Óttast að mál Davíðs ýti undir fordóma gagnvart Víetnömum Bjarki Sigurðsson skrifar 7. mars 2024 20:01 Anh-Dao K. Tran er aðjunkt við Háskóla Íslands og handhafi fálkaorðu. Vísir/Sigurjón Aðjunkt við Háskóla Íslands óttast að mál Davíðs Viðarssonar ýti undir fordóma gegn fólki frá Víetnam. Hún segist aldrei áður hafa heyrt af því að Víetnamar séu fluttir hingað til lands í vinnumansali. Anh-Dao er fædd og uppalin í Víetnam en flúði til Bandaríkjanna árið 1975 þegar hún var sextán ára gömul en hefur búið á Íslandi síðan árið 1984. Hún er aðjunkt og nýdoktor við menntavísindasvið Háskóla Íslands og hefur fengið fálkaorðu fyrir sín störf í þágu nýrra Íslendinga. Í rannsóknum sínum hefur Anh-Dao beint sjónum sínum að samfélagi innflytjenda á Íslandi, að mestu leyti Víetnama. Fyrstu flóttamennirnir frá Víetnam komu hingað árið 1979 en síðustu ár hefur innflytjendum þaðan fjölgað ört. Árið 2013 voru þeir 550 talsins en fjöldinn hefur tvöfaldast síðan þá og eru þeir 1223 í dag. Anh-Dao segir aðlögun Víetnama hér ekki ósvipaða þeirra sem koma frá öðrum löndum. „Við viljum í fjölmenningarsamfélagi frekar að fólk haldi þeirra tungumáli og menningu. Ég held að margir Víetnamar sem koma seinna hafa gert það. Börnin fara í skóla, læra íslensku en halda áfram að tala víetnömsku,“ segir Anh-Dao. Klippa: Óttast fordóma Hún segir algengt að fólk frá Víetnam flytji til annarra landa og sendi pening heim. Hún hefur þó ekki heyrt af mansali eins og eigandi Vy-þrifa, Davíð Viðarsson, er sakaður um. Hún óttast að atvikið geti ýtt undir fordóma gegn fólki frá Víetnam. „Það er alltaf eitthvað um fordóma. Og þegar svona mál kemur upp gefur það fólki meiri afsökun til að vera með fordóma gegn Víetnömum. En þetta rosalega neikvæða mál er mjög góð afsökun fyrir fólk með fordóma til að bæta við þá,“ segir Anh-Dao. Víetnam Mál Davíðs Viðarssonar Ólöglegur matvælalager í Sóltúni Innflytjendamál Mansal Tengdar fréttir Rannsaka hvort Davíð hafi þegið milljónir fyrir að koma fólki til landsins Lögregla rannsakar hvort að Davíð Viðarsson og fleiri sem eru nú í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikillar rannsóknar lögreglu á vinnumansali hafi þegið greiðslur frá víetnömsku fólki fyrir aðstoð við að koma þeim til landsins. Þetta herma heimildir fréttastofu. 6. mars 2024 19:10 Þögull sem gröfin um söluna á Wok On til Davíðs Kristján Ólafur Sigríðarson, stofnandi og fyrrverandi eigandi og framkvæmdastjóri Wok on veitingastaðanna, segir lögreglu ekki hafa rætt við sig í tengslum við umfangsmiklar aðgerðir embættisins víða um land í gær. Hann segist enda ekki tengjast málinu með nokkrum hætti. 6. mars 2024 15:56 Með rekstur og fasteignir út um alla borg Athafnamaðurinn Davíð Viðarsson á fjölmörg félög og rekur fjölda veitingastaða og verslana í Reykjavík. Heildareignir félaganna sem Davíð á nema 1,2 milljarði króna. 6. mars 2024 12:28 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fleiri fréttir Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Sjá meira
Anh-Dao er fædd og uppalin í Víetnam en flúði til Bandaríkjanna árið 1975 þegar hún var sextán ára gömul en hefur búið á Íslandi síðan árið 1984. Hún er aðjunkt og nýdoktor við menntavísindasvið Háskóla Íslands og hefur fengið fálkaorðu fyrir sín störf í þágu nýrra Íslendinga. Í rannsóknum sínum hefur Anh-Dao beint sjónum sínum að samfélagi innflytjenda á Íslandi, að mestu leyti Víetnama. Fyrstu flóttamennirnir frá Víetnam komu hingað árið 1979 en síðustu ár hefur innflytjendum þaðan fjölgað ört. Árið 2013 voru þeir 550 talsins en fjöldinn hefur tvöfaldast síðan þá og eru þeir 1223 í dag. Anh-Dao segir aðlögun Víetnama hér ekki ósvipaða þeirra sem koma frá öðrum löndum. „Við viljum í fjölmenningarsamfélagi frekar að fólk haldi þeirra tungumáli og menningu. Ég held að margir Víetnamar sem koma seinna hafa gert það. Börnin fara í skóla, læra íslensku en halda áfram að tala víetnömsku,“ segir Anh-Dao. Klippa: Óttast fordóma Hún segir algengt að fólk frá Víetnam flytji til annarra landa og sendi pening heim. Hún hefur þó ekki heyrt af mansali eins og eigandi Vy-þrifa, Davíð Viðarsson, er sakaður um. Hún óttast að atvikið geti ýtt undir fordóma gegn fólki frá Víetnam. „Það er alltaf eitthvað um fordóma. Og þegar svona mál kemur upp gefur það fólki meiri afsökun til að vera með fordóma gegn Víetnömum. En þetta rosalega neikvæða mál er mjög góð afsökun fyrir fólk með fordóma til að bæta við þá,“ segir Anh-Dao.
Víetnam Mál Davíðs Viðarssonar Ólöglegur matvælalager í Sóltúni Innflytjendamál Mansal Tengdar fréttir Rannsaka hvort Davíð hafi þegið milljónir fyrir að koma fólki til landsins Lögregla rannsakar hvort að Davíð Viðarsson og fleiri sem eru nú í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikillar rannsóknar lögreglu á vinnumansali hafi þegið greiðslur frá víetnömsku fólki fyrir aðstoð við að koma þeim til landsins. Þetta herma heimildir fréttastofu. 6. mars 2024 19:10 Þögull sem gröfin um söluna á Wok On til Davíðs Kristján Ólafur Sigríðarson, stofnandi og fyrrverandi eigandi og framkvæmdastjóri Wok on veitingastaðanna, segir lögreglu ekki hafa rætt við sig í tengslum við umfangsmiklar aðgerðir embættisins víða um land í gær. Hann segist enda ekki tengjast málinu með nokkrum hætti. 6. mars 2024 15:56 Með rekstur og fasteignir út um alla borg Athafnamaðurinn Davíð Viðarsson á fjölmörg félög og rekur fjölda veitingastaða og verslana í Reykjavík. Heildareignir félaganna sem Davíð á nema 1,2 milljarði króna. 6. mars 2024 12:28 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fleiri fréttir Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Sjá meira
Rannsaka hvort Davíð hafi þegið milljónir fyrir að koma fólki til landsins Lögregla rannsakar hvort að Davíð Viðarsson og fleiri sem eru nú í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikillar rannsóknar lögreglu á vinnumansali hafi þegið greiðslur frá víetnömsku fólki fyrir aðstoð við að koma þeim til landsins. Þetta herma heimildir fréttastofu. 6. mars 2024 19:10
Þögull sem gröfin um söluna á Wok On til Davíðs Kristján Ólafur Sigríðarson, stofnandi og fyrrverandi eigandi og framkvæmdastjóri Wok on veitingastaðanna, segir lögreglu ekki hafa rætt við sig í tengslum við umfangsmiklar aðgerðir embættisins víða um land í gær. Hann segist enda ekki tengjast málinu með nokkrum hætti. 6. mars 2024 15:56
Með rekstur og fasteignir út um alla borg Athafnamaðurinn Davíð Viðarsson á fjölmörg félög og rekur fjölda veitingastaða og verslana í Reykjavík. Heildareignir félaganna sem Davíð á nema 1,2 milljarði króna. 6. mars 2024 12:28