Umfjöllun og viðtöl: Valur - Stjarnan 25-22 | Valskonur bikarmeistarar í níunda sinn Andri Már Eggertsson skrifar 9. mars 2024 15:46 Valskonur eru bikarmeistarar 2024 Vísir/Hulda Margrét Valskonur tryggðu sér bikarmeistaratitilinn eftir þriggja marka sigur gegn Stjörnunni 25-22. Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik en Valur gekk á lagið í síðari hálfleik og tryggði níunda bikarmeistaratitilinn. Leikurinn tók óvænta stefnu strax í byrjun. Þvert á allar spár byrjaði Stjarnan betur gegn Val sem var talið töluvert sigurstranglegra fyrir leik. Góð byrjun Stjörnunnar fólst aðallega í öflugum varnarleik sem gerði Val afar erfitt fyrir. Valur gerði aðeins eitt mark á fyrstu sex mínútunum. Stjarnan hefði hins vegar mátt nýta þessa byrjun betur þar sem liðið gerði aðeins tvö mörk. Eftir rólega byrjun fór að ganga betur hjá Val eftir því sem leið á fyrri hálfleik. Sóknarleikurinn varð beinskeyttari og Sara Sif Helgadóttir hélt áfram að verja. Þegar fyrri hálfleikur var hálfnaður komst Valur þremur mörkum yfir 7-4 og stuðningsmenn Vals hentu í bongó á trommurnar. Stjarnan var ekki á því að láta trommusóló slá sig út af laginu. Darija Zecevic fór á kostum í marki Stjörnunnar og varði hvert dauðafærið á fætur öðru. Darija varði 9 skot í fyrri hálfleik og var með 47 prósent markvörslu. Þegar fjórar mínútur voru eftir af fyrri hálfleik jafnaði Stjarnan metin 10-10. Valur var einu marki yfir í hálfleik 11-10. Valskonur sýndu klærnar í síðari hálfleik og byrjuðu betur. Darija hætti að verja eins og hún gerði í fyrri hálfleik og Valur gekk á lagið. Þegar tíu mínútur voru liðnar af síðari hálfleik komst Valur fjórum mörkum yfir 16-12 sem var þá mesta forystan í leiknum. Það var ekki fyrr en tæplega 13 mínútur voru eftir þegar Sigurgeir Jónsson, þjálfari Stjörnunnar, ákvað að taka leikhlé í stöðunni 19-14. Valur hélt sínu striki og vann að lokum þriggja marka sigur 25-22. Þetta var níundi bikarmeistaratitill Vals í kvennaflokki. Af hverju vann Valur? Eftir að hafa ekki náð sínu besta fram í fyrri hálfleik sýndu Valskonur klærnar í síðari hálfleik og gengu frá leiknum. Valur komst fimm mörkum yfir þegar síðari hálfleikur var hálfnaður og Stjarnan átti aldrei möguleika á að koma til baka. Hverjar stóðu upp úr? Hafdís Renötudóttir byrjaði á bekknum en kom inn á undir lok fyrri hálfleiks og spilaði allan seinni hálfleikinn. Hafdís fór á kostum í síðari hálfleik og varði samtals 14 bolta og var með 50 prósent markvörslu. Thea Imani Sturludóttir var markahæst hjá Val með 6 mörk. Hvað gekk illa? Eftir frábæran undanúrslitaleik gegn Selfyssingum átti Embla Steindórsdóttir hörmulegan úrslitaleik. Embla tók tíu skot og skoraði ekki eitt einasta mark. Hvað gerist næst? Olís deildin heldur áfram að rúlla næstu helgi. Stjarnan fer í Breiðholtið og mætir ÍR næsta laugardag klukkan 17:30. Á sama tíma mætast Valur og Haukar. Powerade-bikarinn Valur Stjarnan
Valskonur tryggðu sér bikarmeistaratitilinn eftir þriggja marka sigur gegn Stjörnunni 25-22. Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik en Valur gekk á lagið í síðari hálfleik og tryggði níunda bikarmeistaratitilinn. Leikurinn tók óvænta stefnu strax í byrjun. Þvert á allar spár byrjaði Stjarnan betur gegn Val sem var talið töluvert sigurstranglegra fyrir leik. Góð byrjun Stjörnunnar fólst aðallega í öflugum varnarleik sem gerði Val afar erfitt fyrir. Valur gerði aðeins eitt mark á fyrstu sex mínútunum. Stjarnan hefði hins vegar mátt nýta þessa byrjun betur þar sem liðið gerði aðeins tvö mörk. Eftir rólega byrjun fór að ganga betur hjá Val eftir því sem leið á fyrri hálfleik. Sóknarleikurinn varð beinskeyttari og Sara Sif Helgadóttir hélt áfram að verja. Þegar fyrri hálfleikur var hálfnaður komst Valur þremur mörkum yfir 7-4 og stuðningsmenn Vals hentu í bongó á trommurnar. Stjarnan var ekki á því að láta trommusóló slá sig út af laginu. Darija Zecevic fór á kostum í marki Stjörnunnar og varði hvert dauðafærið á fætur öðru. Darija varði 9 skot í fyrri hálfleik og var með 47 prósent markvörslu. Þegar fjórar mínútur voru eftir af fyrri hálfleik jafnaði Stjarnan metin 10-10. Valur var einu marki yfir í hálfleik 11-10. Valskonur sýndu klærnar í síðari hálfleik og byrjuðu betur. Darija hætti að verja eins og hún gerði í fyrri hálfleik og Valur gekk á lagið. Þegar tíu mínútur voru liðnar af síðari hálfleik komst Valur fjórum mörkum yfir 16-12 sem var þá mesta forystan í leiknum. Það var ekki fyrr en tæplega 13 mínútur voru eftir þegar Sigurgeir Jónsson, þjálfari Stjörnunnar, ákvað að taka leikhlé í stöðunni 19-14. Valur hélt sínu striki og vann að lokum þriggja marka sigur 25-22. Þetta var níundi bikarmeistaratitill Vals í kvennaflokki. Af hverju vann Valur? Eftir að hafa ekki náð sínu besta fram í fyrri hálfleik sýndu Valskonur klærnar í síðari hálfleik og gengu frá leiknum. Valur komst fimm mörkum yfir þegar síðari hálfleikur var hálfnaður og Stjarnan átti aldrei möguleika á að koma til baka. Hverjar stóðu upp úr? Hafdís Renötudóttir byrjaði á bekknum en kom inn á undir lok fyrri hálfleiks og spilaði allan seinni hálfleikinn. Hafdís fór á kostum í síðari hálfleik og varði samtals 14 bolta og var með 50 prósent markvörslu. Thea Imani Sturludóttir var markahæst hjá Val með 6 mörk. Hvað gekk illa? Eftir frábæran undanúrslitaleik gegn Selfyssingum átti Embla Steindórsdóttir hörmulegan úrslitaleik. Embla tók tíu skot og skoraði ekki eitt einasta mark. Hvað gerist næst? Olís deildin heldur áfram að rúlla næstu helgi. Stjarnan fer í Breiðholtið og mætir ÍR næsta laugardag klukkan 17:30. Á sama tíma mætast Valur og Haukar.
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti