Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
kvöldfréttir stöðvar 2 telma tómas

Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að nú sé búið að leggja grundvöll að launastefnu sem önnur stéttarfélög munu fylgja eftir. Fjögur félög bættust í hóp þeirra sem skrifað hafa undir kjarasamning í nafni stöðugleika. Talsmaður Fagfélaganna segir að nú sé boltinn hjá Seðlabankanum, ríki og sveitarfélögum. Fjallað verður um undirritun kjarasamninga í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Þá verður rætt við sérfræðing Rauða krossins sem segir mikilvægt að dvalaleyfishafar frá Palestínu fái góðar móttökur og unnið sé með mikil áföll þeirra.

Magnús Hlynur hittir smáframleiðendur sem selja beint frá býli sem eru að drukkna í reglugerðafargani, við fylgjumst með þegar Laufey Lín tónlistarkona fær heiðursviðurkenningu frá Forseta Íslands og fáum að sjá listaverk búin til úr milljón legó-kubbum.

Þetta og fleira í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×