Rætt um 80 milljarða: „Mér finnst það ekki sanngjörn leið“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 10. mars 2024 13:46 Þorbjörg Sigríður og Stefán Vagn voru gestir Kristjáns Kristjánssonar í Sprengisandi í morgun. vísir Nýir kjarasamningar eru kostnaðarsamir og kalla á aðhaldsaðgerðir í ríkisfjármálum. Þetta segir formaður fjárlaganefndar Alþingis. Honum hugnast ekki flatar skattahækkanir enda myndu þær draga úr þeim kjarabótum sem aðilar á vinnumarkaði voru að fá í gegn í nýjum samningum. Nýir kjarasamningar á almennum markaði munu kosta ríkissjóð 80 milljarða. Þessi upphæð var til umræðu í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun þar sem þingmenn Viðreisnar og Framsóknar ræddu áhrif nýrra samninga á ríkissjóð. „Ég tók eftir því að aðalhagfræðingur Íslandsbanka sagði að samningurinn væri jákvæður varðandi markmiðið að ná niður verðbólgu enda yrði þess gætt að skera niður og hagræða á móti. En við heyrum ekki neitt um þann þátt málsins af því að hin hliðin á setningu aðalhagfræðingsins er sú að verði ekki hagrætt, verði ekki dregið úr kostnaði á móti, þá er kannski þessi samningur jafnvel farinn að vinna gegn sínu eina markmiði sem er að ná niður verðbólgu,“ sagði Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar. Stefán Vagn Stefánsson, þingmaður Framsóknarflokks og formaður fjárlaganefndar Alþingis sagði nokkrar leiðir færar þegar hann var spurður hvernig bregðast ætti við þessum miklu útgjöldum ríkissjóðs vegna nýrra samninga. „Varðandi þessar aðgerðir og að þær séu dýrar þá langar mig bara að minna á að hér í umræðu um fjárlög fyrir áramót þá var meðal annars kallað eftir stórum hluta af þessum aðgerðum af hálfu stjórnarandstöðunnar og við krafin svara um það hvaða aðgerðir við ætluðum að koma með inn í kjarasamninginn og af hverju þær voru ekki birtar í fjárlögum. Nú eru þær komnar fram og þá eru þær dýrar.“ Skattahækkanir eða aðhaldsaðgerðir? Annað hvort þurfi að ráðast í skattahækkanir eða aðhaldsaðgerðir. „Einhvers konar bland af því er skynsamlegast, mér finnst ekki skynsamleg leið og ekki góð skilaboð að fara í flatar skattahækkanir sem munu bitna á því fólki sem var að fá kjarabætur.“ Ef fara eigi í skattahækkanir þurfi að beina þeim að hópum sem finna minna fyrir þeim. Kjarasamningar kveði á um 3,25 og 3,5 prósent hækkun á launalið á tímum mikillar verðbólgu. „Og þessar aðgerðir ríkisins eru náttúrulega tilkomnar til að bæta upp þennan mun þarna á og mér finnst óskynsamlegt ef ríkið færi að setja auknar skattbyrgðir á það fólk sem var að skrifa undir 3,5 prósent langtíma kjarasamning. Mér finnst það ekki sanngjörn leið.“ Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Alþingi Fjármál heimilisins Viðreisn Framsóknarflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Innlent Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Erlent Hugvíkkandi efni geti verið óheppileg fyrir fólk í bata Fréttir Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Innlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ Innlent Fleiri fréttir Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Líkamsárásir, skemmdarverk og klifurslys Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Sjá meira
Nýir kjarasamningar á almennum markaði munu kosta ríkissjóð 80 milljarða. Þessi upphæð var til umræðu í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun þar sem þingmenn Viðreisnar og Framsóknar ræddu áhrif nýrra samninga á ríkissjóð. „Ég tók eftir því að aðalhagfræðingur Íslandsbanka sagði að samningurinn væri jákvæður varðandi markmiðið að ná niður verðbólgu enda yrði þess gætt að skera niður og hagræða á móti. En við heyrum ekki neitt um þann þátt málsins af því að hin hliðin á setningu aðalhagfræðingsins er sú að verði ekki hagrætt, verði ekki dregið úr kostnaði á móti, þá er kannski þessi samningur jafnvel farinn að vinna gegn sínu eina markmiði sem er að ná niður verðbólgu,“ sagði Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar. Stefán Vagn Stefánsson, þingmaður Framsóknarflokks og formaður fjárlaganefndar Alþingis sagði nokkrar leiðir færar þegar hann var spurður hvernig bregðast ætti við þessum miklu útgjöldum ríkissjóðs vegna nýrra samninga. „Varðandi þessar aðgerðir og að þær séu dýrar þá langar mig bara að minna á að hér í umræðu um fjárlög fyrir áramót þá var meðal annars kallað eftir stórum hluta af þessum aðgerðum af hálfu stjórnarandstöðunnar og við krafin svara um það hvaða aðgerðir við ætluðum að koma með inn í kjarasamninginn og af hverju þær voru ekki birtar í fjárlögum. Nú eru þær komnar fram og þá eru þær dýrar.“ Skattahækkanir eða aðhaldsaðgerðir? Annað hvort þurfi að ráðast í skattahækkanir eða aðhaldsaðgerðir. „Einhvers konar bland af því er skynsamlegast, mér finnst ekki skynsamleg leið og ekki góð skilaboð að fara í flatar skattahækkanir sem munu bitna á því fólki sem var að fá kjarabætur.“ Ef fara eigi í skattahækkanir þurfi að beina þeim að hópum sem finna minna fyrir þeim. Kjarasamningar kveði á um 3,25 og 3,5 prósent hækkun á launalið á tímum mikillar verðbólgu. „Og þessar aðgerðir ríkisins eru náttúrulega tilkomnar til að bæta upp þennan mun þarna á og mér finnst óskynsamlegt ef ríkið færi að setja auknar skattbyrgðir á það fólk sem var að skrifa undir 3,5 prósent langtíma kjarasamning. Mér finnst það ekki sanngjörn leið.“
Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Alþingi Fjármál heimilisins Viðreisn Framsóknarflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Innlent Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Erlent Hugvíkkandi efni geti verið óheppileg fyrir fólk í bata Fréttir Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Innlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ Innlent Fleiri fréttir Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Líkamsárásir, skemmdarverk og klifurslys Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Sjá meira
Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“