Viðskipti innlent

Inn­kalla ó­nýta Froosh ávaxtadrykki

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
Froosh drykkirnir vinsælu.
Froosh drykkirnir vinsælu. MAST

Matvælastofnun varar við neyslu á nokkrum framleiðslulotum af Froosh jarðaberja, banana og guava hristingum, 250 ml og 150 ml. Varan stóðst ekki gæðaeftirlit.

Myglueitur greindist of hátt

Tilkynning frá matvælastofnun segir að myglueitrið patulin hafi greinst í of miklu magni í nokkrum framleiðslulotum drykkjarins. Um er að ræða bæði smærri og stærri gerðina af jarðaberja, banana og guava hristingum frá framleiðandanum Froosh.

Lotunúmerin, best fyrir dagsetningarnar á skemmdu vörunum eru eftirfarandi:

Á 150 ml flöskum, 3.8.2024, 1,9.2024, 7.9.2024. Á 250 ml flöskum, 4.8.2024, 6.10.2024, 13. 10.2024.

Neytendum sem keypt hafa vöruna er bent á að neyta hennar ekki, farga eða skila henni til innflytjanda Core heildsölu, Víkurhvarf 1, Kópavogi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×