Bankar veita „skjól á tvísýnum tímum“ og verðmat Íslandsbanka hækkar
![Jón Guðni Ómarsson, bankastjóri Íslandsbanka.](https://www.visir.is/i/F2BE8D37C683B322A637D8763A4E4E423B4846CE53FBD0FCE197F79A5E0DC19B_713x0.jpg)
Viðskiptabankar veita skjól á tvísýnum tímum, segir í hlutabréfagreiningu þar sem verðmat Íslandsbanka hækkar um 18 prósent frá síðasta mati. Verðmatið er 39 prósentum hærra en markaðsgengi.
Tengdar fréttir
![](https://www.visir.is/i/543E2EBB12C3FD3E94DFB917DBB63E7F68B5ACB11608E44D06C5567E9D53E37D_308x200.jpg)
Rangt að stýrivaxtahækkanir gagnist bönkum „svakalega“
Það er að einhverju leyti rangt sem fram hefur komið í fjölmiðlum að stýrivaxtahækkanir gagnist bönkum „svakalega“. Þær setja álag á þá. Hærri vextir auka líkur á útlánatöpum og fleira, sagði seðlabankastjóri.
![](https://www.visir.is/i/0CD8E567D02FC4C18A1EA8F2440C34391EF804790393A0AEBA41F96A4D980533_308x200.jpg)
Bakslag í væntingar um hraða lækkun verðbólgu og vaxta
Fram að nýjustu verðbólgumælingu í morgun, sem sýndi talsvert meiri verðbólgu en greinendur höfðu reiknað með, höfðu skuldabréfafjárfestar í auknum mæli verið farnir að veðja á nokkuð hraða lækkun verðbólgu og vaxta á komandi mánuðum. Verðbólguvæntingar á skuldabréfamarkaði hækkuðu því skarpt í dag og áhyggjur peningastefnunefndar Seðlabankans af „þrálátri verðbólgu virðast vera að rætast,“ að mati sjóðstjóra.
![](https://www.visir.is/i/6A5910CA856102B8EC3118242F6474B1158C9EADB214F0E9C333E7071DD4F6B1_308x200.jpg)
Útkoma kjarasamninga „langstærsti“ óvissuþátturinn fyrir vaxtalækkunarferlið
Þrátt fyrir hátt aðhaldsstig peningastefnunnar þá þarf „allt að falla með okkur“ til þess að hægt verði að hefja vaxtalækkunarferlið í maí, meðal annars að niðurstaða kjarasamninga fái grænt ljós frá Seðlabankanum, að mati skuldabréfamiðlara. Hagfræðingar Arion banka segja hækkun matvöruverðs mestu vonbrigðin í nýjustu verðbólgumælingum en benda á að undirliggjandi verðbólga virðist enn vera að hjaðna.