Mynd um meðgöngu Dagnýjar: „Þú ert búin í landsliðinu núna“ Sindri Sverrisson skrifar 6. mars 2024 22:45 Dagný Brynjarsdóttir á heimaleik West Ham með sinn annan son undir belti, en hann kom í heiminn í síðasta mánuði. Getty/George Tewkesbury Enska knattspyrnufélagið West Ham hefur framleitt heimildarmynd um meðgöngu íslensku landsliðskonunnar Dagnýjar Brynjarsdóttur, sem í síðasta mánuði eignaðist sinn annan son. Dagný og eiginmaður hennar, Ómar Páll Sigurbjartsson, eignuðust sinn fyrsta son sumarið 2018. Dagný var þá leikmaður Portland Thorns í Bandaríkjunum og eftir að hafa svo spilað með Selfossi sumarið 2020 hélt hún til Lundúna og gekk í raðir West Ham. Dagný hefur verið í lykilhlutverki hjá West Ham og var gerð að fyrirliða liðsins en hefur ekkert spilað á þessari leiktíð vegna meðgöngunnar. View this post on Instagram A post shared by West Ham United Women (@westhamwomen) Vinnuveitendur hennar hjá West Ham sáu hins vegar tækifæri í þessu og á föstudaginn verður frumsýnd heimildarmynd þar sem hægt verður að fylgjast með Dagnýju á meðgöngunni, og áskorunum hennar sem atvinnuíþróttakona sem stofnað hefur fjölskyldu. „Ég vildi sýna fólki að ég gæti enn spilað erlendis, í einni af bestu deildunum, og verið mamma. Af hverju ætti ég að hætta?“ segir Dagný meðal annars í stiklu úr myndinni sem sjá má á samfélagsmiðlum West Ham. (Til að sjá Instagram-færslurnar gæti þurft að ýta á refresh-takkann, F5). View this post on Instagram A post shared by West Ham United Women (@westhamwomen) „Fólk hefur sagt upp í opið geðið á mér: „Þú ert búin í landsliðinu núna. Þú verður bara í hálfatvinnumennsku á Íslandi. Muntu yfirhöfuð spila áfram?““ segir Dagný í stiklunni en eins og fyrr segir verður myndin frumsýnd á föstudag. Dagný er næstmarkahæsta landsliðskona Íslands frá upphafi en hún hefur skorað 38 mörk í 113 A-landsleikjum. Enski boltinn Börn og uppeldi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Fótbolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Guardiola samdi til ársins 2027 Enski boltinn Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Handbolti Framarar náðu toppliðunum að stigum Handbolti Fleiri fréttir Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Scott McTominay sér ekki eftir neinu Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjá meira
Dagný og eiginmaður hennar, Ómar Páll Sigurbjartsson, eignuðust sinn fyrsta son sumarið 2018. Dagný var þá leikmaður Portland Thorns í Bandaríkjunum og eftir að hafa svo spilað með Selfossi sumarið 2020 hélt hún til Lundúna og gekk í raðir West Ham. Dagný hefur verið í lykilhlutverki hjá West Ham og var gerð að fyrirliða liðsins en hefur ekkert spilað á þessari leiktíð vegna meðgöngunnar. View this post on Instagram A post shared by West Ham United Women (@westhamwomen) Vinnuveitendur hennar hjá West Ham sáu hins vegar tækifæri í þessu og á föstudaginn verður frumsýnd heimildarmynd þar sem hægt verður að fylgjast með Dagnýju á meðgöngunni, og áskorunum hennar sem atvinnuíþróttakona sem stofnað hefur fjölskyldu. „Ég vildi sýna fólki að ég gæti enn spilað erlendis, í einni af bestu deildunum, og verið mamma. Af hverju ætti ég að hætta?“ segir Dagný meðal annars í stiklu úr myndinni sem sjá má á samfélagsmiðlum West Ham. (Til að sjá Instagram-færslurnar gæti þurft að ýta á refresh-takkann, F5). View this post on Instagram A post shared by West Ham United Women (@westhamwomen) „Fólk hefur sagt upp í opið geðið á mér: „Þú ert búin í landsliðinu núna. Þú verður bara í hálfatvinnumennsku á Íslandi. Muntu yfirhöfuð spila áfram?““ segir Dagný í stiklunni en eins og fyrr segir verður myndin frumsýnd á föstudag. Dagný er næstmarkahæsta landsliðskona Íslands frá upphafi en hún hefur skorað 38 mörk í 113 A-landsleikjum.
Enski boltinn Börn og uppeldi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Fótbolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Guardiola samdi til ársins 2027 Enski boltinn Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Handbolti Framarar náðu toppliðunum að stigum Handbolti Fleiri fréttir Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Scott McTominay sér ekki eftir neinu Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjá meira