Ten Hag segir Bruno vera með mjög háan sársaukaþröskuld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. febrúar 2024 12:00 Bruno Fernandes lagði upp markið sem kom Manchester United í næstu umferð enska bikarsins. Getty/ Catherine Ivill Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, sakaði leikmenn Nottingham Forest um að vera með skotmark á Bruno Fernandes í bikarleiknum í gærkvöldi og segir að gagnrýnin á leikaraskap Portúgalann sé hreinlega aumkunarverð. Fernandes átti aukaspyrnuna sem bjó til sigurmark Casemiro rétt fyrir leikslok. Fyrir vikið tryggði United sér leik á móti Liverpool í átta liða úrslitunum. „Þú sást að leikmenn Forest ætluðu sér að ná honum. Þeir brutu mikið á honum og þeir gáfu honum ekkert pláss þegar hann átti að fá boltann,“ sagði Erik ten Hag. ESPN segir frá. Hinn 29 ára gamli miðjumaður sást haltra í leiknum og Ten Hag talaði um ósanngjarna umræðu um leikaraskap Portúgalans. Bruno Fernandes has now scored or assisted 15 goals this season, he's now been involved in 15+ goals each season he has played for Manchester United:2019/20 ~ 12 8 2020/21 ~ 28 18 2021/22 ~ 10 14 2022/23 ~ 14 13 2023/24 ~ 7 8 Magnifico. pic.twitter.com/g3rFZsrWbI— Statman Dave (@StatmanDave) February 28, 2024 Bruno fékk á sig mikla gagnrýni eftir Fulham leikinn um helgina. Þá lá hann í grasinu eftir að því virtist litla snertingu en stökk síðan upp til að taka þátt í lofandi sókn. „Ég sé að samfélagsmiðlarnir eru að gagnrýna hann. Það er aumkunarvert. Hann meiddist alvarlega en hélt samt áfram að spila á laugardaginn. Hann barðist líka fyrir því að vera hluti af þessum leik,“ sagði Ten Hag. Hollenski stjórinn vildi þó ekki tala um hver þessi alvarlegu meiðsli væru. Ten Hag segir að Bruno hafi verið að spila í gegnum sársaukann í leiknum í gær. „Hann hefur mjög háan sársaukaþröskuld og í fyrra gerði hann svipað á móti Tottenham og að ég held í undanúrslitaleiknum á móti Brighton. Það sýnir leiðtogahæfileika hans,“ sagði Ten Hag. Nuno Espirito Santo, knattspyrnustjóri Nottingham Forest, tók ekki undir þessa gagnrýni Ten Hag. „Ég sá ekki það sem Erik sá. Fernandes er mjög góður leikmaður. Það þarf að hafa stjórn á honum. Við gerðum það á sanngjarnan hátt,“ sagði Nuno Espirito Santo. Is criticism of Bruno Fernandes unfair?#BBCFootball pic.twitter.com/4UeCSJXRUX— Match of the Day (@BBCMOTD) February 28, 2024 Enski boltinn Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Maguire hetja United í bikarnum Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Loftpúði sprakk hjá Hófí Dóru á HM: „Eins og að vera kýld í loftinu“ Sport Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Uppgjörið: Valur - Höttur | Valsmenn keyrðu yfir Hött í fyrri hálfleik Körfubolti Fleiri fréttir Maguire hetja United í bikarnum Unai Emery býst við miklu af Rashford Rodri í Meistaradeildarhópi Manchester City Sjáðu mörkin sem skutu Liverpool á Wembley „Félagið setur mig í skítastöðu“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Newcastle lét draum Víkings rætast Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Arteta vonsvikinn Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Martínez með slitið krossband Sjá meira
Fernandes átti aukaspyrnuna sem bjó til sigurmark Casemiro rétt fyrir leikslok. Fyrir vikið tryggði United sér leik á móti Liverpool í átta liða úrslitunum. „Þú sást að leikmenn Forest ætluðu sér að ná honum. Þeir brutu mikið á honum og þeir gáfu honum ekkert pláss þegar hann átti að fá boltann,“ sagði Erik ten Hag. ESPN segir frá. Hinn 29 ára gamli miðjumaður sást haltra í leiknum og Ten Hag talaði um ósanngjarna umræðu um leikaraskap Portúgalans. Bruno Fernandes has now scored or assisted 15 goals this season, he's now been involved in 15+ goals each season he has played for Manchester United:2019/20 ~ 12 8 2020/21 ~ 28 18 2021/22 ~ 10 14 2022/23 ~ 14 13 2023/24 ~ 7 8 Magnifico. pic.twitter.com/g3rFZsrWbI— Statman Dave (@StatmanDave) February 28, 2024 Bruno fékk á sig mikla gagnrýni eftir Fulham leikinn um helgina. Þá lá hann í grasinu eftir að því virtist litla snertingu en stökk síðan upp til að taka þátt í lofandi sókn. „Ég sé að samfélagsmiðlarnir eru að gagnrýna hann. Það er aumkunarvert. Hann meiddist alvarlega en hélt samt áfram að spila á laugardaginn. Hann barðist líka fyrir því að vera hluti af þessum leik,“ sagði Ten Hag. Hollenski stjórinn vildi þó ekki tala um hver þessi alvarlegu meiðsli væru. Ten Hag segir að Bruno hafi verið að spila í gegnum sársaukann í leiknum í gær. „Hann hefur mjög háan sársaukaþröskuld og í fyrra gerði hann svipað á móti Tottenham og að ég held í undanúrslitaleiknum á móti Brighton. Það sýnir leiðtogahæfileika hans,“ sagði Ten Hag. Nuno Espirito Santo, knattspyrnustjóri Nottingham Forest, tók ekki undir þessa gagnrýni Ten Hag. „Ég sá ekki það sem Erik sá. Fernandes er mjög góður leikmaður. Það þarf að hafa stjórn á honum. Við gerðum það á sanngjarnan hátt,“ sagði Nuno Espirito Santo. Is criticism of Bruno Fernandes unfair?#BBCFootball pic.twitter.com/4UeCSJXRUX— Match of the Day (@BBCMOTD) February 28, 2024
Enski boltinn Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Maguire hetja United í bikarnum Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Loftpúði sprakk hjá Hófí Dóru á HM: „Eins og að vera kýld í loftinu“ Sport Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Uppgjörið: Valur - Höttur | Valsmenn keyrðu yfir Hött í fyrri hálfleik Körfubolti Fleiri fréttir Maguire hetja United í bikarnum Unai Emery býst við miklu af Rashford Rodri í Meistaradeildarhópi Manchester City Sjáðu mörkin sem skutu Liverpool á Wembley „Félagið setur mig í skítastöðu“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Newcastle lét draum Víkings rætast Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Arteta vonsvikinn Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Martínez með slitið krossband Sjá meira