Viðskipti innlent

Ómar segir skilið við Securitas

Árni Sæberg skrifar
Ómar hefur verið forstjóri Securitas frá árinu 2017.
Ómar hefur verið forstjóri Securitas frá árinu 2017. Aðsend

Ómar Svavarsson hefur komist að samkomulagi við stjórn Securitas um starfslok eftir að hafa gegnt starfi forstjóra frá júlí árið 2017. Hann lætur strax af daglegum störfum en verður félaginu innan handar þar til eftirmaður hans hefur verið ráðinn.

Í fréttatilkynningu þess efnis segir að Jóhann Gunnar Jóhannsson, fjármálastjóri Securitas, taki við hlutverki forstjóra þar til nýr forstjóri hefur verið ráðinn.

„Ég vil þakka Ómari fyrir gott samstarf síðustu 7 árin og óska honum velfarnaðar á nýjum vettvangi. Félagið hefur vaxið og dafnað í hans forstjóratíð og hefur þess á meðal flutt í nýjar höfuðstöðvar og farsællega tekist á við ýmsar áskoranir,“ er haft eftir Guðlaugu Kristbjörgu Kristinsdóttir, stjórnarformanni Securitas.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×