Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
kvöldfréttir stöðvar 2 telma tómas

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur í dag staðið fyrir umfangsmiklum aðgerðum vegna rökstudds gruns um mansal, peningaþvætti, brotum á atvinnuréttindum útlendinga og skipulagða brotastarfsemi. Málið tengist fyrirtækinu Vy-þrifum en eigandi þess rekur bæði veitingastaði og gistiheimili.

Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Kjarasamningar eru á lokametrunum og gætu jafnvel legið fyrir á morgun. Formaður Starfsgreinasambandsins segir hins vegar að ekki verði skrifað undir samninga nema sveitarfélögin gefi skýr svör varðandi framlag þeirra. Þau muni hagnast mikið á kjarasamningum. Heimir Már Pétursson fer yfir stöðuna og ræðir við borgarstjóra um málið í beinni.

Þá mætir Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur í myndver og fer yfir stöðuna á Reykjanesi auk þess við ræðum við félagsmálaráðherra sem táraðist þegar hann frétti af því að tekist hefði að bjarga stórum hópi dvalarleyfishafa út af Gasa. Við kíkjum einnig á risastóra snjóskafla við götur borgarinnar og í Íslandi í dag kynnir Kristín Ólafsdóttir sér ýmsar mýtur um mat sem grassera á samfélagsmiðlum sem aldrei fyrr.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×