Erlent

72 skot­vopn gerð upp­tæk á heimili franskrar kvik­mynda­stjörnu

Atli Ísleifsson skrifar
Alain Delon á kvikmyndahátíðinni í Cannes árið 2019.
Alain Delon á kvikmyndahátíðinni í Cannes árið 2019. EPA

Lögregla í Frakklandi hefur lagt hald á 72 skotvopn og rúmlega þrjú þúsund skotfæri á heimili frönsku kvikmyndastjörnunnar Alain Delon.

Le Monde greinir frá þessu. Lögregla framkvæmdi húsleit á heimili hins 88 ára gamla leikara í Douchy-Montcorbon, um 135 kílómetra suður af höfuðborginni París, en á lóð leikarans fannst sömuleiðis skotvöllur.

Saksóknarinn Jean-Cedrix Gaux segir að Delon hafi ekki haft leyfi fyrir skotvopnunum og hafi þau því verið gerð upptæk.

Delon er ein af stjórstjörnum franskrar kvikmyndasögu og fór með aðalhlutverk í kvikmyndum á borð við Borsolino og Samúræinn á sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar.

Delon hefur glímt við veikindi síðustu ár eftir að hafa fengið heilablóðfall árið 1999.

Delon kom síðast fram opinberlega 1999 þegar hann tók við heiðursverðlaunum á kvikmyndahátíðinni í Cannes. Þá var hann viðstaddur jarðarför vinar síns, kvikmyndastjörnunnar Jean-Paul Belmondo í París árið 1999.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×