Bryndís um sigurmarkið: „Vissi ekki hvað ég átti að gera við mig“ Andri Már Eggertsson skrifar 27. febrúar 2024 18:08 Bryndís Arna Níelsdóttir skoraði sigurmarkið gegn Serbíu Vísir/Hulda Margrét Ísland vann 2-1 sigur gegn Serbíu og tryggði sér áframhaldandi veru í A-deild Þjóðadeildar kvenna í fótbolta. Bryndís Arna Níelsdóttir skoraði sigurmarkið og var í skýjunum eftir leik. „Ég á ekki orð til að lýsa þessu. Mér líður ógeðslega vel og að hafa náð marki á þessum tíma var geggjað,“ sagði Bryndís og hélt áfram að segja frá sigurmarkinu sem var hennar fyrsta landsliðsmark. „Sveindís fékk boltann inn fyrir vörnina og ég hljóp eins hratt og ég gat til að komast framhjá varnarmanninum og síðan sá ég boltann i netinu og þá vissi ég ekki hvað ég átti að gera við mig.“ Ísland lenti undir í leiknum og Bryndísi fannst ýmislegt vanta upp á í marki gestanna. „Þetta var einbeitingarleysi í byrjun þegar þær skoruðu. Mér fannst við svara vel og við vorum að skapa færi í fyrri hálfleik og í síðari hálfleik fannst mér góð orka í okkur.“ „Þegar við jöfnuðum þá þurftum við bara að bæta við einu marki til þess að klára þetta og mér fannst orkan vera með okkur og við náðum að klára þær.“ Bryndís var gríðarlega ánægð með að hafa klárað einvígið og þá staðreynd að íslenska kvennalandsliðið muni leika áfram í A-deild þjóðadeildar. „Þær voru sterkar og við vissum að þetta yrði erfitt einvígi. Fyrsti leikurinn var smá vonbrigði en við komum inn í þennan leik af krafti og gerðum það sem við þurftum til þess að klára þetta. Það var gríðarlega mikilvægt að halda sér í A-deild og við erum sáttar,“ sagði Bryndís Arna Níelsdóttir ánægð með sigurinn. Þjóðadeild kvenna í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ Handbolti „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Golf „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Körfubolti Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Körfubolti Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Handbolti Fleiri fréttir Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Krakkakrúttin stálu sviðsljósinu á miðvikudegi fyrir Mastersmótið Þrír aðstoða Pekka með landsliðið Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Látinn laus eftir handtöku vegna meints heimilisofbeldis Elín Metta má spila með Val Beta barði trommuna í belgísku víkingaklappi Sjáðu glæsimörkin úr Meistaradeildinni í gær Fylgstu með þessum tíu á Masters Jokic tjáir sig um óvæntan brottrekstur þjálfarans Masters hefst í kvöld: Allra augu á Rory McIlroy Sjá meira
„Ég á ekki orð til að lýsa þessu. Mér líður ógeðslega vel og að hafa náð marki á þessum tíma var geggjað,“ sagði Bryndís og hélt áfram að segja frá sigurmarkinu sem var hennar fyrsta landsliðsmark. „Sveindís fékk boltann inn fyrir vörnina og ég hljóp eins hratt og ég gat til að komast framhjá varnarmanninum og síðan sá ég boltann i netinu og þá vissi ég ekki hvað ég átti að gera við mig.“ Ísland lenti undir í leiknum og Bryndísi fannst ýmislegt vanta upp á í marki gestanna. „Þetta var einbeitingarleysi í byrjun þegar þær skoruðu. Mér fannst við svara vel og við vorum að skapa færi í fyrri hálfleik og í síðari hálfleik fannst mér góð orka í okkur.“ „Þegar við jöfnuðum þá þurftum við bara að bæta við einu marki til þess að klára þetta og mér fannst orkan vera með okkur og við náðum að klára þær.“ Bryndís var gríðarlega ánægð með að hafa klárað einvígið og þá staðreynd að íslenska kvennalandsliðið muni leika áfram í A-deild þjóðadeildar. „Þær voru sterkar og við vissum að þetta yrði erfitt einvígi. Fyrsti leikurinn var smá vonbrigði en við komum inn í þennan leik af krafti og gerðum það sem við þurftum til þess að klára þetta. Það var gríðarlega mikilvægt að halda sér í A-deild og við erum sáttar,“ sagði Bryndís Arna Níelsdóttir ánægð með sigurinn.
Þjóðadeild kvenna í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ Handbolti „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Golf „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Körfubolti Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Körfubolti Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Handbolti Fleiri fréttir Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Krakkakrúttin stálu sviðsljósinu á miðvikudegi fyrir Mastersmótið Þrír aðstoða Pekka með landsliðið Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Látinn laus eftir handtöku vegna meints heimilisofbeldis Elín Metta má spila með Val Beta barði trommuna í belgísku víkingaklappi Sjáðu glæsimörkin úr Meistaradeildinni í gær Fylgstu með þessum tíu á Masters Jokic tjáir sig um óvæntan brottrekstur þjálfarans Masters hefst í kvöld: Allra augu á Rory McIlroy Sjá meira