Blikar horfa út fyrir landsteinana Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 26. febrúar 2024 23:01 Daniel Obbekjær er að mestu alinn upp hjá OB. Hann á að baki fjölda landsleikja fyrir yngri landslið Danmerkur. OB Breiðablik er í þann mund að semja við tvo leikmenn frá Skandinavíu sem munu leika með liðinu í Bestu deild karla í knattspyrnu á komandi leiktíð. Annar er Dani sem spilaði síðast í Færeyjum og hinn er norskur framherji sem hefur nær eingöngu spilað í heimalandinu. Fótbolti.net greinir frá því að danski miðvörðurinn Daniel Obbekjær sé að ganga í raðir Breiðabliks. Um er að ræða réttfættan miðvörð sem er 1.94 metri á hæð. Undanfarin tvö ár hefur Obbekjær spilað með 07 Vestur í Færeyjum. Hann á að baki tvo leiki fyrir OB í dönsku úrvalsdeildinni sem og hann hefur spilað á Ítalíu og í Kanada. Norski fjölmiðillinn Nettavisen greinir frá því að Benjamin Stokke, 33 ára gamall framherji, sé við það að ganga í raðir Breiðabliks. Hann hefur nær allan sinn feril leikið í Noregi ef frá er talið eitt tímabil með Randers í Danmörku. Þar lék hann 34 leiki í efstu deild og skoraði fimm mörk. Í Noegi hefur hann leikið með Mjöndalen, Vålerenga, Levanger, Sandefjord og nú síðast Kristiansund. Þar var hann liðsfélagi Brynjólfs Darra Willumssonar en sá er uppalinn hjá Breiðabliki. Stokke var öflugur upp við mark andstæðinganna á síðustu leiktíð og skoraði alls 17 mörk í 34 leikjum þegar Kristiansund tryggði sér sæti í norsku úrvalsdeildinni á nýjan leik. Hann er nú samningslaus og virðist vera á leið í Kópavoginn. Stokke hefur spilað víða á ferlinum. Þar á meðal með Vålerenga.Vålerenga Miklar breytingar hafa orðið á liði Blika á milli ára en Halldór Árnason tók við þjálfun liðsins undir lok síðasta tímabil eftir að hafa verið aðstoðarþjálfari Óskars Hrafns Þorvaldssonar. Anton Logi Lúðvíksson elti Óskar Hrafn til Haugesund. Ágúst Eðvald Hlynsson og Davíð Ingvarsson fóru til Danmerkur, Ágúst Orri Þorsteinsson fór til Genoa á Ítalíu, Gísli Eyjólfsson til Svíþjóðar, Klæmint Olsen aftur til NSÍ í Færeyjum og Oliver Stefánsson til ÍA. Blikar hafa líka verið duglegir að fá til sín leikmenn en Aron Bjarnason kom frá Sirius í Svíþjóð. Arnór Gauti Jónsson kom frá Fylki og uppaldi Blikinn Kristinn Jónsson kom frá KR. Breiðablik mætir FH þann 8 apríl næstkomandi í 1. umferð Bestu deildar karla. Fótbolti Íslenski boltinn Breiðablik Besta deild karla Mest lesið Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Körfubolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Handbolti Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Enski boltinn Fleiri fréttir Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt Sjá meira
Fótbolti.net greinir frá því að danski miðvörðurinn Daniel Obbekjær sé að ganga í raðir Breiðabliks. Um er að ræða réttfættan miðvörð sem er 1.94 metri á hæð. Undanfarin tvö ár hefur Obbekjær spilað með 07 Vestur í Færeyjum. Hann á að baki tvo leiki fyrir OB í dönsku úrvalsdeildinni sem og hann hefur spilað á Ítalíu og í Kanada. Norski fjölmiðillinn Nettavisen greinir frá því að Benjamin Stokke, 33 ára gamall framherji, sé við það að ganga í raðir Breiðabliks. Hann hefur nær allan sinn feril leikið í Noregi ef frá er talið eitt tímabil með Randers í Danmörku. Þar lék hann 34 leiki í efstu deild og skoraði fimm mörk. Í Noegi hefur hann leikið með Mjöndalen, Vålerenga, Levanger, Sandefjord og nú síðast Kristiansund. Þar var hann liðsfélagi Brynjólfs Darra Willumssonar en sá er uppalinn hjá Breiðabliki. Stokke var öflugur upp við mark andstæðinganna á síðustu leiktíð og skoraði alls 17 mörk í 34 leikjum þegar Kristiansund tryggði sér sæti í norsku úrvalsdeildinni á nýjan leik. Hann er nú samningslaus og virðist vera á leið í Kópavoginn. Stokke hefur spilað víða á ferlinum. Þar á meðal með Vålerenga.Vålerenga Miklar breytingar hafa orðið á liði Blika á milli ára en Halldór Árnason tók við þjálfun liðsins undir lok síðasta tímabil eftir að hafa verið aðstoðarþjálfari Óskars Hrafns Þorvaldssonar. Anton Logi Lúðvíksson elti Óskar Hrafn til Haugesund. Ágúst Eðvald Hlynsson og Davíð Ingvarsson fóru til Danmerkur, Ágúst Orri Þorsteinsson fór til Genoa á Ítalíu, Gísli Eyjólfsson til Svíþjóðar, Klæmint Olsen aftur til NSÍ í Færeyjum og Oliver Stefánsson til ÍA. Blikar hafa líka verið duglegir að fá til sín leikmenn en Aron Bjarnason kom frá Sirius í Svíþjóð. Arnór Gauti Jónsson kom frá Fylki og uppaldi Blikinn Kristinn Jónsson kom frá KR. Breiðablik mætir FH þann 8 apríl næstkomandi í 1. umferð Bestu deildar karla.
Fótbolti Íslenski boltinn Breiðablik Besta deild karla Mest lesið Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Körfubolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Handbolti Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Enski boltinn Fleiri fréttir Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt Sjá meira