Grindvísk börn dreifast í hátt í sjötíu skóla Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 29. febrúar 2024 19:30 Eysteinn Þór Kristinsson skólastjóri Grunnskóla Grindavíkur segir óvissu um hvað taki við næsta vetur. Vísir/Arnar Vel innan við helmingur barna í Grunnskóla Grindavíkur stundar enn nám við skólann sem rekinn er á nokkrum stöðum í Reykjavík. Flest hafa börin fært sig annað og stunda nú nám í hátt í sjötíu skólum um allt land. Mikil óvissa er um framtíð skólans næsta vetur. Grunnskóli Grindavíkur er nú starfræktur á fjórum stöðum í Reykjavík. Það er í Laugalækjarskóla, Hvassaleitisskóla, í húsnæði Knattspyrnusambands Íslands í Laugardalnum og í Ármúla. „Þetta eru svona tvö hundruð og þrjátíu nemendur sem við höfum. Svo eru þá þrjú hundruð og þrjátíu nemendur hingað og þangað um landið í tæplega sjötíu skólum og tuttugu og fimm sveitarfélögum,“ segir Eysteinn Þór Kristinsson skólastjóri Grunnskóla Grindavíkur. Hann segir meira um að yngri börnin hafi flutt sig í aðra skóla en þau eldri. „Áttundi, níundi, tíundi, þetta eru vel sóttir árgangar.“ Sjálf segja börnin það hafa mikla þýðingu að fá að vera áfram með vinunum í skóla. Sum þeirra sjá þó fram á breytingar næsta haust og því fyrirséð að fækkað geti frekar í skólanum þá. „Ég er að fara að flytja til Keflavíkur. Það eru margir að fara þangað. Þannig ég verð með mörgum vinum mínum í skóla þar,“ segir Salvar Gauti Freyr Stefánsson. Eysteinn segir óvíst hvort Grunnskóli Grindavíkur komi til með að starfa næsta vetur. Um eitt hundrað manns starfa hjá skólanum og því hefur framhaldið ekki aðeins áhrif á börnin. „Starfsfólkið það er orðið órólegt. Ég get alveg viðurkennt það.“ Hann vonast til að framtíð skólans skýrist betur á næstu vikum og að þeim verði gert kleift að taka áfram á móti grindvískum börnum. Páll Erlingsson kennari við Grunnskóla Grindavíkur segir mikilvægt að skólinn starfi áfram, að minnsta kosti næsta vetur þar sem margir Grindvíkingar séu ekki komnir með varanlegt húsnæði. Þá hafi það líka mikið að segja fyrir framtíð bæjarins. „Ef við slátrum skólastarfi þá eiginlega getum við kvatt samfélagið.“ Búist er við enn öðru eldgosinu á Reykjanesi á næstu dögum. Börnin sjálf fylgjast hver vel með stöðu mála og sum þeirra byrja daginn á því að fara inn á fréttamiðlana á netinu til að kanna hvort að eldgos sé hafið. Þeirra á meðal er Katrín Eva Vattnes Hallgrímsdóttir. „Ég er búin að lesa miklu meira fréttir núna eftir að þetta gerðist.“ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Vonar að ekki þurfi að dreifa grindvískum börnum milli skóla Skólastjóri grunnskóla Grindavíkur segir enn unnið að útfærslu skólastarfs barna í Grindavík. Best væri að finna aðstöðu svo börnin geti haldið hópinn, frekar en að dreifa þeim á milli skóla. 13. nóvember 2023 11:04 Ekkert stressuð yfir jarðhræringum í bakgarðinum Viðbragðs- og rýmingaráætlanir hafa verið æfðar í skólanum í Grindavík undanfarið en nemendur þar segjast þó ekki hafa miklar áhyggjur af jarðhræringunum í bakgarðinum. 7. nóvember 2023 18:40 Mest lesið Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Innlent Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Innlent Hafi litað bæjarpólitík í Hafnarfirði í áratugi Innlent Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Erlent Einar baðst fyrirgefningar Innlent Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Innlent Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Innlent Skorað á Sjálfstæðiskonur í formannsframboð Innlent Vill að stjórn FH fari frá Innlent „Maður mun sakna þess mjög“ Innlent Fleiri fréttir Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Fönguðu augnablikin þegar tunglið skyggði á Mars Hafi litað bæjarpólitík í Hafnarfirði í áratugi Settur ráðherra skipar skrifstofustjóra Börnin búin að velja ný nöfn á skólana á Kársnesi „Nokkuð þægilegt samtal um hver fái hvað“ Skorað á Sjálfstæðiskonur í formannsframboð Óróahviður í Mýrafjöllum sagðar líkjast aðdraganda Reykjaneselda Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Síðasti fundur starfsstjórnar og rýnt í ráðherrakapalinn Fólk fari varlega í kringum nýfædd börn í jólaboðunum Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Borgin fær 150 milljónir frá ESB til að hreinsa Tjörnina og Vatnsmýri Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Vill að stjórn FH fari frá Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Setur út á aðbúnað og umgjörð starfseminnar á neyðarvistun Stuðla Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Handtekinn vegna gruns um líkamsárás Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Andlátið á Stuðlum hafði mikil áhrif Valkyrjur ná saman, yfirfullar flugvélar og mistök ársins Sjá meira
Grunnskóli Grindavíkur er nú starfræktur á fjórum stöðum í Reykjavík. Það er í Laugalækjarskóla, Hvassaleitisskóla, í húsnæði Knattspyrnusambands Íslands í Laugardalnum og í Ármúla. „Þetta eru svona tvö hundruð og þrjátíu nemendur sem við höfum. Svo eru þá þrjú hundruð og þrjátíu nemendur hingað og þangað um landið í tæplega sjötíu skólum og tuttugu og fimm sveitarfélögum,“ segir Eysteinn Þór Kristinsson skólastjóri Grunnskóla Grindavíkur. Hann segir meira um að yngri börnin hafi flutt sig í aðra skóla en þau eldri. „Áttundi, níundi, tíundi, þetta eru vel sóttir árgangar.“ Sjálf segja börnin það hafa mikla þýðingu að fá að vera áfram með vinunum í skóla. Sum þeirra sjá þó fram á breytingar næsta haust og því fyrirséð að fækkað geti frekar í skólanum þá. „Ég er að fara að flytja til Keflavíkur. Það eru margir að fara þangað. Þannig ég verð með mörgum vinum mínum í skóla þar,“ segir Salvar Gauti Freyr Stefánsson. Eysteinn segir óvíst hvort Grunnskóli Grindavíkur komi til með að starfa næsta vetur. Um eitt hundrað manns starfa hjá skólanum og því hefur framhaldið ekki aðeins áhrif á börnin. „Starfsfólkið það er orðið órólegt. Ég get alveg viðurkennt það.“ Hann vonast til að framtíð skólans skýrist betur á næstu vikum og að þeim verði gert kleift að taka áfram á móti grindvískum börnum. Páll Erlingsson kennari við Grunnskóla Grindavíkur segir mikilvægt að skólinn starfi áfram, að minnsta kosti næsta vetur þar sem margir Grindvíkingar séu ekki komnir með varanlegt húsnæði. Þá hafi það líka mikið að segja fyrir framtíð bæjarins. „Ef við slátrum skólastarfi þá eiginlega getum við kvatt samfélagið.“ Búist er við enn öðru eldgosinu á Reykjanesi á næstu dögum. Börnin sjálf fylgjast hver vel með stöðu mála og sum þeirra byrja daginn á því að fara inn á fréttamiðlana á netinu til að kanna hvort að eldgos sé hafið. Þeirra á meðal er Katrín Eva Vattnes Hallgrímsdóttir. „Ég er búin að lesa miklu meira fréttir núna eftir að þetta gerðist.“
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Vonar að ekki þurfi að dreifa grindvískum börnum milli skóla Skólastjóri grunnskóla Grindavíkur segir enn unnið að útfærslu skólastarfs barna í Grindavík. Best væri að finna aðstöðu svo börnin geti haldið hópinn, frekar en að dreifa þeim á milli skóla. 13. nóvember 2023 11:04 Ekkert stressuð yfir jarðhræringum í bakgarðinum Viðbragðs- og rýmingaráætlanir hafa verið æfðar í skólanum í Grindavík undanfarið en nemendur þar segjast þó ekki hafa miklar áhyggjur af jarðhræringunum í bakgarðinum. 7. nóvember 2023 18:40 Mest lesið Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Innlent Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Innlent Hafi litað bæjarpólitík í Hafnarfirði í áratugi Innlent Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Erlent Einar baðst fyrirgefningar Innlent Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Innlent Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Innlent Skorað á Sjálfstæðiskonur í formannsframboð Innlent Vill að stjórn FH fari frá Innlent „Maður mun sakna þess mjög“ Innlent Fleiri fréttir Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Fönguðu augnablikin þegar tunglið skyggði á Mars Hafi litað bæjarpólitík í Hafnarfirði í áratugi Settur ráðherra skipar skrifstofustjóra Börnin búin að velja ný nöfn á skólana á Kársnesi „Nokkuð þægilegt samtal um hver fái hvað“ Skorað á Sjálfstæðiskonur í formannsframboð Óróahviður í Mýrafjöllum sagðar líkjast aðdraganda Reykjaneselda Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Síðasti fundur starfsstjórnar og rýnt í ráðherrakapalinn Fólk fari varlega í kringum nýfædd börn í jólaboðunum Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Borgin fær 150 milljónir frá ESB til að hreinsa Tjörnina og Vatnsmýri Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Vill að stjórn FH fari frá Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Setur út á aðbúnað og umgjörð starfseminnar á neyðarvistun Stuðla Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Handtekinn vegna gruns um líkamsárás Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Andlátið á Stuðlum hafði mikil áhrif Valkyrjur ná saman, yfirfullar flugvélar og mistök ársins Sjá meira
Vonar að ekki þurfi að dreifa grindvískum börnum milli skóla Skólastjóri grunnskóla Grindavíkur segir enn unnið að útfærslu skólastarfs barna í Grindavík. Best væri að finna aðstöðu svo börnin geti haldið hópinn, frekar en að dreifa þeim á milli skóla. 13. nóvember 2023 11:04
Ekkert stressuð yfir jarðhræringum í bakgarðinum Viðbragðs- og rýmingaráætlanir hafa verið æfðar í skólanum í Grindavík undanfarið en nemendur þar segjast þó ekki hafa miklar áhyggjur af jarðhræringunum í bakgarðinum. 7. nóvember 2023 18:40