Farþegum fjölgaði um 66 prósent Atli Ísleifsson skrifar 7. mars 2024 11:06 Birgir Jónsson forstjóri Play segir félagið nú sjá eftirspurnina taka við sér eftir krefjandi tímabil í kjölfar „ónákvæms fréttflutnings á heimsvísu“ um jarðhræringarnar á Reykjanesskaga. Vísir/Vilhelm Flugfélagið Play flutti 106.042 farþega í nýliðnum febrúar og er um að ræða 66 prósenta aukningu frá febrúar á síðasta ári. Sætanýting í síðasta mánuði var 81 prósent, samanborið við 76,9 prósent í febrúar í fyrra. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu þar sem aukning í sætanýtingu er sögð til marks um að eftirspurnin hafi tekið við sér á ný eftir að hafa orðið fyrir höggi vegna „ónákvæms fréttaflutnings á heimsvísu af jarðhræringum á Reykjanesskaga síðastliðið haust“. Fram kemur að af þeim farþegum sem hafi flogið með Play í síðasta mánuði hafi 27,9 prósent verið á leið frá Ísland, 40 prósent á leið til Íslands og 32,1 prósent tengifarþegar. Þá segir að aukning hafi orðið á sætanýtingu frá áfangastöðum í Norður Ameríku, úr 67 prósent í febrúar 2023 í 78 prósent í febrúar 2024. París og Barcelona hafi verið með yfir 90 prósent sætanýtingu og Alicante með 90 prósenta sætanýtingu. Stundvísi PLAY í febrúar mánuði var 90 prósent og það sem af er ári 2024 er stundvísi 84,1 prósent. Eftirspurn að taka við sér á ný Haft er eftir Birgi Jónssyni, forstjóra Play, að febrúar hafi verið nokkuð góður mánuður fyrir félagið. „Við sáum eftirspurnina taka við sér eftir krefjandi tímabil í kjölfar ónákvæms fréttflutnings á heimsvísu tengdum jarðhræringum sem minnkaði eftirspurnina eftir Íslandi sem áfangastað síðastliðna mánuði. Við sáum hins vegar viðsnúning í febrúar og í því samhengi er hægt að nefna að sætanýtingin var 81%, eða fjórum prósentustigum hærri en í febrúar í fyrra. Á sama tíma fjölgaði farþegum okkar um 66% í 106 þúsund. Flugrekstrarsviðið okkar og áhafnir náðu frábærum árangri með því að halda stundvísi í 90%, sem er mikið afrek yfir vetrarmánuðina á Íslandi og enn ein sönnun þess hve mikil fagmennska býr í teyminu. Við bættum nýlega við nýjum áfangastöðum í leiðakerfið okkar, Vilnius, Split, Madeira og Marrakesh. Það skemmtilega við Marrakesh fyrir okkur er að þetta verður í fyrsta sinn sem áætlunarflugi á milli Íslands og Afríku verður haldið úti.“ Næsta vaxtastig Þá er haft eftir Birgi að Play hafi náð mikilvægum áfanga með því að tryggja sér vilyrði upp á fjóra milljarða króna frá bæði núverandi og nýjum hluthöfum. „Þegar þessum fjármögnunaráfanga er lokið og hann hefur verið samþykktur á aðalfundi félagsins í mars, getum við tekið skrefið á næsta vaxtastig félagsins, vel fjármögnuð og með það fyrir augum að ná framtíðarmarkmiðum félagsins. Þegar við berum komandi sumarvertíð saman við síðasta ár, þá sjáum við umtalsvert hærri sætanýtingu og verð auk áframhaldandi vaxtar í hliðartekjum. Við höfum því margt til að gleðjast yfir og munum halda áfram að halda kostnaði lágum, auka tekjur og veita farþegum gæðaþjónustu á góðu verði,“ er haft eftir Birgi. Play Fréttir af flugi Kauphöllin Tengdar fréttir Play tekur flugið til Afríku Flugfélagið PLAY hefur hafið miðasölu til tveggja nýrra áfangastaða. Annars vegar til Marrakesh í Marokkó og hins vegar Madeira í Portúgal. Flug Play til Marrakesh verður áætlunarflugið milli Íslands og Afríku. 5. mars 2024 10:45 Play tekur flugið til Afríku Flugfélagið PLAY hefur hafið miðasölu til tveggja nýrra áfangastaða. Annars vegar til Marrakesh í Marokkó og hins vegar Madeira í Portúgal. Flug Play til Marrakesh verður áætlunarflugið milli Íslands og Afríku. 5. mars 2024 10:45 Hafa tryggt sér fjóra milljarða Play hefur tryggt sér áskriftarloforð að andvirði fjögurra milljarða króna í heildina vegna hlutafjáraukningar sem unnið hefur verið að. Fjórir milljarðar var lágmark hlutafjáraukningarinnar og er hún nú háð leyfis hluthafa. Fáist það stendur til að auka hlutaféð á aðalfundi félagsins þann 21. mars. 29. febrúar 2024 23:11 Mest lesið Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Viðskipti innlent Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Viðskipti innlent Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Neytendur Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Viðskipti innlent Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Viðskipti innlent Bilun hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Viðskipti innlent Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Viðskipti innlent Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Atvinnulíf Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bilun hjá Landsbankanum Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Bankarnir byrji í brekku Þröstur tekur við Bændablaðinu Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum „Fyrstu viðbrögðin voru þetta er ekki hægt“ Almenningur fær forgang og lægsta verðið Arion banki vill sameinast Íslandsbanka Getur nú greitt fyrir bensínið með appi Mikilvægur gæðastimpill fyrir verkefni Carbfix í Hafnarfirði Bein útsending: Frumkvöðlar keppast um Gulleggið Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Telja hvorki hættu á jarðskjálftum né áhrifum á vatnsból af Coda Terminal Helga Beck stýrir markaðsmálum Orkusölunnar Félagsmiðstöð, Hitt húsið, FS og Heilsustofnun NLFÍ stofnanir ársins Hækka lágmarksverð mjólkur Bankarnir græddu 88 milljarða í fyrra Kanna einnig jarðveginn fyrir Coda-stöð á Bakka Vogunarsjóðurinn selur sig út úr Skel fyrir tvo milljarða Jóna Dóra til Hagkaups Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Forsendur kunni að bresta ef ríkistjórnin nær sínu fram Alvotech vígir Frumuna Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu þar sem aukning í sætanýtingu er sögð til marks um að eftirspurnin hafi tekið við sér á ný eftir að hafa orðið fyrir höggi vegna „ónákvæms fréttaflutnings á heimsvísu af jarðhræringum á Reykjanesskaga síðastliðið haust“. Fram kemur að af þeim farþegum sem hafi flogið með Play í síðasta mánuði hafi 27,9 prósent verið á leið frá Ísland, 40 prósent á leið til Íslands og 32,1 prósent tengifarþegar. Þá segir að aukning hafi orðið á sætanýtingu frá áfangastöðum í Norður Ameríku, úr 67 prósent í febrúar 2023 í 78 prósent í febrúar 2024. París og Barcelona hafi verið með yfir 90 prósent sætanýtingu og Alicante með 90 prósenta sætanýtingu. Stundvísi PLAY í febrúar mánuði var 90 prósent og það sem af er ári 2024 er stundvísi 84,1 prósent. Eftirspurn að taka við sér á ný Haft er eftir Birgi Jónssyni, forstjóra Play, að febrúar hafi verið nokkuð góður mánuður fyrir félagið. „Við sáum eftirspurnina taka við sér eftir krefjandi tímabil í kjölfar ónákvæms fréttflutnings á heimsvísu tengdum jarðhræringum sem minnkaði eftirspurnina eftir Íslandi sem áfangastað síðastliðna mánuði. Við sáum hins vegar viðsnúning í febrúar og í því samhengi er hægt að nefna að sætanýtingin var 81%, eða fjórum prósentustigum hærri en í febrúar í fyrra. Á sama tíma fjölgaði farþegum okkar um 66% í 106 þúsund. Flugrekstrarsviðið okkar og áhafnir náðu frábærum árangri með því að halda stundvísi í 90%, sem er mikið afrek yfir vetrarmánuðina á Íslandi og enn ein sönnun þess hve mikil fagmennska býr í teyminu. Við bættum nýlega við nýjum áfangastöðum í leiðakerfið okkar, Vilnius, Split, Madeira og Marrakesh. Það skemmtilega við Marrakesh fyrir okkur er að þetta verður í fyrsta sinn sem áætlunarflugi á milli Íslands og Afríku verður haldið úti.“ Næsta vaxtastig Þá er haft eftir Birgi að Play hafi náð mikilvægum áfanga með því að tryggja sér vilyrði upp á fjóra milljarða króna frá bæði núverandi og nýjum hluthöfum. „Þegar þessum fjármögnunaráfanga er lokið og hann hefur verið samþykktur á aðalfundi félagsins í mars, getum við tekið skrefið á næsta vaxtastig félagsins, vel fjármögnuð og með það fyrir augum að ná framtíðarmarkmiðum félagsins. Þegar við berum komandi sumarvertíð saman við síðasta ár, þá sjáum við umtalsvert hærri sætanýtingu og verð auk áframhaldandi vaxtar í hliðartekjum. Við höfum því margt til að gleðjast yfir og munum halda áfram að halda kostnaði lágum, auka tekjur og veita farþegum gæðaþjónustu á góðu verði,“ er haft eftir Birgi.
Play Fréttir af flugi Kauphöllin Tengdar fréttir Play tekur flugið til Afríku Flugfélagið PLAY hefur hafið miðasölu til tveggja nýrra áfangastaða. Annars vegar til Marrakesh í Marokkó og hins vegar Madeira í Portúgal. Flug Play til Marrakesh verður áætlunarflugið milli Íslands og Afríku. 5. mars 2024 10:45 Play tekur flugið til Afríku Flugfélagið PLAY hefur hafið miðasölu til tveggja nýrra áfangastaða. Annars vegar til Marrakesh í Marokkó og hins vegar Madeira í Portúgal. Flug Play til Marrakesh verður áætlunarflugið milli Íslands og Afríku. 5. mars 2024 10:45 Hafa tryggt sér fjóra milljarða Play hefur tryggt sér áskriftarloforð að andvirði fjögurra milljarða króna í heildina vegna hlutafjáraukningar sem unnið hefur verið að. Fjórir milljarðar var lágmark hlutafjáraukningarinnar og er hún nú háð leyfis hluthafa. Fáist það stendur til að auka hlutaféð á aðalfundi félagsins þann 21. mars. 29. febrúar 2024 23:11 Mest lesið Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Viðskipti innlent Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Viðskipti innlent Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Neytendur Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Viðskipti innlent Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Viðskipti innlent Bilun hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Viðskipti innlent Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Viðskipti innlent Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Atvinnulíf Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bilun hjá Landsbankanum Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Bankarnir byrji í brekku Þröstur tekur við Bændablaðinu Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum „Fyrstu viðbrögðin voru þetta er ekki hægt“ Almenningur fær forgang og lægsta verðið Arion banki vill sameinast Íslandsbanka Getur nú greitt fyrir bensínið með appi Mikilvægur gæðastimpill fyrir verkefni Carbfix í Hafnarfirði Bein útsending: Frumkvöðlar keppast um Gulleggið Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Telja hvorki hættu á jarðskjálftum né áhrifum á vatnsból af Coda Terminal Helga Beck stýrir markaðsmálum Orkusölunnar Félagsmiðstöð, Hitt húsið, FS og Heilsustofnun NLFÍ stofnanir ársins Hækka lágmarksverð mjólkur Bankarnir græddu 88 milljarða í fyrra Kanna einnig jarðveginn fyrir Coda-stöð á Bakka Vogunarsjóðurinn selur sig út úr Skel fyrir tvo milljarða Jóna Dóra til Hagkaups Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Forsendur kunni að bresta ef ríkistjórnin nær sínu fram Alvotech vígir Frumuna Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Sjá meira
Play tekur flugið til Afríku Flugfélagið PLAY hefur hafið miðasölu til tveggja nýrra áfangastaða. Annars vegar til Marrakesh í Marokkó og hins vegar Madeira í Portúgal. Flug Play til Marrakesh verður áætlunarflugið milli Íslands og Afríku. 5. mars 2024 10:45
Play tekur flugið til Afríku Flugfélagið PLAY hefur hafið miðasölu til tveggja nýrra áfangastaða. Annars vegar til Marrakesh í Marokkó og hins vegar Madeira í Portúgal. Flug Play til Marrakesh verður áætlunarflugið milli Íslands og Afríku. 5. mars 2024 10:45
Hafa tryggt sér fjóra milljarða Play hefur tryggt sér áskriftarloforð að andvirði fjögurra milljarða króna í heildina vegna hlutafjáraukningar sem unnið hefur verið að. Fjórir milljarðar var lágmark hlutafjáraukningarinnar og er hún nú háð leyfis hluthafa. Fáist það stendur til að auka hlutaféð á aðalfundi félagsins þann 21. mars. 29. febrúar 2024 23:11