Aukin skjálftavirkni og þolmörk að nálgast Sunna Sæmundsdóttir skrifar 28. febrúar 2024 11:39 Benedikt G. Ófeigsson, fagstóri aflögunarmælinga hjá Veðurstofu Íslands, segir að gos geti í raun hafist henær sem er. vísir/arnar Skjálftavirkni við kvikuganginn á Reykjanesskaga hefur aukist sem bendir til þess að kvikumagnið sé komið að þolmörkum. Fagstjóri hjá Veðurstofunni segir áhyggjuefni að fólk sé að gista í Grindavík en vonar að það sé tilbúið að yfirgefa bæinn í flýti. Kvikumagnið undir Svartsengi stendur nú í um átta milljón rúmmetrum að sögn Benedikts Ófeigssonar, fagstjóra aflögunarmælinga hjá Veðurstofu Íslands. Það eru neðri mörkin miðað við það sem hlaupið hefur úr hólfinu í síðustu gosum „Þetta er að vaxa um svona hálfa milljón á dag þannnig að við nálgumst þetta „besta“ gildi miðað við matið á því sem fór út, sem er í kringum tíu. Það næst kannski á föstudag eða laugardag. Staðan er bara þannig núna að við getum búist við gosi hvenær sem er,“ segir Benedikt. Tvö hundruð Laugardalslaugar á dag Til að setja magnið sem streymir daglega inn í kvikuhólfið í samhengi má nefna að í innisundlaug Laugardalslaugar eru um 2.500 rúmmetrar af vatni. Því má segja að kvika sem myndi fylla tvö hundruð slíkar laugar bætist þar við á hverjum degi. Um þessar mundir er gist í um tíu húsum í Grindavík.vísir/Vilhelm Langlíklegast er talið að kvikan komi upp á svipuðum slóðum og síðast eða á svæðinu milli Stóra-Skógfells og Hagafells. Talsvert var um skjálfta við kikuganginn í nótt og smáskjálftahrina á fjórða tímanum. „Það er eins og virknin sé aðeins að aukast í kringum þetta, sem bendir til þess að þetta sé að nálgast einhver brotmörk. Þetta er svona farið að nálgast þau mörk sem þetta þolir og þá fer að sjást aðeins meiri virkni í kringum þetta,“ segir Benedikt. Eldgos gæti hafist með mjög stuttum fyrirvara, jafnvel innan við þrjátíu mínútna. Samkvæmt upplýsingum frá almannavörnum er gist í um tíu húsum í Grindavík. „Það er alltaf aðeins áhyggjuefni að fólk sé að gista þarna en þetta er náttúrulega fólk sem veit hvað er að fara gerast og er tilbúið. Eins og þau hafa talað virðast þau klár í að fara hvenær sem er, hvort sem það sé að nóttu eða degi. Þannig ég vona bara að það sé staðan,“ segir Benedikt. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Almannavarnir Grindavík Mest lesið Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Fleiri fréttir Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Sjá meira
Kvikumagnið undir Svartsengi stendur nú í um átta milljón rúmmetrum að sögn Benedikts Ófeigssonar, fagstjóra aflögunarmælinga hjá Veðurstofu Íslands. Það eru neðri mörkin miðað við það sem hlaupið hefur úr hólfinu í síðustu gosum „Þetta er að vaxa um svona hálfa milljón á dag þannnig að við nálgumst þetta „besta“ gildi miðað við matið á því sem fór út, sem er í kringum tíu. Það næst kannski á föstudag eða laugardag. Staðan er bara þannig núna að við getum búist við gosi hvenær sem er,“ segir Benedikt. Tvö hundruð Laugardalslaugar á dag Til að setja magnið sem streymir daglega inn í kvikuhólfið í samhengi má nefna að í innisundlaug Laugardalslaugar eru um 2.500 rúmmetrar af vatni. Því má segja að kvika sem myndi fylla tvö hundruð slíkar laugar bætist þar við á hverjum degi. Um þessar mundir er gist í um tíu húsum í Grindavík.vísir/Vilhelm Langlíklegast er talið að kvikan komi upp á svipuðum slóðum og síðast eða á svæðinu milli Stóra-Skógfells og Hagafells. Talsvert var um skjálfta við kikuganginn í nótt og smáskjálftahrina á fjórða tímanum. „Það er eins og virknin sé aðeins að aukast í kringum þetta, sem bendir til þess að þetta sé að nálgast einhver brotmörk. Þetta er svona farið að nálgast þau mörk sem þetta þolir og þá fer að sjást aðeins meiri virkni í kringum þetta,“ segir Benedikt. Eldgos gæti hafist með mjög stuttum fyrirvara, jafnvel innan við þrjátíu mínútna. Samkvæmt upplýsingum frá almannavörnum er gist í um tíu húsum í Grindavík. „Það er alltaf aðeins áhyggjuefni að fólk sé að gista þarna en þetta er náttúrulega fólk sem veit hvað er að fara gerast og er tilbúið. Eins og þau hafa talað virðast þau klár í að fara hvenær sem er, hvort sem það sé að nóttu eða degi. Þannig ég vona bara að það sé staðan,“ segir Benedikt.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Almannavarnir Grindavík Mest lesið Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Fleiri fréttir Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Sjá meira