Kvikumagn nærri átta milljón rúmmetrum og líkur á gosi að aukast Lovísa Arnardóttir skrifar 26. febrúar 2024 16:35 Frá eldgosi við Grindavík fyrr á árinu. Vísir/RAX Veðurstofan hefur uppfært hættumat sitt fyrir umbrotssvæðin við Svartsengi og Grindavík. Kvikumagn nálgast nú sömu mörk og í aðdraganda síðustu gosa. Jarðskjálftavirkni jókst um helgina. „Eldgos gæti hafist með mjög stuttum fyrirvara, jafnvel innan við 30 mínútur,“ segir í nýrri frétt á vef Veðurstofunnar. Þar kemur einnig fram að líklegast sé að gos komi upp á svæðinu milli Stóra-Skógfells og Hagafells Í frétt Veðurstofunnar segir að mögulegt sé að kvikuhlaup fari af stað án þess að til eldgoss komi. Nýjustu líkanreikningar Veðurstofunnar sýna nú að um 7.6 milljónir rúmmetra af kviku hafa safnast fyrir undir Svartsengi. Ef horft sé til aðdraganda fyrri eldgosa á Sundhnúksgígaröðinni aukist líkur á eldgosi þegar magnið hefur náð 8 til 13 milljón rúmmetrum. „Ef kvikusöfnun heldur áfram með sama hætti nást neðri mörk á morgun,“ segir í fréttinni. Þá kemur fram að skjálftavirkni hafi aukist örlítið um helgina og að mesta virknin hafi verið rétt austan við Sýlingarfell. Staðsetning skjálftavirkninnar er sögð á þeim slóðum þar sem talið er að austurendi kvikuinnskotsins undir Svartsengi liggi. Það sé sambærilegt þeirri skjálftavirkni sem sést hefur dagana fyrir eldgos. Uppfært hættumat Í ljósi þessa hefur Veðurstofan uppfært hættumat fyrir umbrotasvæðin. Auknar líkur á eldgosi og þar með eldgosavá því tengdu hefur áhrif á hættumatið. Hættustig hefur verið aukið á nokkrum svæðum. Óbreyttur litur er á svæði 4 – Grindavík – en engu að síður er aukin hætta innan þess svæðis vegna mögulegs hraunflæðis. Sama gildir um svæði 1 – Svartsengi. Nýtt hættumat þann 26.2.2024Veðurstofan Engar verulegar landbreytingar sjást innan Grindavíkur á GPS eða gervihnattagögnum. En líklegt er að nýjar sprungur komi í ljós á yfirborði þegar snjór bráðnar eða þegar jarðvegur hreyfist vegna úrkomu og fellur ofan í sprungur sem þegar hafa myndast. Líklegar sviðsmyndir Þá kemur fram að það sé áfram mat vísindamanna að ef til eldgoss kemur sé líklegast að kvikan leiti frá Svartsengi yfir í Sundhnúksgígaröðina og að gos komi upp á svæðinu milli Stóra-Skógfells og Hagafells. Merki um að kvika sé að brjóta sér leið upp til yfirborðs mun þá koma fram í skyndilegri, staðbundinni og ákafri smáskjálftavirkni. Ef horft sé til fyrri eldgosa á svæðinu gæti eldgos hafist með litlum fyrirvara, innan við 30 mínútur, allt eftir því hvar á Sundhnúksgígaröðinni kvika kemur upp. Eldgos milli Sýlingarfells og Stóra-Skógfells – Líkt og 18. desember 2023 og 8. febrúar 2024 Aðdragandi: Skyndileg, staðbundin og áköf smáskjálftavirkni. Aflögun yfir kvikuganginum. Mjög stuttur fyrirvari (innan við 30 mínútur) þar sem kvika á auðvelda leið til yfirborðs vegna fyrri umbrota. Hraun nær að Grindavíkurvegi innan við 4 klst. Eldgos við Hagafell – Líkt og 14. janúar 2024 Aðdragandi: Smáskjálftavirkni á Sundhnúksgígaröðinni sem byrjar við Sýlingarfell og færist suður. Aflögun yfir kvikuganginum. Líklegur fyrirvari um 1 – 3 klst. frá því að fyrstu skjálftar mælast og eldgos hefst. Hraun nær að varnargörðum við Grindavík á 1 klst. Kvikuinnskot sem nær suður fyrir Hagafell mun líklega valda verulegum sprunguhreyfingum í Grindavík. Eldgos innan varnargarða við Grindavík Aðdragandi: Smáskjálftavirkni á Sundhnúksgígaröðinni sem byrjar við Sýlingarfell og færist suður. Aflögun yfir kvikuganginum. Líklegur fyrirvari um 1 – 5 klst. frá því að fyrstu skjálftar mælast og eldgos hefst. Sá möguleiki er fyrir hendi að gossprunga opnist innan varnargarða án þess að gos sé hafið við Hagafell, eins og gerðist 14. janúar þegar ný gossprunga opnaðist rétt við bæjarmörkin um 4 klukkustundum eftir að gos hófst við Hagafell. Kvikuinnskot sem nær suður fyrir Hagafell mun líklega valda verulegum sprunguhreyfingum í Grindavík. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fleiri fréttir Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Sjá meira
„Eldgos gæti hafist með mjög stuttum fyrirvara, jafnvel innan við 30 mínútur,“ segir í nýrri frétt á vef Veðurstofunnar. Þar kemur einnig fram að líklegast sé að gos komi upp á svæðinu milli Stóra-Skógfells og Hagafells Í frétt Veðurstofunnar segir að mögulegt sé að kvikuhlaup fari af stað án þess að til eldgoss komi. Nýjustu líkanreikningar Veðurstofunnar sýna nú að um 7.6 milljónir rúmmetra af kviku hafa safnast fyrir undir Svartsengi. Ef horft sé til aðdraganda fyrri eldgosa á Sundhnúksgígaröðinni aukist líkur á eldgosi þegar magnið hefur náð 8 til 13 milljón rúmmetrum. „Ef kvikusöfnun heldur áfram með sama hætti nást neðri mörk á morgun,“ segir í fréttinni. Þá kemur fram að skjálftavirkni hafi aukist örlítið um helgina og að mesta virknin hafi verið rétt austan við Sýlingarfell. Staðsetning skjálftavirkninnar er sögð á þeim slóðum þar sem talið er að austurendi kvikuinnskotsins undir Svartsengi liggi. Það sé sambærilegt þeirri skjálftavirkni sem sést hefur dagana fyrir eldgos. Uppfært hættumat Í ljósi þessa hefur Veðurstofan uppfært hættumat fyrir umbrotasvæðin. Auknar líkur á eldgosi og þar með eldgosavá því tengdu hefur áhrif á hættumatið. Hættustig hefur verið aukið á nokkrum svæðum. Óbreyttur litur er á svæði 4 – Grindavík – en engu að síður er aukin hætta innan þess svæðis vegna mögulegs hraunflæðis. Sama gildir um svæði 1 – Svartsengi. Nýtt hættumat þann 26.2.2024Veðurstofan Engar verulegar landbreytingar sjást innan Grindavíkur á GPS eða gervihnattagögnum. En líklegt er að nýjar sprungur komi í ljós á yfirborði þegar snjór bráðnar eða þegar jarðvegur hreyfist vegna úrkomu og fellur ofan í sprungur sem þegar hafa myndast. Líklegar sviðsmyndir Þá kemur fram að það sé áfram mat vísindamanna að ef til eldgoss kemur sé líklegast að kvikan leiti frá Svartsengi yfir í Sundhnúksgígaröðina og að gos komi upp á svæðinu milli Stóra-Skógfells og Hagafells. Merki um að kvika sé að brjóta sér leið upp til yfirborðs mun þá koma fram í skyndilegri, staðbundinni og ákafri smáskjálftavirkni. Ef horft sé til fyrri eldgosa á svæðinu gæti eldgos hafist með litlum fyrirvara, innan við 30 mínútur, allt eftir því hvar á Sundhnúksgígaröðinni kvika kemur upp. Eldgos milli Sýlingarfells og Stóra-Skógfells – Líkt og 18. desember 2023 og 8. febrúar 2024 Aðdragandi: Skyndileg, staðbundin og áköf smáskjálftavirkni. Aflögun yfir kvikuganginum. Mjög stuttur fyrirvari (innan við 30 mínútur) þar sem kvika á auðvelda leið til yfirborðs vegna fyrri umbrota. Hraun nær að Grindavíkurvegi innan við 4 klst. Eldgos við Hagafell – Líkt og 14. janúar 2024 Aðdragandi: Smáskjálftavirkni á Sundhnúksgígaröðinni sem byrjar við Sýlingarfell og færist suður. Aflögun yfir kvikuganginum. Líklegur fyrirvari um 1 – 3 klst. frá því að fyrstu skjálftar mælast og eldgos hefst. Hraun nær að varnargörðum við Grindavík á 1 klst. Kvikuinnskot sem nær suður fyrir Hagafell mun líklega valda verulegum sprunguhreyfingum í Grindavík. Eldgos innan varnargarða við Grindavík Aðdragandi: Smáskjálftavirkni á Sundhnúksgígaröðinni sem byrjar við Sýlingarfell og færist suður. Aflögun yfir kvikuganginum. Líklegur fyrirvari um 1 – 5 klst. frá því að fyrstu skjálftar mælast og eldgos hefst. Sá möguleiki er fyrir hendi að gossprunga opnist innan varnargarða án þess að gos sé hafið við Hagafell, eins og gerðist 14. janúar þegar ný gossprunga opnaðist rétt við bæjarmörkin um 4 klukkustundum eftir að gos hófst við Hagafell. Kvikuinnskot sem nær suður fyrir Hagafell mun líklega valda verulegum sprunguhreyfingum í Grindavík.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fleiri fréttir Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Sjá meira