Bíó og sjónvarp

Hryllingsmyndin um Bangsímon valin sú versta á Razzie-verðlaununum

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Myndin er í leikstjórn Rhys Frake-Waterfield, en hann hlaut verðlaun fyrir verstu leikstjórnina. 
Myndin er í leikstjórn Rhys Frake-Waterfield, en hann hlaut verðlaun fyrir verstu leikstjórnina.  Getty

Razzie-verðlaunahátíðin svokallaða var haldin í gær. Á henni var hryllingsmyndin Winnie the Pooh: Blood and Honey ótvíræður „sigurvegari“ en hún hlaut verðlaun í fimm af tíu flokkum. 

Hátíðin hefur verið haldin degi fyrir Óskarsverðlaunahátíðina á hverju ári frá árinu 1980. Skipuleggjendur hennar hafa lýst henni sem „ljóta frænda Óskarsverðlaunanna“ og er tilgangur hennar að hæðast að þeim bíómyndum sem álitnar eru þær verstu sem komu út á liðnu ári. 

Bíómyndin Expend4bles, í leikstjórn Sylvester Stallone, hlaut tvö verðlaun á hátíðinni. Leikkonan Megan Fox hlaut jafnmörg verðlaun. 

„Sigurvegarar“ á Razzie-verðlaununum eru eftirfarandi:

Versta myndin

Winnie the Pooh: Blood and Honey

Versti leikari í aðalhlutverki

Jon Voight fyrir myndina Mercy

Versta leikkona í aðalhlutverki

Megan Fox fyrir myndina Johnny & Clyde

Versta leikkona í aukahlutverki

Megan Fox fyrir myndina Expend4bles

Versti leikari í aukahlutverki

Sylvester Stallone fyrir myndina Expend4bles

Versta parið í bíómynd

Bangsímon og Gríslingur fyrir myndina Winnie the Pooh: Blood and Honey

Worst remake, rip-off or sequel: 

Versta endurgerðin, peningaplokkið (e. rip-off) eða framhaldsmyndin

Winnie the Pooh: Blood and Honey

Versti leikstjórinn

Rhys Frake-Waterfield fyrir myndina Winnie the Pooh: Blood and Honey

Versta handritið

Winnie the Pooh: Blood and Honey

Verðlaun fyrir endurheimta virðingu (e. redeemer)

Fran Drescher






Fleiri fréttir

Sjá meira


×