Mat á skemmdum eigna í Grindavík nánast lokið Bjarki Sigurðsson skrifar 1. mars 2024 09:44 Hjúkrunarheimilið í Grindavík er meðal þeirra húsa sem hafa skemmst hvað mest. Vísir/Vilhelm Náttúruhamfaratryggingar Íslands (NTÍ) hafa lokið við að skoða og meta skemmdir á flestum íbúðar- og atvinnueignum í Grindavík. Unnið er að kostnaðarmati og gerð matsgerða en fyrstu húsnæðiseigendur bæjarins fá matsgerðir kynntar í lok næstu viku. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef NTÍ. Þar segir að í kringum þrjátíu matsmenn hafi sinnt þessu starfi síðustu vikur. Við yfirferð NTÍ kom í ljós að umfang skemmda á fasteignum er ekki mikið á þeim svæðum fjær sprungum og misgengjum í bænum. Auðunn Elíson, verkefnastjóri tjónamats hjá Verkís, segir eðli tjónsins hafa komið á óvart. „Miðað við þær miklu jarðhræringar sem orðið hafa í Grindavík síðustu mánuði hefur það komið okkur töluvert á óvart hversu lítið tjón er almennt á eignum í bænum að undanskildum þeim sem standa næst sprungum og misgengjum. Flestar eignir utan við sprungusvæði og misgengi eru tiltölulega lítið skemmdar. Þó höfum við séð að hús sem deila lóðamörkum geta verið nánast óskemmd á annarri lóðinni en altjón á hinni,“ er haft eftir Auðuni á vef NTÍ. Viðgerðarkostnaður ýmsa húsa sem standa á og upp við sprungur er áætlaður hærri en vátryggingarfjárhæð. Eitthvað af því tjóni verður greitt sem altjón að undanskildum kostnaði við niðurrif og förgun. Náttúruhamfarir Grindavík Tryggingar Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Húsnæðismál Tengdar fréttir Frumvarp vegna húsnæðis í Grindavík væntanlegt síðar í vikunni Forsætisráðherra væntir þess að frumvarp um uppgjör á íbúðarhúsnæði í Grindavík verði kynnt síðar í vikunni. Hún segir frumvarpið lúta að því að fólki verði gert kleift að koma sér fyrir á nýjum stað, óháð því hvort hús þeirra hafi verið metin sem tjónuð af Náttúruhamfaratryggingu eða ekki. 6. febrúar 2024 19:01 Mest lesið Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Innlent Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Erlent Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Innlent Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Innlent Hestar á vappi um Kórana Innlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Innlent Mette Frederiksen heldur til Grænlands Erlent Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Innlent Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Innlent Fleiri fréttir Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu á vef NTÍ. Þar segir að í kringum þrjátíu matsmenn hafi sinnt þessu starfi síðustu vikur. Við yfirferð NTÍ kom í ljós að umfang skemmda á fasteignum er ekki mikið á þeim svæðum fjær sprungum og misgengjum í bænum. Auðunn Elíson, verkefnastjóri tjónamats hjá Verkís, segir eðli tjónsins hafa komið á óvart. „Miðað við þær miklu jarðhræringar sem orðið hafa í Grindavík síðustu mánuði hefur það komið okkur töluvert á óvart hversu lítið tjón er almennt á eignum í bænum að undanskildum þeim sem standa næst sprungum og misgengjum. Flestar eignir utan við sprungusvæði og misgengi eru tiltölulega lítið skemmdar. Þó höfum við séð að hús sem deila lóðamörkum geta verið nánast óskemmd á annarri lóðinni en altjón á hinni,“ er haft eftir Auðuni á vef NTÍ. Viðgerðarkostnaður ýmsa húsa sem standa á og upp við sprungur er áætlaður hærri en vátryggingarfjárhæð. Eitthvað af því tjóni verður greitt sem altjón að undanskildum kostnaði við niðurrif og förgun.
Náttúruhamfarir Grindavík Tryggingar Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Húsnæðismál Tengdar fréttir Frumvarp vegna húsnæðis í Grindavík væntanlegt síðar í vikunni Forsætisráðherra væntir þess að frumvarp um uppgjör á íbúðarhúsnæði í Grindavík verði kynnt síðar í vikunni. Hún segir frumvarpið lúta að því að fólki verði gert kleift að koma sér fyrir á nýjum stað, óháð því hvort hús þeirra hafi verið metin sem tjónuð af Náttúruhamfaratryggingu eða ekki. 6. febrúar 2024 19:01 Mest lesið Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Innlent Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Erlent Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Innlent Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Innlent Hestar á vappi um Kórana Innlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Innlent Mette Frederiksen heldur til Grænlands Erlent Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Innlent Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Innlent Fleiri fréttir Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Sjá meira
Frumvarp vegna húsnæðis í Grindavík væntanlegt síðar í vikunni Forsætisráðherra væntir þess að frumvarp um uppgjör á íbúðarhúsnæði í Grindavík verði kynnt síðar í vikunni. Hún segir frumvarpið lúta að því að fólki verði gert kleift að koma sér fyrir á nýjum stað, óháð því hvort hús þeirra hafi verið metin sem tjónuð af Náttúruhamfaratryggingu eða ekki. 6. febrúar 2024 19:01