Má ég kveðja á eigin forsendum? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar 7. mars 2024 08:00 Þetta er rosalega einfalt: Við bara bönnum það sem er hættulegt og leyfum það sem er öruggt. Störf alþingismanna væru mjög auðveld ef þetta væri raunin. En ef bannstefnan virkar, hvers vegna deyja þá margir tugir einstaklinga á ári, fyrir aldur fram, vegna vímuefnaneyslu? Þvert á móti hef ég hitt marga notendur vímuefna sem óttast að leita sér aðstoðar einmitt vegna þess að neysla er bönnuð. Bannstefnan veldur meiri skaða en bótum. Í mínum huga er frelsið ekki bara undirstaða samfélagsins okkar. Það er líka skaðaminnkandi, og einfaldar líf fólks. En til þess að ýta undir frelsi þurfum við að byggja traust á milli þings og þjóðar. Það er ekki bara gert með því að þjóðin byrji að treysta þingmönnum heldur verða þingmenn að geta treyst þjóðinni. Þeir þurfa að geta treyst fólki til taka ákvarðanir um eigið líf og til að bera ábyrgð á þeim ákvörðunum. Aukin forræðishyggja er til þess fallin að veikja traustið. Það eru almannahagsmunir fólgnir í því að setja frelsið á dagskrá. Spyrjum ekki að leikslokum hvers vegna frelsið varð afgangs og furðum okkur á því hvers vegna flokkar sem kenna sig við frelsi taka það ekki upp. Við þurfum einfaldlega að þora. Þess vegna hef ég lagt fram frumvarp fyrir Alþingi sem snýr að lögleiðingu dánaraðstoðar. Mál þetta er til jafns frelsismál og mannúðarmál. Svo ég stikli á stóru þá snýst dánaraðstoð um rétt sjúklings til að óska eftir því að fá að kveðja þennan heim á eigin forsendum. Í frumvarpinu er lagt til að sjúklingur sem óskar eftir dánaraðstoð skal vera lögráða og sjálfráða, þannig á sig kominn andlega að vera fær um að taka ákvörðun um að óska dánaraðstoðar, með ólæknandi sjúkdóm og upplifir ómeðhöndlanlega og óbærilega þjáningu. Jafnframt er mikilvægt að benda á að enginn læknir verður tilneyddur til að veita dánaraðstoð stríði það gegn hans sannfæringu. Hins vegar er ljóst að viðhorf heilbrigðisstarfsfólks í garð dánaraðstoðar hefur orðið mun jákvæðara en áður var. Í skýrslu heilbrigðisráðuneytisins frá 2023 kemur fram að 56% lækna, 86% hjúkrunarfræðinga og 81% sjúkraliða eru alfarið, mjög eða frekar hlynnt því að dánaraðstoð verði leyfð á Íslandi. Árið 2010 voru einungis 18% lækna og 20% hjúkrunarfræðinga hlynnt dánaraðstoð. Um er að ræða mikilvægt frelsis- og mannúðarmál sem er mikilvægt að þingið taki afstöðu til. Löggjafinn hefur það hlutverk að þjónusta fólkið í landinu og jafnframt er nauðsynlegt að treysta fólki fyrir eigin ákvörðunum. Það er mikilvægt að við fáum að lokum að kveðja á eigin forsendum og því tel ég nauðsynlegt að frumvarpið fái fram að ganga. Höfundur er varaþingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Dánaraðstoð Heilbrigðismál Alþingi Viðreisn Mest lesið Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Sjá meira
Þetta er rosalega einfalt: Við bara bönnum það sem er hættulegt og leyfum það sem er öruggt. Störf alþingismanna væru mjög auðveld ef þetta væri raunin. En ef bannstefnan virkar, hvers vegna deyja þá margir tugir einstaklinga á ári, fyrir aldur fram, vegna vímuefnaneyslu? Þvert á móti hef ég hitt marga notendur vímuefna sem óttast að leita sér aðstoðar einmitt vegna þess að neysla er bönnuð. Bannstefnan veldur meiri skaða en bótum. Í mínum huga er frelsið ekki bara undirstaða samfélagsins okkar. Það er líka skaðaminnkandi, og einfaldar líf fólks. En til þess að ýta undir frelsi þurfum við að byggja traust á milli þings og þjóðar. Það er ekki bara gert með því að þjóðin byrji að treysta þingmönnum heldur verða þingmenn að geta treyst þjóðinni. Þeir þurfa að geta treyst fólki til taka ákvarðanir um eigið líf og til að bera ábyrgð á þeim ákvörðunum. Aukin forræðishyggja er til þess fallin að veikja traustið. Það eru almannahagsmunir fólgnir í því að setja frelsið á dagskrá. Spyrjum ekki að leikslokum hvers vegna frelsið varð afgangs og furðum okkur á því hvers vegna flokkar sem kenna sig við frelsi taka það ekki upp. Við þurfum einfaldlega að þora. Þess vegna hef ég lagt fram frumvarp fyrir Alþingi sem snýr að lögleiðingu dánaraðstoðar. Mál þetta er til jafns frelsismál og mannúðarmál. Svo ég stikli á stóru þá snýst dánaraðstoð um rétt sjúklings til að óska eftir því að fá að kveðja þennan heim á eigin forsendum. Í frumvarpinu er lagt til að sjúklingur sem óskar eftir dánaraðstoð skal vera lögráða og sjálfráða, þannig á sig kominn andlega að vera fær um að taka ákvörðun um að óska dánaraðstoðar, með ólæknandi sjúkdóm og upplifir ómeðhöndlanlega og óbærilega þjáningu. Jafnframt er mikilvægt að benda á að enginn læknir verður tilneyddur til að veita dánaraðstoð stríði það gegn hans sannfæringu. Hins vegar er ljóst að viðhorf heilbrigðisstarfsfólks í garð dánaraðstoðar hefur orðið mun jákvæðara en áður var. Í skýrslu heilbrigðisráðuneytisins frá 2023 kemur fram að 56% lækna, 86% hjúkrunarfræðinga og 81% sjúkraliða eru alfarið, mjög eða frekar hlynnt því að dánaraðstoð verði leyfð á Íslandi. Árið 2010 voru einungis 18% lækna og 20% hjúkrunarfræðinga hlynnt dánaraðstoð. Um er að ræða mikilvægt frelsis- og mannúðarmál sem er mikilvægt að þingið taki afstöðu til. Löggjafinn hefur það hlutverk að þjónusta fólkið í landinu og jafnframt er nauðsynlegt að treysta fólki fyrir eigin ákvörðunum. Það er mikilvægt að við fáum að lokum að kveðja á eigin forsendum og því tel ég nauðsynlegt að frumvarpið fái fram að ganga. Höfundur er varaþingmaður Viðreisnar.
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar