Ten Hag segir Bruno vera með mjög háan sársaukaþröskuld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. febrúar 2024 12:00 Bruno Fernandes lagði upp markið sem kom Manchester United í næstu umferð enska bikarsins. Getty/ Catherine Ivill Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, sakaði leikmenn Nottingham Forest um að vera með skotmark á Bruno Fernandes í bikarleiknum í gærkvöldi og segir að gagnrýnin á leikaraskap Portúgalann sé hreinlega aumkunarverð. Fernandes átti aukaspyrnuna sem bjó til sigurmark Casemiro rétt fyrir leikslok. Fyrir vikið tryggði United sér leik á móti Liverpool í átta liða úrslitunum. „Þú sást að leikmenn Forest ætluðu sér að ná honum. Þeir brutu mikið á honum og þeir gáfu honum ekkert pláss þegar hann átti að fá boltann,“ sagði Erik ten Hag. ESPN segir frá. Hinn 29 ára gamli miðjumaður sást haltra í leiknum og Ten Hag talaði um ósanngjarna umræðu um leikaraskap Portúgalans. Bruno Fernandes has now scored or assisted 15 goals this season, he's now been involved in 15+ goals each season he has played for Manchester United:2019/20 ~ 12 8 2020/21 ~ 28 18 2021/22 ~ 10 14 2022/23 ~ 14 13 2023/24 ~ 7 8 Magnifico. pic.twitter.com/g3rFZsrWbI— Statman Dave (@StatmanDave) February 28, 2024 Bruno fékk á sig mikla gagnrýni eftir Fulham leikinn um helgina. Þá lá hann í grasinu eftir að því virtist litla snertingu en stökk síðan upp til að taka þátt í lofandi sókn. „Ég sé að samfélagsmiðlarnir eru að gagnrýna hann. Það er aumkunarvert. Hann meiddist alvarlega en hélt samt áfram að spila á laugardaginn. Hann barðist líka fyrir því að vera hluti af þessum leik,“ sagði Ten Hag. Hollenski stjórinn vildi þó ekki tala um hver þessi alvarlegu meiðsli væru. Ten Hag segir að Bruno hafi verið að spila í gegnum sársaukann í leiknum í gær. „Hann hefur mjög háan sársaukaþröskuld og í fyrra gerði hann svipað á móti Tottenham og að ég held í undanúrslitaleiknum á móti Brighton. Það sýnir leiðtogahæfileika hans,“ sagði Ten Hag. Nuno Espirito Santo, knattspyrnustjóri Nottingham Forest, tók ekki undir þessa gagnrýni Ten Hag. „Ég sá ekki það sem Erik sá. Fernandes er mjög góður leikmaður. Það þarf að hafa stjórn á honum. Við gerðum það á sanngjarnan hátt,“ sagði Nuno Espirito Santo. Is criticism of Bruno Fernandes unfair?#BBCFootball pic.twitter.com/4UeCSJXRUX— Match of the Day (@BBCMOTD) February 28, 2024 Enski boltinn Mest lesið Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Fleiri fréttir Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Scott McTominay sér ekki eftir neinu Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Sjá meira
Fernandes átti aukaspyrnuna sem bjó til sigurmark Casemiro rétt fyrir leikslok. Fyrir vikið tryggði United sér leik á móti Liverpool í átta liða úrslitunum. „Þú sást að leikmenn Forest ætluðu sér að ná honum. Þeir brutu mikið á honum og þeir gáfu honum ekkert pláss þegar hann átti að fá boltann,“ sagði Erik ten Hag. ESPN segir frá. Hinn 29 ára gamli miðjumaður sást haltra í leiknum og Ten Hag talaði um ósanngjarna umræðu um leikaraskap Portúgalans. Bruno Fernandes has now scored or assisted 15 goals this season, he's now been involved in 15+ goals each season he has played for Manchester United:2019/20 ~ 12 8 2020/21 ~ 28 18 2021/22 ~ 10 14 2022/23 ~ 14 13 2023/24 ~ 7 8 Magnifico. pic.twitter.com/g3rFZsrWbI— Statman Dave (@StatmanDave) February 28, 2024 Bruno fékk á sig mikla gagnrýni eftir Fulham leikinn um helgina. Þá lá hann í grasinu eftir að því virtist litla snertingu en stökk síðan upp til að taka þátt í lofandi sókn. „Ég sé að samfélagsmiðlarnir eru að gagnrýna hann. Það er aumkunarvert. Hann meiddist alvarlega en hélt samt áfram að spila á laugardaginn. Hann barðist líka fyrir því að vera hluti af þessum leik,“ sagði Ten Hag. Hollenski stjórinn vildi þó ekki tala um hver þessi alvarlegu meiðsli væru. Ten Hag segir að Bruno hafi verið að spila í gegnum sársaukann í leiknum í gær. „Hann hefur mjög háan sársaukaþröskuld og í fyrra gerði hann svipað á móti Tottenham og að ég held í undanúrslitaleiknum á móti Brighton. Það sýnir leiðtogahæfileika hans,“ sagði Ten Hag. Nuno Espirito Santo, knattspyrnustjóri Nottingham Forest, tók ekki undir þessa gagnrýni Ten Hag. „Ég sá ekki það sem Erik sá. Fernandes er mjög góður leikmaður. Það þarf að hafa stjórn á honum. Við gerðum það á sanngjarnan hátt,“ sagði Nuno Espirito Santo. Is criticism of Bruno Fernandes unfair?#BBCFootball pic.twitter.com/4UeCSJXRUX— Match of the Day (@BBCMOTD) February 28, 2024
Enski boltinn Mest lesið Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Fleiri fréttir Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Scott McTominay sér ekki eftir neinu Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Sjá meira