United vann leikinn, 0-1, með marki Casemiros á 89. mínútu. Rashford spilaði sem fremsti maður í leiknum en náði sér ekki á strik.
Eftir eitt skipti þar sem Rashford lét sig detta í staðinn fyrir að reyna að halda boltanum var Shearer nóg boðið og húðskammaði enska landsliðsframherjann.
„Í alvöru, Marcus, stattu upp og hættu að veifa höndunum. Þú verður að gera gera. Þetta var of auðvelt. Boltinn var fyrir framan þig á móti varnarmanninum og þú verður að halda boltanum fyrir samherjana,“ sagði Shearer.
„Ég er ekki sáttur við líkamstjáningu á köflum, að reyna að senda stuðningsmönnum skilaboð um að þetta sé ekki þín sök. Sem einstaklingur verður þú að taka ábyrgð á gjörðum þínum á vellinum. Stattu upp og haltu áfram.“
Rashford skoraði þrjátíu mörk í öllum keppnum á síðasta tímabili en í vetur eru mörkin hans aðeins fimm.
United mætir Liverpool í átta liða úrslitum ensku bikarkeppninnar. Næsti leikur liðsins er grannaslagur gegn Manchester City á sunnudaginn.