Björgunarsveitir leita týnds skíðahóps í Ölpunum Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 10. mars 2024 22:36 Hópurinn hélt af stað í gærdag frá skíðasvæðinu í Zermatt, nærri fjallinu Matterhorn. EPA Mikill fjöldi björgunarfólks í Sviss leitar nú hóps skíðafólks sem ekki hefur spurst til síðan í nótt. Vegna slæmra veðurskilyrða gengur leitin hægt. Í frétt BBC segir að sex manna hópur hafi haldið af stað frá skíðasvæðinu í Zermatt í átt að bænum Arolla með fram landamærum Sviss og Ítalíu. Ekki hafi spurst til hópsins síðan hann var staðsettur nærri Tete Blanche fjallinu í nótt. Samkvæmt upplýsingum frá lögregluyfirvöldum á svæðinu hefur allt tiltækt björgunarlið verið kallað til en vegna veðuraðstæðna sé lítið hægt að gera að svo stöddu. Mikil snjókoma og vindar hafa verið á svæðinu síðastliðinn sólarhring. Skíðasvæðið Saas-Fee, sem staðsett er nærri Zermatt, er lokað vegna of mikillar snjókomu. Talsmaður flugbjörgunarsveitar Zermatt segir í samtali við BBC að veðuraðstæður bjóði ekki upp á flug yfir svæðið að svo stöddu. Hann telur líklegra að veðrið hafi yfirbugað hópinn frekar en að hann hafi orðið fyrir snjóflóði. Ekki mikil snjóflóðahætta sé á svæðinu þar sem þau eru sögð hafa týnst. Hann segir ekki hægt að greina tal í síðustu orðsendingunni sem kom frá hópnum, en hún veiti viðbragðsaðilum þó vísbendingar um staðsetningu þeirra. Nöfn og þjóðerni fólksins í hópnum liggja ekki fyrir að svo stöddu. Leiðin sem hópurinn hugðist skíða er hluti af Haute Route leiðinni, sem liggur frá Zermatt til Chamonix. Leiðin er einungis við hæfi þeirra reyndustu í íþróttinni og nokkra daga tekur að klára hana. Talsmaður björgunarsveitanna segir ekki útilokað að hópurinn sé enn á lífi hafi þau náð að grafa sig ofan í holu. Vonast sé til þess að hægt verði að fljúga þyrlum yfir svæðið sem fyrst en til þess þurfi veðrið að ganga niður. Sviss Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Innlent Fleiri fréttir Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Sjá meira
Í frétt BBC segir að sex manna hópur hafi haldið af stað frá skíðasvæðinu í Zermatt í átt að bænum Arolla með fram landamærum Sviss og Ítalíu. Ekki hafi spurst til hópsins síðan hann var staðsettur nærri Tete Blanche fjallinu í nótt. Samkvæmt upplýsingum frá lögregluyfirvöldum á svæðinu hefur allt tiltækt björgunarlið verið kallað til en vegna veðuraðstæðna sé lítið hægt að gera að svo stöddu. Mikil snjókoma og vindar hafa verið á svæðinu síðastliðinn sólarhring. Skíðasvæðið Saas-Fee, sem staðsett er nærri Zermatt, er lokað vegna of mikillar snjókomu. Talsmaður flugbjörgunarsveitar Zermatt segir í samtali við BBC að veðuraðstæður bjóði ekki upp á flug yfir svæðið að svo stöddu. Hann telur líklegra að veðrið hafi yfirbugað hópinn frekar en að hann hafi orðið fyrir snjóflóði. Ekki mikil snjóflóðahætta sé á svæðinu þar sem þau eru sögð hafa týnst. Hann segir ekki hægt að greina tal í síðustu orðsendingunni sem kom frá hópnum, en hún veiti viðbragðsaðilum þó vísbendingar um staðsetningu þeirra. Nöfn og þjóðerni fólksins í hópnum liggja ekki fyrir að svo stöddu. Leiðin sem hópurinn hugðist skíða er hluti af Haute Route leiðinni, sem liggur frá Zermatt til Chamonix. Leiðin er einungis við hæfi þeirra reyndustu í íþróttinni og nokkra daga tekur að klára hana. Talsmaður björgunarsveitanna segir ekki útilokað að hópurinn sé enn á lífi hafi þau náð að grafa sig ofan í holu. Vonast sé til þess að hægt verði að fljúga þyrlum yfir svæðið sem fyrst en til þess þurfi veðrið að ganga niður.
Sviss Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Innlent Fleiri fréttir Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Sjá meira