Tíu dagar í EM-umspil: Stríðin og sending Þóris skiluðu Íslandi hingað Sindri Sverrisson skrifar 11. mars 2024 10:01 Þórir Jóhann Helgason hefur ekkert spilað undir stjórn Åge Hareide en lék 16 leiki undir stjórn Arnars Þórs Viðarssonar, og skoraði í tveimur jafnteflisleikjum við Ísrael í Þjóðadeildinni sumarið 2022. Hann átti líka afar mikilvæga stoðsendingu gegn Albaníu í lokaleik keppninnar. vísir/Hulda Margrét Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er aðeins 180 mínútum frá sæti í lokakeppni EM í Þýskalandi í sumar. En hvernig endaði liðið í þessari stöðu, eftir að hafa aðeins unnið sárafáa leiki á síðustu árum? Ísland mætir Ísrael fimmtudaginn 21. mars í undanúrslitum umspils um sæti á EM, og vegna stríðsins á Gasa fer leikurinn fram í Búdapest í Ungverjalandi. Sigurliðið spilar til úrslita 26. mars við sigurliðið úr leik Bosníu og Úkraínu, annað hvort í Bosníu eða Póllandi (vegna stríðsins í Úkraínu). En íslenska liðið var langt frá því að tryggja sig inn á EM í gegnum undankeppnina í fyrra, hlaut þar tíu stig í sínum riðli og endaði í 4. sæti. Portúgal og Slóvakía enduðu efst og komust á EM. Þó að Lúxemborg hafi endað í 3. sæti riðilsins, sjö stigum fyrir ofan Ísland, þá eru það samt Íslendingar sem fá að fara í umspilið um síðustu sætin á EM. Unnu ekki leik en gerðu samt nógu vel Það er vegna þess að lokastaðan á síðustu leiktíð Þjóðadeildarinnar ræður því hvaða lið komast í umspilið. Það eru sem sagt efstu liðin úr Þjóðadeildinni, sem ekki tryggðu sig svo inn á EM í gegnum undankeppnina, sem fá að fara í umspilið. Ísland gerði tvö jafntefli við Ísrael, og tvö jafntefli við Albaníu, í Þjóðadeildinni 2022 og það dugði á endanum til þess að skila liðinu í EM-umspil.vísir/Hulda Margrét Íslandi gekk samt ekkert vel í sínum riðli í Þjóðadeildinni. Liðið vann ekki einn einasta leik. En fjögur jafntefli í fjórum leikjum dugðu samt til þess að liðið varð í 2. sæti í sínum riðli, á eftir engum öðrum en Ísraelsmönnum (8 stig) en fyrir ofan Albaníu (2 stig). Þetta var eini þriggja liða riðillinn í B-deildinni. Ísland hafði nefnilega heppnina með sér því liðið dróst í riðil með Rússlandi, sem var rekið úr keppninni eftir að innrás Rússa í Úkraínu hófst og þar með sett í neðsta sætið í riðli Íslands. Mark Mikaels gulls ígildi ári síðar Það hefði þó ekki dugað ef Ísland hefði tapað á útivelli gegn Albaníu í lokaleik sínum í keppninni, og staðan var enn 1-0 þegar komið var fram á sjöundu mínútu uppbótartíma. Íslenska liðið hafði auk þess verið manni færra í 80 mínútur eftir að fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson fékk rautt spjald. En rétt fyrir lokaflautið átti Þórir Jóhann Helgason algjöra snilldarfyrirgjöf sem Mikael Anderson skilaði af öryggi í netið til að jafna metin, eins og sjá má hér að neðan. Klippa: Helstu atvikin úr leik Albaníu og Íslands Það var sem sagt þetta mark, skorað í september 2022, sem kom Íslandi í þá stöðu að geta tryggt sér EM-sæti í mars 2024. Ótrúlegt mikilvægi þessa marks var samt ekki endanlega ljóst fyrr en rúmu ári seinna, eftir að undankeppni EM lauk síðasta haust. Árangurinn í Þjóðadeildinni skilaði Ísrael sömuleiðis í EM-umspilið og úr því að UEFA leyfir Ísrael að vera með, þrátt fyrir stríðið á Gasa, fer leikurinn fram 21. mars. Hann verður þó spilaður í Búdapest í Ungverjalandi eftir að KSÍ harðneitaði að spila leikinn í Ísrael. Ísland og Ísrael mætast í Búdapest fimmtudaginn 21. mars í undanúrslitum umspils um sæti á EM. Vísir og Stöð 2 Sport verða á staðnum og gera leiknum góð skil. Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ Körfubolti Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Körfubolti Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Handbolti „Þetta var skrýtinn leikur“ Íslenski boltinn Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Íslenski boltinn „Fáránlega erfið sería“ Körfubolti Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Fótbolti Fleiri fréttir Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Ætlar ekki að verja forystuna Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Vita af hverju rangt lag var spilað fyrir leikinn á Villa Park Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Luis Suárez: Messi vill spila á HM 2026 Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ Bellingham fyrir Arsenal leikinn: Kvöld hannað fyrir Real Madrid Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Sjá meira
Ísland mætir Ísrael fimmtudaginn 21. mars í undanúrslitum umspils um sæti á EM, og vegna stríðsins á Gasa fer leikurinn fram í Búdapest í Ungverjalandi. Sigurliðið spilar til úrslita 26. mars við sigurliðið úr leik Bosníu og Úkraínu, annað hvort í Bosníu eða Póllandi (vegna stríðsins í Úkraínu). En íslenska liðið var langt frá því að tryggja sig inn á EM í gegnum undankeppnina í fyrra, hlaut þar tíu stig í sínum riðli og endaði í 4. sæti. Portúgal og Slóvakía enduðu efst og komust á EM. Þó að Lúxemborg hafi endað í 3. sæti riðilsins, sjö stigum fyrir ofan Ísland, þá eru það samt Íslendingar sem fá að fara í umspilið um síðustu sætin á EM. Unnu ekki leik en gerðu samt nógu vel Það er vegna þess að lokastaðan á síðustu leiktíð Þjóðadeildarinnar ræður því hvaða lið komast í umspilið. Það eru sem sagt efstu liðin úr Þjóðadeildinni, sem ekki tryggðu sig svo inn á EM í gegnum undankeppnina, sem fá að fara í umspilið. Ísland gerði tvö jafntefli við Ísrael, og tvö jafntefli við Albaníu, í Þjóðadeildinni 2022 og það dugði á endanum til þess að skila liðinu í EM-umspil.vísir/Hulda Margrét Íslandi gekk samt ekkert vel í sínum riðli í Þjóðadeildinni. Liðið vann ekki einn einasta leik. En fjögur jafntefli í fjórum leikjum dugðu samt til þess að liðið varð í 2. sæti í sínum riðli, á eftir engum öðrum en Ísraelsmönnum (8 stig) en fyrir ofan Albaníu (2 stig). Þetta var eini þriggja liða riðillinn í B-deildinni. Ísland hafði nefnilega heppnina með sér því liðið dróst í riðil með Rússlandi, sem var rekið úr keppninni eftir að innrás Rússa í Úkraínu hófst og þar með sett í neðsta sætið í riðli Íslands. Mark Mikaels gulls ígildi ári síðar Það hefði þó ekki dugað ef Ísland hefði tapað á útivelli gegn Albaníu í lokaleik sínum í keppninni, og staðan var enn 1-0 þegar komið var fram á sjöundu mínútu uppbótartíma. Íslenska liðið hafði auk þess verið manni færra í 80 mínútur eftir að fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson fékk rautt spjald. En rétt fyrir lokaflautið átti Þórir Jóhann Helgason algjöra snilldarfyrirgjöf sem Mikael Anderson skilaði af öryggi í netið til að jafna metin, eins og sjá má hér að neðan. Klippa: Helstu atvikin úr leik Albaníu og Íslands Það var sem sagt þetta mark, skorað í september 2022, sem kom Íslandi í þá stöðu að geta tryggt sér EM-sæti í mars 2024. Ótrúlegt mikilvægi þessa marks var samt ekki endanlega ljóst fyrr en rúmu ári seinna, eftir að undankeppni EM lauk síðasta haust. Árangurinn í Þjóðadeildinni skilaði Ísrael sömuleiðis í EM-umspilið og úr því að UEFA leyfir Ísrael að vera með, þrátt fyrir stríðið á Gasa, fer leikurinn fram 21. mars. Hann verður þó spilaður í Búdapest í Ungverjalandi eftir að KSÍ harðneitaði að spila leikinn í Ísrael. Ísland og Ísrael mætast í Búdapest fimmtudaginn 21. mars í undanúrslitum umspils um sæti á EM. Vísir og Stöð 2 Sport verða á staðnum og gera leiknum góð skil.
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ Körfubolti Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Körfubolti Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Handbolti „Þetta var skrýtinn leikur“ Íslenski boltinn Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Íslenski boltinn „Fáránlega erfið sería“ Körfubolti Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Fótbolti Fleiri fréttir Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Ætlar ekki að verja forystuna Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Vita af hverju rangt lag var spilað fyrir leikinn á Villa Park Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Luis Suárez: Messi vill spila á HM 2026 Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ Bellingham fyrir Arsenal leikinn: Kvöld hannað fyrir Real Madrid Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Sjá meira