Verulegar líkur á öðru innskoti á allra næstu dögum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 3. mars 2024 11:49 Benedikt Ófeigsson er jarðeðlisfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Vísir/Arnar Líklegast er að annað kvikuinnskot hefjist á næstu dögum á Reykjanesskaga. Þó er ekki útilokað að kvika leiti enn til yfirborðs eftir innskot gærdagsins, sem jók á óvissuna fremur en að eyða henni, að sögn jarðeðlisfræðings. Skjálftahrina hófst á Sundhnjúkagígaröðinni um klukkan fjögur í gær, svipuð þeim sem sést hafa fyrir fyrri kvikuinnskot og eldgos á svæðinu. Jarðeðlisfræðingur segir aflögun og þrýstingsbreytingar í borholum hafa sýnt að kvikuinnskot væri hafið. „En svo virðist sem að þetta innskot hafi bara ekkert náð sér á strik, þannig að þrýstingsbreytingarnar og aflögunin voru mun minni en hefur verið. Enda datt skjálftavirknin niður upp úr sex aftur, eða fyrir sex raunar, og það virðist sem að innskotið hafi bara stöðvast,“ segir Benedikt Ófeigsson jarðeðlisfræðingur. Kvikugangurinn liggur frá Hagafelli í norðaustur að Stóra-Skógfelli. „Og það er ennþá sá möguleiki að við séum að horfa á kviku færast nær yfirborði þar, en við erum ekki að sjá nein merki um það, ekki eins og staðan er núna. Líklegast er að þetta sé bara búið núna í bili, en það þýðir að við vorum ekki að aflétta neinni spennu af Svartsengi, þannig að við myndum búast við öðru innskoti bara mjög fljótlega aftur.“ Dagaspursmál Ólíklegra sé að kvika sé enn á leið til yfirborðs. Þú talar um möguleikann á öðru innskoti, er það þá spurning um einhverja daga? „Já, það er þá spurning um einhverja daga.“ Aflögunargögn sýni litlar sem engar breytingar á Svartsengi. „Það eru bara verulegar líkur á að það byrji annað kvikuinnskot á næstu dögum,“ segir Benedikt. Slíkt innskot geti þá leitt til sömu niðurstöðu og í gær, eða til eldgoss. Fá gögn seint í kvöld Með gervitunglagögnum sem Veðurstofunni ættu að berast seint í kvöld muni myndin af stöðunni vonandi skýrast. „Þá ættum við að sjá skýr merki um hvort það er ennþá kvika á hreyfingu í ganginum eða ekki.“ Slíkt verði þó talið ólíklegra og ólíklegra eftir því sem lengri tími líður án nýrra vendinga. Benedikt segir atburð gærdagsins hafa aukið á óvissuna um framhaldið, fremur en að hafa eytt henni. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Eldgos líklegast á svæðinu milli Stóra-Skógfells og Hagafells Minnkandi líkur eru á að kvika komi upp í tengslum við kvikuhlaupið sem hófst seinni partinn í gær. Þrátt fyrir það eru áfram auknar líkur á eldgosi og kvikusöfnun undir Svartsengi heldur nú áfram. Veðurstofan telur mestar líkur á að gos komi upp á svæðinu milli Stóra-Skógfells og Hagafells. 3. mars 2024 10:37 Ástandið að verða „eins eðlilegt og getur verið“ Dregið hefur töluvert úr jarðskjálftavirkni yfir nóttina að sögn náttúruvársérfræðings hjá Veðurstofunni. Sömuleiðis hefur dregið talsvert úr líkum á eldgosi síðan í gær. 3. mars 2024 08:39 Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Átta ára fangelsisvist staðfest Innlent Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Innlent Fleiri fréttir Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Sjá meira
Skjálftahrina hófst á Sundhnjúkagígaröðinni um klukkan fjögur í gær, svipuð þeim sem sést hafa fyrir fyrri kvikuinnskot og eldgos á svæðinu. Jarðeðlisfræðingur segir aflögun og þrýstingsbreytingar í borholum hafa sýnt að kvikuinnskot væri hafið. „En svo virðist sem að þetta innskot hafi bara ekkert náð sér á strik, þannig að þrýstingsbreytingarnar og aflögunin voru mun minni en hefur verið. Enda datt skjálftavirknin niður upp úr sex aftur, eða fyrir sex raunar, og það virðist sem að innskotið hafi bara stöðvast,“ segir Benedikt Ófeigsson jarðeðlisfræðingur. Kvikugangurinn liggur frá Hagafelli í norðaustur að Stóra-Skógfelli. „Og það er ennþá sá möguleiki að við séum að horfa á kviku færast nær yfirborði þar, en við erum ekki að sjá nein merki um það, ekki eins og staðan er núna. Líklegast er að þetta sé bara búið núna í bili, en það þýðir að við vorum ekki að aflétta neinni spennu af Svartsengi, þannig að við myndum búast við öðru innskoti bara mjög fljótlega aftur.“ Dagaspursmál Ólíklegra sé að kvika sé enn á leið til yfirborðs. Þú talar um möguleikann á öðru innskoti, er það þá spurning um einhverja daga? „Já, það er þá spurning um einhverja daga.“ Aflögunargögn sýni litlar sem engar breytingar á Svartsengi. „Það eru bara verulegar líkur á að það byrji annað kvikuinnskot á næstu dögum,“ segir Benedikt. Slíkt innskot geti þá leitt til sömu niðurstöðu og í gær, eða til eldgoss. Fá gögn seint í kvöld Með gervitunglagögnum sem Veðurstofunni ættu að berast seint í kvöld muni myndin af stöðunni vonandi skýrast. „Þá ættum við að sjá skýr merki um hvort það er ennþá kvika á hreyfingu í ganginum eða ekki.“ Slíkt verði þó talið ólíklegra og ólíklegra eftir því sem lengri tími líður án nýrra vendinga. Benedikt segir atburð gærdagsins hafa aukið á óvissuna um framhaldið, fremur en að hafa eytt henni.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Eldgos líklegast á svæðinu milli Stóra-Skógfells og Hagafells Minnkandi líkur eru á að kvika komi upp í tengslum við kvikuhlaupið sem hófst seinni partinn í gær. Þrátt fyrir það eru áfram auknar líkur á eldgosi og kvikusöfnun undir Svartsengi heldur nú áfram. Veðurstofan telur mestar líkur á að gos komi upp á svæðinu milli Stóra-Skógfells og Hagafells. 3. mars 2024 10:37 Ástandið að verða „eins eðlilegt og getur verið“ Dregið hefur töluvert úr jarðskjálftavirkni yfir nóttina að sögn náttúruvársérfræðings hjá Veðurstofunni. Sömuleiðis hefur dregið talsvert úr líkum á eldgosi síðan í gær. 3. mars 2024 08:39 Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Átta ára fangelsisvist staðfest Innlent Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Innlent Fleiri fréttir Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Sjá meira
Eldgos líklegast á svæðinu milli Stóra-Skógfells og Hagafells Minnkandi líkur eru á að kvika komi upp í tengslum við kvikuhlaupið sem hófst seinni partinn í gær. Þrátt fyrir það eru áfram auknar líkur á eldgosi og kvikusöfnun undir Svartsengi heldur nú áfram. Veðurstofan telur mestar líkur á að gos komi upp á svæðinu milli Stóra-Skógfells og Hagafells. 3. mars 2024 10:37
Ástandið að verða „eins eðlilegt og getur verið“ Dregið hefur töluvert úr jarðskjálftavirkni yfir nóttina að sögn náttúruvársérfræðings hjá Veðurstofunni. Sömuleiðis hefur dregið talsvert úr líkum á eldgosi síðan í gær. 3. mars 2024 08:39