Best klæddu stjörnurnar á Óskarnum Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 10. mars 2024 23:22 Stjörnurnar skinu skært á dreglinum í kvöld. SAMSETT Stærstu stjörnur heimsins skína skært í hátískuhönnun á rauða dreglinum í kvöld í tilefni af Óskarsverðlaunahátíðinni. Hátíðin fer nú fram í 96. skipti og er haldin í Dolby leikhúsinu í Hollywood. Síðkjólar, pallíettur, demantar og ýmis konar glamúr einkennir kvöldið að vana. Þá virðast ljósir litir og pastel litir vinsælir í ár en litur kvöldsins virðist þó vera silfur. Dwayne The Rock Johnson nýtur sín vel í silfurgráum jakkafötum í kvöld. Dwayne Johnson glansaði á dreglinum í glæsilegu silfurlúkki. Mike Coppola/Getty Images Stórleikonan Emma Stone rokkar ljósgrænan kjól frá tískuhúsinu Louis Vuitton í kvöld og það í mjög ljósum mintugrænum lit sem fer henni einstaklega vel. Hún er tilnefnd sem leikkona í aðalhlutverki fyrir kvikmyndina Poor Things. Hún hlaut Óskarsverðlaun árið 2017 fyrir hlutverk sitt í La La Land. Emma Stone er tilnefnd til Óskarsverðlauna í kvöld. Mike Coppola/Getty Images) Óskarsverðlaunahafinn Lupita Nyong'o slær alltaf í gegn á rauða dreglinum. Hún klæðist stórfenglegum steinuðum blátóna kjól með fjöðrum frá Prada. Gyðja í Prada, Lupita Nyong'o er með stórglæsilegan stíl. John Shearer/WireImage Tónlistarkonan og leikkonan Hailee Steinfeld klæðist sægrænum síðkjól frá tískuhúsinu Elie Saab og fer beinustu leið inn á best klæddu kvöldsins listann. Söngkonan og leikkonan Hailee Steinfeld er glæsileg í sægrænu. Emma McIntyre/Getty Images Leikkonan America Ferrera fór á kostum í Barbie myndinni en hún er tilnefnd fyrir það í kvöld sem besta leikkona í aukahlutverki. Hún heldur Barbie þemanu gangandi á dreglinum í bleikum pallíettukjól frá tískuhúsinu Versace. Barbie bomba! America Ferrera er Versace drottning í kvöld. JC Olivera/Getty Images Meðleikari hennar Ryan Gosling er sömuleiðis tilnefndur í kvöld sem leikari í aðalhlutverki fyrir túlkun sína á Ken í Barbie. Hann er klæddur í svart en smáatriðin eru í silfrinu. Ryan Gosling klæðist svörtu og silfri í kvöld. Mike Coppola/Getty Images Leikkonan Anya Taylor-Joy skín skært í kvöld í silfurlituðum Dior síðkjól. Algjör starna! Anya Taylor-Joy skín skært í Dior. Kevin Mazur/Getty Images Silfrið heldur áfram að skína á dreglinum en leikkonan Gabriel Union er stórfengleg í silfurlituðum síðkjól í kvöld. Gabrielle Union gyðja í silfri. Jeff Kravitz/FilmMagic Leikkonan og Óskarsverðlaunahafinn Michelle Yeoh mætti sömuleiðis í silfurkjól með svarta hanska og í svörtum skóm, fabjúlöss! Michelle Yeoh óskarsverðlaunahafi mætti í silfursíðkjól. Mike Coppola/Getty Images Breska leikkonan Florence Pugh er sömuleiðis í silfurlituðum síðkjól. Florence Pugh í silfri. Aliah Anderson/Getty Images Óskarsverðlaunahafinn Da'Vine Joy Randolph ofurflott og glitrandi í ljósbláum glæsikjól. Da'Vine Joy Randolph ofurflott og glitrandi í ljósbláu. Kevin Mazur/Getty Images Rokkarinn, goðsögnin og gítarleikarinn Slash mætti með hattinn og í leðurdressi við. Rokkarinn og gítarleikarinn Slash mætti með hattinn og í leðrinu. Mike Coppola/Getty Images Billie Eilish er að sjálfsögðu klædd í Chanel í kvöld og á jakkanum er hún með Artists For Ceasefire nælu, eða listamenn fyrir vopnahlé. Eilish er tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir lagið What Was I Made For úr Barbie. Chanel drottningin Billie Eilish.JC Olivera/Getty Images Tónlistarkonan Ariana Grande mætti í ljósbleikum og líflegum kjól sem virðist bæði hlýr og mjúkur til að sitja í. Kjóllinn er algjörlega í anda karakters hennar Glindu í væntanlegu kvikmyndinni Wicked. Ariana Grande í tyggjógúmmíbleikum Glinda síðkjól. JC Olivera/Getty Images Breska leikkonan Emily Blunt valdi krem-hvítan síðkjól frá sjóðheita tískuhúsinu Schiaparelli. Hún er tilnefnd sem besta leikkona í aukahlutverki fyrir Oppenheimer. Emily Blunt í kremhvítu með áhugaverðu pallíettumunstri.John Shearer/WireImage Fyrirsætan og leikkonan Molly Sims klæðist ljósbleiku í kvöld og er algjör bomba með silfurkeðju á kjólnum og bleika skikkju. Leikkonan og fyrirsætan Molly Sims valdi ljósbleikt fyrir kvöldið. JC Olivera/Getty Images Margot Robbie er mætt á rauða dregilinn í svörtum síðkjól og glæsileikinn glansar af henni. Robbie var ekki tilefnd fyrir hlutverk sitt í Barbie og voru margir ósáttir við það enda var myndin ein sú allra vinsælasta í fyrra. Margot Robbie stórglæsileg. Photo by Mike Coppola/Getty Images Charlize Theron skartar ljóstóna síðkjól við silfurskart. Charlize Theron í ljósum satín síðkjól með silfurskartgripi. Kevin Mazur/Getty Images Bradley Cooper er tilnefndur sem leikari í aðalhlutverki fyrir kvikmyndina Maestro. Hann klæðist dökkbláum jakkafötum í 70's stíl sem hefur verið mjög vinsæll að undanförnu. Bradley Cooper í 70's fíling. Photo by Kevin Mazur/Getty Images Zendaya vekur alltaf athygli á rauða dreglinum og skín sannarlega hvað skærast í kvöld í silfur og bleiku frá Giorgio Armani Privé. Zendaya fær alltaf toppeinkunn á dreglinum. Mike Coppola/Getty Images Hér má sjá lista yfir tilnefningar kvöldsins: Óskarsverðlaunin Hollywood Tíska og hönnun Tengdar fréttir Jimmy Kimmel kynnir enn og aftur Óskarinn Sjónvarpsmaðurinn Jimmy Kimmel, sem stýrir spjallþáttunum Jimmy Kimmel Live, verður kynnir á Óskarsverðlaununum sem haldin verða í mars á næsta ári. 15. nóvember 2023 21:15 Mest lesið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira
Síðkjólar, pallíettur, demantar og ýmis konar glamúr einkennir kvöldið að vana. Þá virðast ljósir litir og pastel litir vinsælir í ár en litur kvöldsins virðist þó vera silfur. Dwayne The Rock Johnson nýtur sín vel í silfurgráum jakkafötum í kvöld. Dwayne Johnson glansaði á dreglinum í glæsilegu silfurlúkki. Mike Coppola/Getty Images Stórleikonan Emma Stone rokkar ljósgrænan kjól frá tískuhúsinu Louis Vuitton í kvöld og það í mjög ljósum mintugrænum lit sem fer henni einstaklega vel. Hún er tilnefnd sem leikkona í aðalhlutverki fyrir kvikmyndina Poor Things. Hún hlaut Óskarsverðlaun árið 2017 fyrir hlutverk sitt í La La Land. Emma Stone er tilnefnd til Óskarsverðlauna í kvöld. Mike Coppola/Getty Images) Óskarsverðlaunahafinn Lupita Nyong'o slær alltaf í gegn á rauða dreglinum. Hún klæðist stórfenglegum steinuðum blátóna kjól með fjöðrum frá Prada. Gyðja í Prada, Lupita Nyong'o er með stórglæsilegan stíl. John Shearer/WireImage Tónlistarkonan og leikkonan Hailee Steinfeld klæðist sægrænum síðkjól frá tískuhúsinu Elie Saab og fer beinustu leið inn á best klæddu kvöldsins listann. Söngkonan og leikkonan Hailee Steinfeld er glæsileg í sægrænu. Emma McIntyre/Getty Images Leikkonan America Ferrera fór á kostum í Barbie myndinni en hún er tilnefnd fyrir það í kvöld sem besta leikkona í aukahlutverki. Hún heldur Barbie þemanu gangandi á dreglinum í bleikum pallíettukjól frá tískuhúsinu Versace. Barbie bomba! America Ferrera er Versace drottning í kvöld. JC Olivera/Getty Images Meðleikari hennar Ryan Gosling er sömuleiðis tilnefndur í kvöld sem leikari í aðalhlutverki fyrir túlkun sína á Ken í Barbie. Hann er klæddur í svart en smáatriðin eru í silfrinu. Ryan Gosling klæðist svörtu og silfri í kvöld. Mike Coppola/Getty Images Leikkonan Anya Taylor-Joy skín skært í kvöld í silfurlituðum Dior síðkjól. Algjör starna! Anya Taylor-Joy skín skært í Dior. Kevin Mazur/Getty Images Silfrið heldur áfram að skína á dreglinum en leikkonan Gabriel Union er stórfengleg í silfurlituðum síðkjól í kvöld. Gabrielle Union gyðja í silfri. Jeff Kravitz/FilmMagic Leikkonan og Óskarsverðlaunahafinn Michelle Yeoh mætti sömuleiðis í silfurkjól með svarta hanska og í svörtum skóm, fabjúlöss! Michelle Yeoh óskarsverðlaunahafi mætti í silfursíðkjól. Mike Coppola/Getty Images Breska leikkonan Florence Pugh er sömuleiðis í silfurlituðum síðkjól. Florence Pugh í silfri. Aliah Anderson/Getty Images Óskarsverðlaunahafinn Da'Vine Joy Randolph ofurflott og glitrandi í ljósbláum glæsikjól. Da'Vine Joy Randolph ofurflott og glitrandi í ljósbláu. Kevin Mazur/Getty Images Rokkarinn, goðsögnin og gítarleikarinn Slash mætti með hattinn og í leðurdressi við. Rokkarinn og gítarleikarinn Slash mætti með hattinn og í leðrinu. Mike Coppola/Getty Images Billie Eilish er að sjálfsögðu klædd í Chanel í kvöld og á jakkanum er hún með Artists For Ceasefire nælu, eða listamenn fyrir vopnahlé. Eilish er tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir lagið What Was I Made For úr Barbie. Chanel drottningin Billie Eilish.JC Olivera/Getty Images Tónlistarkonan Ariana Grande mætti í ljósbleikum og líflegum kjól sem virðist bæði hlýr og mjúkur til að sitja í. Kjóllinn er algjörlega í anda karakters hennar Glindu í væntanlegu kvikmyndinni Wicked. Ariana Grande í tyggjógúmmíbleikum Glinda síðkjól. JC Olivera/Getty Images Breska leikkonan Emily Blunt valdi krem-hvítan síðkjól frá sjóðheita tískuhúsinu Schiaparelli. Hún er tilnefnd sem besta leikkona í aukahlutverki fyrir Oppenheimer. Emily Blunt í kremhvítu með áhugaverðu pallíettumunstri.John Shearer/WireImage Fyrirsætan og leikkonan Molly Sims klæðist ljósbleiku í kvöld og er algjör bomba með silfurkeðju á kjólnum og bleika skikkju. Leikkonan og fyrirsætan Molly Sims valdi ljósbleikt fyrir kvöldið. JC Olivera/Getty Images Margot Robbie er mætt á rauða dregilinn í svörtum síðkjól og glæsileikinn glansar af henni. Robbie var ekki tilefnd fyrir hlutverk sitt í Barbie og voru margir ósáttir við það enda var myndin ein sú allra vinsælasta í fyrra. Margot Robbie stórglæsileg. Photo by Mike Coppola/Getty Images Charlize Theron skartar ljóstóna síðkjól við silfurskart. Charlize Theron í ljósum satín síðkjól með silfurskartgripi. Kevin Mazur/Getty Images Bradley Cooper er tilnefndur sem leikari í aðalhlutverki fyrir kvikmyndina Maestro. Hann klæðist dökkbláum jakkafötum í 70's stíl sem hefur verið mjög vinsæll að undanförnu. Bradley Cooper í 70's fíling. Photo by Kevin Mazur/Getty Images Zendaya vekur alltaf athygli á rauða dreglinum og skín sannarlega hvað skærast í kvöld í silfur og bleiku frá Giorgio Armani Privé. Zendaya fær alltaf toppeinkunn á dreglinum. Mike Coppola/Getty Images Hér má sjá lista yfir tilnefningar kvöldsins:
Óskarsverðlaunin Hollywood Tíska og hönnun Tengdar fréttir Jimmy Kimmel kynnir enn og aftur Óskarinn Sjónvarpsmaðurinn Jimmy Kimmel, sem stýrir spjallþáttunum Jimmy Kimmel Live, verður kynnir á Óskarsverðlaununum sem haldin verða í mars á næsta ári. 15. nóvember 2023 21:15 Mest lesið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira
Jimmy Kimmel kynnir enn og aftur Óskarinn Sjónvarpsmaðurinn Jimmy Kimmel, sem stýrir spjallþáttunum Jimmy Kimmel Live, verður kynnir á Óskarsverðlaununum sem haldin verða í mars á næsta ári. 15. nóvember 2023 21:15