Sjö leikir í 36. umferð ensku B-deildarinnar fóru fram í kvöld. Alls leika liðin 46 leiki og því enn fjöldi stiga í pottinum en sem stendur er fallbarátta deildarinnar hreint út sagt ótrúleg.
Aðeins skilja fjögur stig Sheffield Wednesday, í næstneðsta sæti (23.) og Swansea City sem situr í 15. sæti. Hefði Arnór Sigurðsson ekki komið inn af bekknum og lagt upp jöfnunarmark Sammie Szmodics - fyrrverandi leikmann Peterborough United - á 63. mínútu í kvöld væri Blackburn aðeins stigi frá fallsæti.
That's @SamSzmodics' 100th goal of his career! #ROVvMIL | #Rovers pic.twitter.com/XBBH2BpzOD
— Blackburn Rovers (@Rovers) March 5, 2024
Þess í stað eru Arnór og félagar í 17. sæti með 40 stig. Plymouth Argyle er sæti ofar, einnig með 40 stig. Þá er Millwall sæti neðar, einnig með 40 stig. Birmingham City er svo með 39 á meðan Q.P.R., Huddersfield Town, Stoke City og Sheffield W. eru öll með 38 stig.