„Móðir allra úrslita er í frammistöðunni“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 10. mars 2024 21:45 Þjálfarinn var gríðarlega sáttur með frammistöðuna í dag. EPA-EFE/ASH ALLEN Jürgen Klopp, þjálfari Liverpool, var sammála fyrirliða sínum Virgil Van Dijk að lið þeirra hafi átt skilið sigurinn gegn Englandsmeisturum Manchester City í stórleik helgarinnar. Það breytir því þó ekki að leiknum lauk með 1-1 jafntefli. „Magnað. Við vorum að flýta okkur örlítið of mikið fyrstu tíu mínúturnar og Manchester City mætti til leiks. Síðari hálfleikurinn var án efa það besta sem við höfum sýnt gegn Mancheter City,“ sagði Klopp í viðtali eftir leik og hélt áfram. „Þeir áttu skot í stöng en við hefðum átt að skora tvö til þrjú mörk. Magnaður fótboltaleikur. Rosalegt.“ „Fyrir mér sýndum við í fyrsta skipti að við erum 100 prósent nákvæmlega þar sem við eigum að vera Við munum berjast fyrir honum (enska meistaratitlinum) og svo sjáum við til hvað við getum gert.“ „Ég held ég hafi aldrei séð þá eiga jafn erfitt uppdráttar og í dag. Við vorum frábærir. Móðir allra úrslita er í frammistöðunni. Við verðum að halda áfram að gera hlutina vel.“ Klopp vildi fá vítaspyrnu þegar Jeremy Doku endaði með fótinn í bringunni á Alexis Mac Allister. „Þetta er 100 prósent vítaspyrna. Dómararnir munu finna útskýringu. Þetta var 100 prósent brot á öllum svæðum vallarins og líklega gult spjald.“ Yikes. pic.twitter.com/NCjYgkteTk— B/R Football (@brfootball) March 10, 2024 „Allt fólkið í spjaldtölvunum í kringum mig sagði „ vá, þetta er augljóst“ Kannski geta þeir falið sig á bakvið frasann að þetta hafi ekki verið augljós mistök,“ sagði pirraður Klopp að leik loknum. „Þetta er auðvitað vítaspyrna en við fengum hana ekki og það er allt í lagi. Það mikilvægasta fyrir mér er að við getum spilað fótbolta eins og verið gerðum í dag. Ég sá svo margar magnaðar frammistöðu í dag.“ Jafnteflið þýðir að Arsenal er á toppnum með 64 stig þegar 10 umferðir eru eftir af deildinni. Liverpool er með jafn mörg stig en lakari markatölu á meðan Man City er með stigi minna í 3. sætinu. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Veit allt um það hversu erfitt er að spila á Anfield „Við byrjuðum vel en þeir eru með ótrúlegt lið. Við áttum okkar augnablik, þeir áttu sín. Það er erfitt að spila á móti þeim og við tökum stiginu,“ sagði Pep Guardiola eftir 1-1 jafntefli Manchester City gegn Liverpool fyrr í dag. 10. mars 2024 19:35 „Miðað við frammistöðuna í síðari hálfleik áttum við skilið að vinna“ Virgil Van Dijk, fyrirliði Liverpool, sagði 1-1 jafntefli sinna manna gegn Englands-, Evrópu og bikarmeisturum Manchester City heldur súrsætt en fyrirliðinn vildi öll þrjú stigin á Anfield í dag. 10. mars 2024 18:31 Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Loftpúði sprakk hjá Hófí Dóru á HM: „Eins og að vera kýld í loftinu“ Sport Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Fleiri fréttir Unai Emery býst við miklu af Rashford Rodri í Meistaradeildarhópi Manchester City Sjáðu mörkin sem skutu Liverpool á Wembley „Félagið setur mig í skítastöðu“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Newcastle lét draum Víkings rætast Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Arteta vonsvikinn Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Sjá meira
„Magnað. Við vorum að flýta okkur örlítið of mikið fyrstu tíu mínúturnar og Manchester City mætti til leiks. Síðari hálfleikurinn var án efa það besta sem við höfum sýnt gegn Mancheter City,“ sagði Klopp í viðtali eftir leik og hélt áfram. „Þeir áttu skot í stöng en við hefðum átt að skora tvö til þrjú mörk. Magnaður fótboltaleikur. Rosalegt.“ „Fyrir mér sýndum við í fyrsta skipti að við erum 100 prósent nákvæmlega þar sem við eigum að vera Við munum berjast fyrir honum (enska meistaratitlinum) og svo sjáum við til hvað við getum gert.“ „Ég held ég hafi aldrei séð þá eiga jafn erfitt uppdráttar og í dag. Við vorum frábærir. Móðir allra úrslita er í frammistöðunni. Við verðum að halda áfram að gera hlutina vel.“ Klopp vildi fá vítaspyrnu þegar Jeremy Doku endaði með fótinn í bringunni á Alexis Mac Allister. „Þetta er 100 prósent vítaspyrna. Dómararnir munu finna útskýringu. Þetta var 100 prósent brot á öllum svæðum vallarins og líklega gult spjald.“ Yikes. pic.twitter.com/NCjYgkteTk— B/R Football (@brfootball) March 10, 2024 „Allt fólkið í spjaldtölvunum í kringum mig sagði „ vá, þetta er augljóst“ Kannski geta þeir falið sig á bakvið frasann að þetta hafi ekki verið augljós mistök,“ sagði pirraður Klopp að leik loknum. „Þetta er auðvitað vítaspyrna en við fengum hana ekki og það er allt í lagi. Það mikilvægasta fyrir mér er að við getum spilað fótbolta eins og verið gerðum í dag. Ég sá svo margar magnaðar frammistöðu í dag.“ Jafnteflið þýðir að Arsenal er á toppnum með 64 stig þegar 10 umferðir eru eftir af deildinni. Liverpool er með jafn mörg stig en lakari markatölu á meðan Man City er með stigi minna í 3. sætinu.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Veit allt um það hversu erfitt er að spila á Anfield „Við byrjuðum vel en þeir eru með ótrúlegt lið. Við áttum okkar augnablik, þeir áttu sín. Það er erfitt að spila á móti þeim og við tökum stiginu,“ sagði Pep Guardiola eftir 1-1 jafntefli Manchester City gegn Liverpool fyrr í dag. 10. mars 2024 19:35 „Miðað við frammistöðuna í síðari hálfleik áttum við skilið að vinna“ Virgil Van Dijk, fyrirliði Liverpool, sagði 1-1 jafntefli sinna manna gegn Englands-, Evrópu og bikarmeisturum Manchester City heldur súrsætt en fyrirliðinn vildi öll þrjú stigin á Anfield í dag. 10. mars 2024 18:31 Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Loftpúði sprakk hjá Hófí Dóru á HM: „Eins og að vera kýld í loftinu“ Sport Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Fleiri fréttir Unai Emery býst við miklu af Rashford Rodri í Meistaradeildarhópi Manchester City Sjáðu mörkin sem skutu Liverpool á Wembley „Félagið setur mig í skítastöðu“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Newcastle lét draum Víkings rætast Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Arteta vonsvikinn Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Sjá meira
Veit allt um það hversu erfitt er að spila á Anfield „Við byrjuðum vel en þeir eru með ótrúlegt lið. Við áttum okkar augnablik, þeir áttu sín. Það er erfitt að spila á móti þeim og við tökum stiginu,“ sagði Pep Guardiola eftir 1-1 jafntefli Manchester City gegn Liverpool fyrr í dag. 10. mars 2024 19:35
„Miðað við frammistöðuna í síðari hálfleik áttum við skilið að vinna“ Virgil Van Dijk, fyrirliði Liverpool, sagði 1-1 jafntefli sinna manna gegn Englands-, Evrópu og bikarmeisturum Manchester City heldur súrsætt en fyrirliðinn vildi öll þrjú stigin á Anfield í dag. 10. mars 2024 18:31