gangi. Það er búið að taka skýrslur af fjölmörgum aðilum og sumum oftar en einu sinni. Það er búið að afla ýmissa gagna sem búið er að vinna úr,“ segir Ævar Pálmi Pálmason aðstoðaryfirlögregluþjónn og yfirmaður kynferðisbrotadeildar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Báðir mennirnir eru erlendir og hefur verið greint frá því að þeir séu frá Túnis. Ævar Pálmi vildi ekki staðfesta nákvæman uppruna en segir þá erlenda „Það hefur farið fram húsleit og rannsókn á vettvangi,“ segir hann. Spurður hvort að um hafi verið að ræða hópnauðgun eða einhverskonar samverknað segir Ævar Pálmi það eitt af því sem sé til rannsóknar í málinu. Ekkert gæsluvarðhald Mönnunum var báðum sleppt úr haldi eftir að lögreglan tók skýrslu af þeim. Spurður hvort að það hafi ekki komið til greina að óska þess að þeir yrðu vistaðir í gæsluvarðhaldi á meðan rannsókn fer fram segir Ævar Pálmi að saksóknari meti ávallt tilefni þess. Um gæsluvarðhald er fjallað í 95. grein laga um meðferð sakamála en þar segir, sem dæmi, að það megi vista í gæsluvarðhald ef ætlar er að sakborningur reyni að hafa áhrif á rannsókn, komi fyrir sönnunargögnum, reyni að flýja land eða til að verja aðra fyrir árásum hans eða áframhaldandi brotum. „Ákæruvaldið metur það svo að ekkert af þessum skilyrðum, út frá þeirri rannsókn sem þá hefur farið fram, að það sé ekki tilefni til þess að fara fram á gæsluvarðhald yfir sakborningum. Að það uppfylli ekki kröfur laga að vista þá í varðhaldi.“ Hann segir mennina ekki grunaða um aðild í öðrum sambærilegum brotum. Utan þessarar tveggja brota sem eru til rannsóknar er einnig nýlega búið að dæma mann til tveggja ára fangelsis fyrir að nauðga farþega í leigubíl árið 2022. Fjallað var um dóminn á vef dv.is í síðustu viku en hann hefur enn ekki verið birtur á vef dómstólsins. Atvik sem rýra traust til leigubílstjóra Spurður hvort að fólk þurfi að hafa áhyggjur af þessari þróun segir Ævar Pálmi að það sé eflaust tilefni til þess. „Þetta er vert að skoða af hagsmunaaðilum. Hvert einasta kynferðisbrot er einu máli of mikið, hvort sem það gerist í leigubíl eða ekki. En það er alveg óþolandi að fólk geti ekki treyst því þegar það fer inn í leigubíl að komast ekki heim til sín án þess að verða fyrir einhverju svona löguðu.“ Konur eru oft einar og ölvaðar. Þetta eru kannski kjöraðstæður fyrir menn með þennan hug? „Það er heilmikið traust sem hefur verið borið til leigubílstjóra og svona atvik eru til þess fallin að rýra það traust,“ segir Ævar Pálmi. Spurður um forvarnarhlutverk lögreglu í svona málum segir hann lögregluna hafa verið í samskiptum við Samgöngustofu um málið.
Leigubílar Kynferðisofbeldi Lögreglumál Tengdar fréttir Vill flýta endurskoðun laga um leigubílaakstur Birgir Þórarinsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, vill flýta endurskoðun laga um leigubifreiðaakstur. Í lögunum er heimild til endurskoðunar á næsta ári en hann telur best að henni sé flýtt. Vilji leigubílstjóra sem hann hafi talað við sé að þessu sé flýtt en að auk þess sé það áríðandi í ljósi nýlegra frétta af kynferðisbroti leigubílstjóra. 21. febrúar 2024 08:24 Rannsaka hvort konu hafi verið nauðgað í leigubíl Miðlæg rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu er með til rannsóknar gróft kynferðisbrot gegn konu. Tveir karlmenn hafa réttarstöðu sakbornings. Annar mannanna starfar sem leigubílstjóri. 15. febrúar 2024 14:57 Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Fleiri fréttir Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Sjá meira
Vill flýta endurskoðun laga um leigubílaakstur Birgir Þórarinsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, vill flýta endurskoðun laga um leigubifreiðaakstur. Í lögunum er heimild til endurskoðunar á næsta ári en hann telur best að henni sé flýtt. Vilji leigubílstjóra sem hann hafi talað við sé að þessu sé flýtt en að auk þess sé það áríðandi í ljósi nýlegra frétta af kynferðisbroti leigubílstjóra. 21. febrúar 2024 08:24
Rannsaka hvort konu hafi verið nauðgað í leigubíl Miðlæg rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu er með til rannsóknar gróft kynferðisbrot gegn konu. Tveir karlmenn hafa réttarstöðu sakbornings. Annar mannanna starfar sem leigubílstjóri. 15. febrúar 2024 14:57