Hryllingsmyndin um Bangsímon valin sú versta á Razzie-verðlaununum Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 10. mars 2024 18:48 Myndin er í leikstjórn Rhys Frake-Waterfield, en hann hlaut verðlaun fyrir verstu leikstjórnina. Getty Razzie-verðlaunahátíðin svokallaða var haldin í gær. Á henni var hryllingsmyndin Winnie the Pooh: Blood and Honey ótvíræður „sigurvegari“ en hún hlaut verðlaun í fimm af tíu flokkum. Hátíðin hefur verið haldin degi fyrir Óskarsverðlaunahátíðina á hverju ári frá árinu 1980. Skipuleggjendur hennar hafa lýst henni sem „ljóta frænda Óskarsverðlaunanna“ og er tilgangur hennar að hæðast að þeim bíómyndum sem álitnar eru þær verstu sem komu út á liðnu ári. Bíómyndin Expend4bles, í leikstjórn Sylvester Stallone, hlaut tvö verðlaun á hátíðinni. Leikkonan Megan Fox hlaut jafnmörg verðlaun. „Sigurvegarar“ á Razzie-verðlaununum eru eftirfarandi: Versta myndin Winnie the Pooh: Blood and Honey Versti leikari í aðalhlutverki Jon Voight fyrir myndina Mercy Versta leikkona í aðalhlutverki Megan Fox fyrir myndina Johnny & Clyde Versta leikkona í aukahlutverki Megan Fox fyrir myndina Expend4bles Versti leikari í aukahlutverki Sylvester Stallone fyrir myndina Expend4bles Versta parið í bíómynd Bangsímon og Gríslingur fyrir myndina Winnie the Pooh: Blood and Honey Worst remake, rip-off or sequel: Versta endurgerðin, peningaplokkið (e. rip-off) eða framhaldsmyndin Winnie the Pooh: Blood and Honey Versti leikstjórinn Rhys Frake-Waterfield fyrir myndina Winnie the Pooh: Blood and Honey Versta handritið Winnie the Pooh: Blood and Honey Verðlaun fyrir endurheimta virðingu (e. redeemer) Fran Drescher Razzie-verðlaunin Bíó og sjónvarp Hollywood Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Fleiri fréttir Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira
Hátíðin hefur verið haldin degi fyrir Óskarsverðlaunahátíðina á hverju ári frá árinu 1980. Skipuleggjendur hennar hafa lýst henni sem „ljóta frænda Óskarsverðlaunanna“ og er tilgangur hennar að hæðast að þeim bíómyndum sem álitnar eru þær verstu sem komu út á liðnu ári. Bíómyndin Expend4bles, í leikstjórn Sylvester Stallone, hlaut tvö verðlaun á hátíðinni. Leikkonan Megan Fox hlaut jafnmörg verðlaun. „Sigurvegarar“ á Razzie-verðlaununum eru eftirfarandi: Versta myndin Winnie the Pooh: Blood and Honey Versti leikari í aðalhlutverki Jon Voight fyrir myndina Mercy Versta leikkona í aðalhlutverki Megan Fox fyrir myndina Johnny & Clyde Versta leikkona í aukahlutverki Megan Fox fyrir myndina Expend4bles Versti leikari í aukahlutverki Sylvester Stallone fyrir myndina Expend4bles Versta parið í bíómynd Bangsímon og Gríslingur fyrir myndina Winnie the Pooh: Blood and Honey Worst remake, rip-off or sequel: Versta endurgerðin, peningaplokkið (e. rip-off) eða framhaldsmyndin Winnie the Pooh: Blood and Honey Versti leikstjórinn Rhys Frake-Waterfield fyrir myndina Winnie the Pooh: Blood and Honey Versta handritið Winnie the Pooh: Blood and Honey Verðlaun fyrir endurheimta virðingu (e. redeemer) Fran Drescher
Razzie-verðlaunin Bíó og sjónvarp Hollywood Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Fleiri fréttir Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira