„Leyfðu öðrum að njóta lífsins og klæða sig eins og það vill“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 2. mars 2024 11:30 Mariane Sól er viðmælandi í Tískutali. Aðsend Samfélagsmiðlastjórinn Mariane Sól Úlfarsdóttir elskar tískuna og tileinkar sér vistvænar leiðir í fatavali. Hún er í hópi kvenna sem standa fyrir forritinu Regn sem selur notuð föt, elskar að klæða sig upp og 35 ára gamall jakki er í algjöru uppáhaldi hjá henni. Mariane er viðmælandi í Tískutali. Tískutal er fastur liður á Vísi þar sem rætt er við ólíka einstaklinga um þeirra persónulega stíl og hvernig tíska nýtist þeim í daglegu lífi. Klæðaburður er sannarlega fjölbreytt listform en við fáum að skyggnast inn í ólíka fataskápa og fræðast nánar um það merkilega tjáningarform sem tíska er fyrir hverjum og einum viðmælanda. Mariane Sól segir fátt veita sér meiri innblástur en tískuna. Aðsend Hvað finnst þér skemmtilegast við tískuna? Það er fátt sem fyllir mig af jafn miklum innblæstri og tíska, það er líklega það skemmtilegasta. Tíska er svo áhugaverð leið til að tjá sig og sömuleiðis til að kynnast karakter fólks betur. Það er virkilega gaman sjá hvernig aðrir nálgast klæðaburð allt öðruvísi en maður sjálfur sem jafnvel breytir því hvernig maður hugsar um tísku. Mariane Sól elskar að sjá hvernig fólk tjáir sig á fjölbreyttan máta í gegnum tískuna.Aðsend Hver er uppáhalds flíkin þín og af hverju? Þær eru margar en í augnablikinu er það Second Hand Kenzo gallajakki sem tengdamamma mín gaf mér en hún keypti hann fyrir 35 árum í París. Ég var búin að vera leita af hinum fullkomna gallajakka í nokkur ár núna en fann aldrei neinn þar til ég fékk þennan gullmola í hendurnar. Hann er í sérstöku uppáhaldi bæði vegna sögunnar á bak við hann en líka því hann er svo skemmtilegur í sniðinu. Gallajakkinn er 35 ára gamall og á skemmtilega sögu. Aðsend Eyðirðu miklum tíma í að velja föt hverju sinni? Dagsdaglega þá alls ekki, frekar eyði ég miklum tíma í að ákveða hvaða fötum ég fjárfesti í. Hins vegar er sagan önnur ef ég er að velja föt fyrir sérstakt tilefni, þá tek ég mér góðan tíma og jafnvel ofhugsa valið. Mariane Sól segist eiga það til að ofhugsa þegar hún er að klæða sig upp.Aðsend Hvernig myndirðu lýsa stílnum þínum? Ég myndi lýsa honum sem kvenlegum og rómantískum með „sporty“ ívafi, án þess þó að reyna að hljóma of háfleyg. Mariane Sól lýsir stílnum sínum sem kvenlegum og rómantískum með sporty ívafi.Aðsend Hefur stíllinn þinn breyst mikið í gegnum tíðina og hvernig þá? Algjörlega! Þegar ég var unglingur fókusaði ég meira á magn yfir gæði og fylgdi kannski frekar tískubylgjum. Ég hugsaði ekki um fataskápinn minn heildstætt, frekar hvað heillaði mig að hverju sinni. Í dag er það öfugt og ég reyni að versla mér einungis flíkur sem ég sé fram á að munu endast, eru úr góðum efnum og ég get notað mikið. Sömuleiðis legg ég mun meiri áherslu á að kaupa notaðar flíkur en áður. Mariane Sól segist leggja meiri áherslu nú á að kaupa notað og vandað. Aðsend Nýturðu þess að klæða þig upp? Mér finnst fátt skemmtilegra en að klæða mig upp. Hvaðan sækirðu innblástur í tískunni? Ég myndi segja að konurnar í lífi mínu veita mér lang mestan innblástur. Ég umgengst svo mikið af ótrúlega flottum og mismunandi konum sem ég lít upp til og elska að draga innblástur frá. Þar á eftir verð ég að segja að ég sæki líka innblástur frá samfélagsmiðlunum Instagram og TikTok þar sem ég fylgist með uppáhalds fastamerkjunum mínum og second hand sölusíðum eins og Regn, Depop o.fl. Mariane Sól sækir mikinn innblástur til kvennanna í lífi sínu. Aðsend Ertu með einhver boð og bönn þegar það kemur að klæðaburði? Ég á almennt mjög erfitt með það ef fólk er að skipta sér af því hvernig aðrir klæða sig, afhverju er fólki ekki sama? Leyfðu bara öðrum að njóta lífsins og klæða sig nákvæmlega eins og það vill. Mín boð og bönn snúa kannski aðallega að neysluvenjum, bara það að reyna fara sem best með fötin sín og frekar að láta gera við flíkur en að fyrsti kostur sé að henda þeim. Mariane Sól á erfitt með það þegar fólk skiptir sér að stíl annarra. Aðsend Hver er eftirminnilegasta flík sem þú hefur klæðst og af hverju? Það mun vera bláa Foxy Saks Potts kápan mín fagra, ég trú varla enn að hún sé mín! Hún var á óskalistanum í mörg ár en hún var alltaf of dýr fyrir mig þar til ég fann hana á lygilegum afslætti og þá var ekki aftur snúið. Sakks Potts kápan er í miklu uppáhaldi hjá Mariane Sól. Aðsend Býrðu yfir einhverju góðu ráði þegar það kemur að tísku? Mitt helsta ráð er að þora og ekki hlusta á gagnrýni frá fólki sem lifir ekki þínu lífi. Tíska og klæðaburður er ekki svona alvarlegt, maður á bara að hafa gaman að tískunni og njóta þess að klæða sig eins og maður vill. Mariane Sól hvetur fólk til þess að taka tískunni ekki of alvarlega og hafa gaman að henni. Aðsend Hér má fylgjast með Mariane Sól á samfélagsmiðlinum Instagram. Tískutal Tíska og hönnun Tengdar fréttir Finnur flottari flíkur í kvenmannsdeildunum Plötusnúðurinn Egill Ásgeirsson setti sér þá reglu að ganga alltaf um í góðum skóm og vellíðan er lykillinn að stílnum hans. Hann elskar að klæða sig upp og sækir tískuinnblástur á samfélagsmiðla. Egill er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 24. febrúar 2024 11:31 Klæðir sig upp í þema fyrir öll möguleg tilefni Lífskúnstnerinn Guðný Björk Halldórsdóttir hefur gríðarlega gaman að tískunni og er óhrædd við að fara eigin leiðir. Hún nýtir hvert tilefni til að klæða sig upp í skemmtileg og frumleg föt og segir að með árunum sé hún farin að taka meiri áhættu. Guðný Björk er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 17. febrúar 2024 11:31 Nýtur þess að setja sig í fyrsta sætið Tískuskvísan og lífskúnstnerinn Tinna Aðalbjörnsdóttir er annar eiganda módelskrifstofunnar Ey Agency og segir tískuna alltaf hafa verið eitt af sínum uppáhalds áhugamálum. Hún er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 10. febrúar 2024 11:31 „Ég hlakka til að klæða mig upp á hverjum morgni“ Fyrirsætan, háskólaneminn og tískuáhugakonan Anna María V. Þorsteinsdóttir hefur frá unga aldri lagt upp úr því að vera alltaf vel til fara og hefur alla tíð haft sterkar skoðanir á því sem hún klæðist. Hún sækir meðal annars innblástur til eldri ítalskra karla og eldri kvenna í Kaupmannahöfn en tískufyrirmyndin er þó móðir hennar. Anna María er viðmælandi í Tískutali. 3. febrúar 2024 11:31 „Glimmerkjóll og pinnahælar henta því miður ekki á róló“ Tískuunnandinn Vaka Vigfúsdóttir starfar hjá mannauðsdeild förðunarrisans Sephora í Kaupmannahöfn og segir tískuna stóran part af sínu lífi. Vaka er alinn upp af fatahönnuði og ljósmyndara sem hefur mótað stíl hennar og sækir hún mikla orku í klæðaburð. Vaka er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 27. janúar 2024 11:30 Klæðir sig til að líða vel en ekki til að sýna sig Kírópraktorinn og tískuunnandinn Guðmundur Birkir Pálmason, betur þekktur sem Gummi Kíró, elskar hvernig tísku, hönnun og list tekst að vekja bæði athygli og tilfinningar. Hann elskar að að klæða sig upp og tjá sig með sínum persónulega stíl en Gummi Kíró er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 20. janúar 2024 11:31 Mest lesið Æskudraumurinn varð að veruleika Lífið Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Lífið Áramótaheitin: Að sjá fyrir sér útkomuna en passa sig á nokkrum gryfjum Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira
Tískutal er fastur liður á Vísi þar sem rætt er við ólíka einstaklinga um þeirra persónulega stíl og hvernig tíska nýtist þeim í daglegu lífi. Klæðaburður er sannarlega fjölbreytt listform en við fáum að skyggnast inn í ólíka fataskápa og fræðast nánar um það merkilega tjáningarform sem tíska er fyrir hverjum og einum viðmælanda. Mariane Sól segir fátt veita sér meiri innblástur en tískuna. Aðsend Hvað finnst þér skemmtilegast við tískuna? Það er fátt sem fyllir mig af jafn miklum innblæstri og tíska, það er líklega það skemmtilegasta. Tíska er svo áhugaverð leið til að tjá sig og sömuleiðis til að kynnast karakter fólks betur. Það er virkilega gaman sjá hvernig aðrir nálgast klæðaburð allt öðruvísi en maður sjálfur sem jafnvel breytir því hvernig maður hugsar um tísku. Mariane Sól elskar að sjá hvernig fólk tjáir sig á fjölbreyttan máta í gegnum tískuna.Aðsend Hver er uppáhalds flíkin þín og af hverju? Þær eru margar en í augnablikinu er það Second Hand Kenzo gallajakki sem tengdamamma mín gaf mér en hún keypti hann fyrir 35 árum í París. Ég var búin að vera leita af hinum fullkomna gallajakka í nokkur ár núna en fann aldrei neinn þar til ég fékk þennan gullmola í hendurnar. Hann er í sérstöku uppáhaldi bæði vegna sögunnar á bak við hann en líka því hann er svo skemmtilegur í sniðinu. Gallajakkinn er 35 ára gamall og á skemmtilega sögu. Aðsend Eyðirðu miklum tíma í að velja föt hverju sinni? Dagsdaglega þá alls ekki, frekar eyði ég miklum tíma í að ákveða hvaða fötum ég fjárfesti í. Hins vegar er sagan önnur ef ég er að velja föt fyrir sérstakt tilefni, þá tek ég mér góðan tíma og jafnvel ofhugsa valið. Mariane Sól segist eiga það til að ofhugsa þegar hún er að klæða sig upp.Aðsend Hvernig myndirðu lýsa stílnum þínum? Ég myndi lýsa honum sem kvenlegum og rómantískum með „sporty“ ívafi, án þess þó að reyna að hljóma of háfleyg. Mariane Sól lýsir stílnum sínum sem kvenlegum og rómantískum með sporty ívafi.Aðsend Hefur stíllinn þinn breyst mikið í gegnum tíðina og hvernig þá? Algjörlega! Þegar ég var unglingur fókusaði ég meira á magn yfir gæði og fylgdi kannski frekar tískubylgjum. Ég hugsaði ekki um fataskápinn minn heildstætt, frekar hvað heillaði mig að hverju sinni. Í dag er það öfugt og ég reyni að versla mér einungis flíkur sem ég sé fram á að munu endast, eru úr góðum efnum og ég get notað mikið. Sömuleiðis legg ég mun meiri áherslu á að kaupa notaðar flíkur en áður. Mariane Sól segist leggja meiri áherslu nú á að kaupa notað og vandað. Aðsend Nýturðu þess að klæða þig upp? Mér finnst fátt skemmtilegra en að klæða mig upp. Hvaðan sækirðu innblástur í tískunni? Ég myndi segja að konurnar í lífi mínu veita mér lang mestan innblástur. Ég umgengst svo mikið af ótrúlega flottum og mismunandi konum sem ég lít upp til og elska að draga innblástur frá. Þar á eftir verð ég að segja að ég sæki líka innblástur frá samfélagsmiðlunum Instagram og TikTok þar sem ég fylgist með uppáhalds fastamerkjunum mínum og second hand sölusíðum eins og Regn, Depop o.fl. Mariane Sól sækir mikinn innblástur til kvennanna í lífi sínu. Aðsend Ertu með einhver boð og bönn þegar það kemur að klæðaburði? Ég á almennt mjög erfitt með það ef fólk er að skipta sér af því hvernig aðrir klæða sig, afhverju er fólki ekki sama? Leyfðu bara öðrum að njóta lífsins og klæða sig nákvæmlega eins og það vill. Mín boð og bönn snúa kannski aðallega að neysluvenjum, bara það að reyna fara sem best með fötin sín og frekar að láta gera við flíkur en að fyrsti kostur sé að henda þeim. Mariane Sól á erfitt með það þegar fólk skiptir sér að stíl annarra. Aðsend Hver er eftirminnilegasta flík sem þú hefur klæðst og af hverju? Það mun vera bláa Foxy Saks Potts kápan mín fagra, ég trú varla enn að hún sé mín! Hún var á óskalistanum í mörg ár en hún var alltaf of dýr fyrir mig þar til ég fann hana á lygilegum afslætti og þá var ekki aftur snúið. Sakks Potts kápan er í miklu uppáhaldi hjá Mariane Sól. Aðsend Býrðu yfir einhverju góðu ráði þegar það kemur að tísku? Mitt helsta ráð er að þora og ekki hlusta á gagnrýni frá fólki sem lifir ekki þínu lífi. Tíska og klæðaburður er ekki svona alvarlegt, maður á bara að hafa gaman að tískunni og njóta þess að klæða sig eins og maður vill. Mariane Sól hvetur fólk til þess að taka tískunni ekki of alvarlega og hafa gaman að henni. Aðsend Hér má fylgjast með Mariane Sól á samfélagsmiðlinum Instagram.
Tískutal Tíska og hönnun Tengdar fréttir Finnur flottari flíkur í kvenmannsdeildunum Plötusnúðurinn Egill Ásgeirsson setti sér þá reglu að ganga alltaf um í góðum skóm og vellíðan er lykillinn að stílnum hans. Hann elskar að klæða sig upp og sækir tískuinnblástur á samfélagsmiðla. Egill er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 24. febrúar 2024 11:31 Klæðir sig upp í þema fyrir öll möguleg tilefni Lífskúnstnerinn Guðný Björk Halldórsdóttir hefur gríðarlega gaman að tískunni og er óhrædd við að fara eigin leiðir. Hún nýtir hvert tilefni til að klæða sig upp í skemmtileg og frumleg föt og segir að með árunum sé hún farin að taka meiri áhættu. Guðný Björk er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 17. febrúar 2024 11:31 Nýtur þess að setja sig í fyrsta sætið Tískuskvísan og lífskúnstnerinn Tinna Aðalbjörnsdóttir er annar eiganda módelskrifstofunnar Ey Agency og segir tískuna alltaf hafa verið eitt af sínum uppáhalds áhugamálum. Hún er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 10. febrúar 2024 11:31 „Ég hlakka til að klæða mig upp á hverjum morgni“ Fyrirsætan, háskólaneminn og tískuáhugakonan Anna María V. Þorsteinsdóttir hefur frá unga aldri lagt upp úr því að vera alltaf vel til fara og hefur alla tíð haft sterkar skoðanir á því sem hún klæðist. Hún sækir meðal annars innblástur til eldri ítalskra karla og eldri kvenna í Kaupmannahöfn en tískufyrirmyndin er þó móðir hennar. Anna María er viðmælandi í Tískutali. 3. febrúar 2024 11:31 „Glimmerkjóll og pinnahælar henta því miður ekki á róló“ Tískuunnandinn Vaka Vigfúsdóttir starfar hjá mannauðsdeild förðunarrisans Sephora í Kaupmannahöfn og segir tískuna stóran part af sínu lífi. Vaka er alinn upp af fatahönnuði og ljósmyndara sem hefur mótað stíl hennar og sækir hún mikla orku í klæðaburð. Vaka er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 27. janúar 2024 11:30 Klæðir sig til að líða vel en ekki til að sýna sig Kírópraktorinn og tískuunnandinn Guðmundur Birkir Pálmason, betur þekktur sem Gummi Kíró, elskar hvernig tísku, hönnun og list tekst að vekja bæði athygli og tilfinningar. Hann elskar að að klæða sig upp og tjá sig með sínum persónulega stíl en Gummi Kíró er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 20. janúar 2024 11:31 Mest lesið Æskudraumurinn varð að veruleika Lífið Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Lífið Áramótaheitin: Að sjá fyrir sér útkomuna en passa sig á nokkrum gryfjum Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira
Finnur flottari flíkur í kvenmannsdeildunum Plötusnúðurinn Egill Ásgeirsson setti sér þá reglu að ganga alltaf um í góðum skóm og vellíðan er lykillinn að stílnum hans. Hann elskar að klæða sig upp og sækir tískuinnblástur á samfélagsmiðla. Egill er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 24. febrúar 2024 11:31
Klæðir sig upp í þema fyrir öll möguleg tilefni Lífskúnstnerinn Guðný Björk Halldórsdóttir hefur gríðarlega gaman að tískunni og er óhrædd við að fara eigin leiðir. Hún nýtir hvert tilefni til að klæða sig upp í skemmtileg og frumleg föt og segir að með árunum sé hún farin að taka meiri áhættu. Guðný Björk er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 17. febrúar 2024 11:31
Nýtur þess að setja sig í fyrsta sætið Tískuskvísan og lífskúnstnerinn Tinna Aðalbjörnsdóttir er annar eiganda módelskrifstofunnar Ey Agency og segir tískuna alltaf hafa verið eitt af sínum uppáhalds áhugamálum. Hún er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 10. febrúar 2024 11:31
„Ég hlakka til að klæða mig upp á hverjum morgni“ Fyrirsætan, háskólaneminn og tískuáhugakonan Anna María V. Þorsteinsdóttir hefur frá unga aldri lagt upp úr því að vera alltaf vel til fara og hefur alla tíð haft sterkar skoðanir á því sem hún klæðist. Hún sækir meðal annars innblástur til eldri ítalskra karla og eldri kvenna í Kaupmannahöfn en tískufyrirmyndin er þó móðir hennar. Anna María er viðmælandi í Tískutali. 3. febrúar 2024 11:31
„Glimmerkjóll og pinnahælar henta því miður ekki á róló“ Tískuunnandinn Vaka Vigfúsdóttir starfar hjá mannauðsdeild förðunarrisans Sephora í Kaupmannahöfn og segir tískuna stóran part af sínu lífi. Vaka er alinn upp af fatahönnuði og ljósmyndara sem hefur mótað stíl hennar og sækir hún mikla orku í klæðaburð. Vaka er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 27. janúar 2024 11:30
Klæðir sig til að líða vel en ekki til að sýna sig Kírópraktorinn og tískuunnandinn Guðmundur Birkir Pálmason, betur þekktur sem Gummi Kíró, elskar hvernig tísku, hönnun og list tekst að vekja bæði athygli og tilfinningar. Hann elskar að að klæða sig upp og tjá sig með sínum persónulega stíl en Gummi Kíró er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 20. janúar 2024 11:31