Innlent

Endur­meta rýmingu í kvöld

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Frá Grindavík.
Frá Grindavík. Vísir/Vilhelm

Lögreglan á Suðurnesjum hyggst endurmeta aðgengi að rýmdum svæðum í og við Grindavík í kvöld klukkan 19:00. Beðið er eftir því að Veðurstofan vinni úr gögnum af svæðinu.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni. Veðurstofan uppfærði hættumat í dag vegna jarðhræringanna á Reykjanesskaga. Bærinn var rýmdur í gær þegar skyndilegt kvikunnihlaup varð á svæðinu.

Lögreglan segir tekið sé mið af hættumati Veðurstofunnar. Hvað varði aðgengi að rýmdum svæðum þurfi aðeins að doka við á meðan unnið sé úr frekari gögnum hjá Veðurstofunni.

Staðan verði endurmetin klukkan 19 í kvöld eða fyrr eftir atvikum. Fram hefur komið að kvika haldi áfram að safnast saman undir Svartsengi. Líklegt er talið að það haldi áfram næstu daga og geti endað með öðru kvikuhlaupi eða eldgosi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×