Óðinn og félagar höfðu yfirhöndina stærstan hluta leiksins og leiddu með fjórum mörkum í hálfleik, 13-9. Heldur meira var skoraði í síðari hálfleik, en Óðinn og félagar fögnuðu að lokum fimm marka sigri, 30-25, og um leið sæti í úrslitum svissnesku bikarkeppninnar.
Óðinn var markahæsti leikmaður vallarins með níu mörk úr ellefu skotum fyrir Kadetten, þar af eitt af vítalínunni.
Kadetten er því á leið í bikarúrslit þar sem liðið mætir annað hvort RTV Basel eða Lakers Stafa.