Grindavíkurbær heiðursgestur Menningarnætur 2024 Atli Ísleifsson skrifar 8. mars 2024 12:23 Mikil stemmning er jafnan í miðborg Reykjavíkur á Menningarnótt í ágúst á ári hverju. Vísir/Vilhelm Grindavíkurbær verður heiðursgestur Menningarnætur Reykjavíkurborgar þann 24. ágúst 2024. Tilefnið er vinatengsl bæjarfélaganna og fimmtíu ára kaupstaðarafmæli Grindavíkurbæjar í ár. Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg segir að bæjarstjórn Grindavíkur hafi þegið boðið og þakki borgarstjóra og borgarráði Reykjavíkur þann heiður sem Grindavíkurbæ sé sýndur af þessu tilefni. Haft er eftir Einari Þorsteinssyni, borgarstjóra, að hann fagni þátttöku Grindavíkurbæjar. „Það er okkur mikill heiður að fá að bjóða Grindvíkingum að vera heiðursgestir á Menningarnótt í ár. Grindavíkingar hafa gengið í gegnum miklar hremmingar, sem því miður sér ekki fyrir endann á. Þegar á reynir er mikilvægt að sýna stuðning og efla vinatengsl. Grindavík fagnar 50 ára kaupstaðarafmæli sínu í ár og það er fullt tilefni til þess að sýna samtakamátt og fagna því saman,“ er haft eftir Einari. Menningarnótt er afmælishátíð Reykjavíkurborgar og er hátíðin ávallt haldin fyrsta laugardag eftir 18. ágúst en þann dag árið 1786 fékk Reykjavíkurborg kaupstaðarréttindi. Hátíðin var haldin í fyrsta sinn árið 1996 og hefur frá upphafi skipað mikilvægan sess í viðburðahaldi í borginni þar sem listafólk, íbúar og rekstraraðilar fá tækifæri til að bjóða til veislu í miðborginni. Sveitarfélög eða félagasamtök hafa í gegnum árin verið heiðursgestir á Menningarnótt í þeim hópi eru meðal annarra Ísafjörður, Akranes, Þórshöfn í Færeyjum, Blindrafélagið, stuðningssamtökin Support for Ukraine Iceland og í fyrra var það Vestmannaeyjabær sem þá hélt upp á að 50 ár voru liðin frá goslokum. Menningarnótt Grindavík Reykjavík Borgarstjórn Menning Tengdar fréttir Eyjastemmning á næstu Menningarnótt í Reykjavík Vestmannaeyjabær verður heiðursgestur Menningarnætur í Reykjavík 2023 í tilefni af fimmtíu ára goslokaafmæli og langvarandi vinatengslum bæjarfélaganna. 7. október 2022 13:29 Mest lesið Klara og félagar í uppreisn gegn „femínistaþreytunni“ Lífið Gerðu upp gamlan banka í dönsku krúttþorpi Lífið Prinsessan í sínu fyrsta hlutverki með Höllu Lífið Fær nánast alltaf fullnægingu með rúnki en sjaldnar í kynlífi Lífið Lærði fyrstu hundrað tölurnar í pi í sóttkví Lífið Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun „Verulegar fjárhæðir“ fyrir snemmbúinn helgan stein Lífið Kransakaka Jóa Fel án kökuforms Lífið Spöruðu hálfa milljón á mánuði og stefna á íbúðarkaup Lífið Fagaðilar gefa óumbeðin ráð um útlitsbreytingar: „Þú hefur þyngst“ Lífið Fleiri fréttir Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg segir að bæjarstjórn Grindavíkur hafi þegið boðið og þakki borgarstjóra og borgarráði Reykjavíkur þann heiður sem Grindavíkurbæ sé sýndur af þessu tilefni. Haft er eftir Einari Þorsteinssyni, borgarstjóra, að hann fagni þátttöku Grindavíkurbæjar. „Það er okkur mikill heiður að fá að bjóða Grindvíkingum að vera heiðursgestir á Menningarnótt í ár. Grindavíkingar hafa gengið í gegnum miklar hremmingar, sem því miður sér ekki fyrir endann á. Þegar á reynir er mikilvægt að sýna stuðning og efla vinatengsl. Grindavík fagnar 50 ára kaupstaðarafmæli sínu í ár og það er fullt tilefni til þess að sýna samtakamátt og fagna því saman,“ er haft eftir Einari. Menningarnótt er afmælishátíð Reykjavíkurborgar og er hátíðin ávallt haldin fyrsta laugardag eftir 18. ágúst en þann dag árið 1786 fékk Reykjavíkurborg kaupstaðarréttindi. Hátíðin var haldin í fyrsta sinn árið 1996 og hefur frá upphafi skipað mikilvægan sess í viðburðahaldi í borginni þar sem listafólk, íbúar og rekstraraðilar fá tækifæri til að bjóða til veislu í miðborginni. Sveitarfélög eða félagasamtök hafa í gegnum árin verið heiðursgestir á Menningarnótt í þeim hópi eru meðal annarra Ísafjörður, Akranes, Þórshöfn í Færeyjum, Blindrafélagið, stuðningssamtökin Support for Ukraine Iceland og í fyrra var það Vestmannaeyjabær sem þá hélt upp á að 50 ár voru liðin frá goslokum.
Menningarnótt Grindavík Reykjavík Borgarstjórn Menning Tengdar fréttir Eyjastemmning á næstu Menningarnótt í Reykjavík Vestmannaeyjabær verður heiðursgestur Menningarnætur í Reykjavík 2023 í tilefni af fimmtíu ára goslokaafmæli og langvarandi vinatengslum bæjarfélaganna. 7. október 2022 13:29 Mest lesið Klara og félagar í uppreisn gegn „femínistaþreytunni“ Lífið Gerðu upp gamlan banka í dönsku krúttþorpi Lífið Prinsessan í sínu fyrsta hlutverki með Höllu Lífið Fær nánast alltaf fullnægingu með rúnki en sjaldnar í kynlífi Lífið Lærði fyrstu hundrað tölurnar í pi í sóttkví Lífið Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun „Verulegar fjárhæðir“ fyrir snemmbúinn helgan stein Lífið Kransakaka Jóa Fel án kökuforms Lífið Spöruðu hálfa milljón á mánuði og stefna á íbúðarkaup Lífið Fagaðilar gefa óumbeðin ráð um útlitsbreytingar: „Þú hefur þyngst“ Lífið Fleiri fréttir Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Eyjastemmning á næstu Menningarnótt í Reykjavík Vestmannaeyjabær verður heiðursgestur Menningarnætur í Reykjavík 2023 í tilefni af fimmtíu ára goslokaafmæli og langvarandi vinatengslum bæjarfélaganna. 7. október 2022 13:29