Hlé á spennuþrungnum viðræðum VR og SA Heimir Már Pétursson skrifar 11. mars 2024 22:25 Ragnar Þór Ingólfsson er formaður VR. Vísir/Arnar Brugðið getur til beggja vona í samningaviðræðum verslunarmanna og Samtaka atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara. Fundur þeirra hófst klukkan tíu í morgun og lauk upp úr klukkan tíu í kvöld. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur krafa VR um breytingar á vaktafyrirkomulagi um 180 starfsmanna félagsins hjá Icelandair á Keflavíkurflugvelli verið rædd og hafa fulltrúar flugfélagsins tekið þátt í viðræðunum. Atkvæðagreiðsla um verkfall starfsmannanna hófst í morgun og lýkur á fimmtudag. Komi til aðgerða hefst röð tímabundinna verkfalla á miðnætti föstudaginn 22. mars. Ef allar aðgerðirnar kæmu til framkvæmda röðuðust þær í aðdraganda og í kringum páskana en skírdagur er hinn 28. mars og páskadagur 31. mars. Augljóslega myndu aðgerðir sem þessar hafa mikil áhrif á áætlanir Icelandair og þar með þúsundur farþega félagsins. Þegar Efling var í verkfallsaðgerðum á hótelum snemma í fyrra og hafði boðað enn frekari aðgerðir, ákváðu Samtök atvinnulífsins að boða til atkvæðagreiðslu sinna félagsmanna um verkbann á alla starfsmenn Eflingar. Ekki er útséð með að sá möguleiki verði viðraður á ný innan SA. Hér má sjá dagatal yfir boðaðaðar verkfallsaðgerðir VR hjá Icelandair. Verfallsdagar eru merktir með rauðum lit. Grafík/Sara Mikil spenna er í viðræðunum og um tíma var útlit fyrir að slitnað gæti upp úr þeim. Nú hafa samningsaðilar hins vegar sæst á að mæta til nýs fundar hjá ríkissáttasemjara klukkan tíu í fyrramálið. Meginmarkmiðið er að ná kjarasamningi til næstu fjögurra ára líkt og samið hefur verið um milli SA og breiðfylkingar stéttarfélaga innan Alþýðusambandsins og Fagfélögin. Krafa VR um breytingar á vaktafyrirkomulagi starfsmanna VR í innritun og hleðslu farangurs og boðun verkfalla hafa hins vegar gert viðræðurnar erfiðari. Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Icelandair Atvinnurekendur Efnahagsmál Verðlag Stéttarfélög Tengdar fréttir Verkfall VR í aðdraganda páska hefði mikil áhrif Verkfall félagsmanna VR hjá Icelandair á Keflavíkurflugvelli hefst á miðnætti á föstudag eftir viku verði aðgerðirnar samþykktar í atkvæðagreiðslu sem hófst í dag. Viðræður deiluaðila hófst hjá ríkissáttasemjara í morgun. 11. mars 2024 20:31 Atkvæðagreiðsla VR um röð verkfalla á Keflavíkurflugvelli hafin Atkvæðagreiðsla um röð verkfalla starfsmanna VR hjá Icelandair á Keflavíkurflugvelli hófst í morgun. Ef að verföllum verður hefjast fyrstu aðgerðir á miðnætti á föstudag í næstu viku. Samningarnefndir VR og Samtaka atvinnulífsins komu saman til fundar hjá ríkissáttasemjara klukkan tíu. 11. mars 2024 11:58 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira
Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur krafa VR um breytingar á vaktafyrirkomulagi um 180 starfsmanna félagsins hjá Icelandair á Keflavíkurflugvelli verið rædd og hafa fulltrúar flugfélagsins tekið þátt í viðræðunum. Atkvæðagreiðsla um verkfall starfsmannanna hófst í morgun og lýkur á fimmtudag. Komi til aðgerða hefst röð tímabundinna verkfalla á miðnætti föstudaginn 22. mars. Ef allar aðgerðirnar kæmu til framkvæmda röðuðust þær í aðdraganda og í kringum páskana en skírdagur er hinn 28. mars og páskadagur 31. mars. Augljóslega myndu aðgerðir sem þessar hafa mikil áhrif á áætlanir Icelandair og þar með þúsundur farþega félagsins. Þegar Efling var í verkfallsaðgerðum á hótelum snemma í fyrra og hafði boðað enn frekari aðgerðir, ákváðu Samtök atvinnulífsins að boða til atkvæðagreiðslu sinna félagsmanna um verkbann á alla starfsmenn Eflingar. Ekki er útséð með að sá möguleiki verði viðraður á ný innan SA. Hér má sjá dagatal yfir boðaðaðar verkfallsaðgerðir VR hjá Icelandair. Verfallsdagar eru merktir með rauðum lit. Grafík/Sara Mikil spenna er í viðræðunum og um tíma var útlit fyrir að slitnað gæti upp úr þeim. Nú hafa samningsaðilar hins vegar sæst á að mæta til nýs fundar hjá ríkissáttasemjara klukkan tíu í fyrramálið. Meginmarkmiðið er að ná kjarasamningi til næstu fjögurra ára líkt og samið hefur verið um milli SA og breiðfylkingar stéttarfélaga innan Alþýðusambandsins og Fagfélögin. Krafa VR um breytingar á vaktafyrirkomulagi starfsmanna VR í innritun og hleðslu farangurs og boðun verkfalla hafa hins vegar gert viðræðurnar erfiðari.
Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Icelandair Atvinnurekendur Efnahagsmál Verðlag Stéttarfélög Tengdar fréttir Verkfall VR í aðdraganda páska hefði mikil áhrif Verkfall félagsmanna VR hjá Icelandair á Keflavíkurflugvelli hefst á miðnætti á föstudag eftir viku verði aðgerðirnar samþykktar í atkvæðagreiðslu sem hófst í dag. Viðræður deiluaðila hófst hjá ríkissáttasemjara í morgun. 11. mars 2024 20:31 Atkvæðagreiðsla VR um röð verkfalla á Keflavíkurflugvelli hafin Atkvæðagreiðsla um röð verkfalla starfsmanna VR hjá Icelandair á Keflavíkurflugvelli hófst í morgun. Ef að verföllum verður hefjast fyrstu aðgerðir á miðnætti á föstudag í næstu viku. Samningarnefndir VR og Samtaka atvinnulífsins komu saman til fundar hjá ríkissáttasemjara klukkan tíu. 11. mars 2024 11:58 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira
Verkfall VR í aðdraganda páska hefði mikil áhrif Verkfall félagsmanna VR hjá Icelandair á Keflavíkurflugvelli hefst á miðnætti á föstudag eftir viku verði aðgerðirnar samþykktar í atkvæðagreiðslu sem hófst í dag. Viðræður deiluaðila hófst hjá ríkissáttasemjara í morgun. 11. mars 2024 20:31
Atkvæðagreiðsla VR um röð verkfalla á Keflavíkurflugvelli hafin Atkvæðagreiðsla um röð verkfalla starfsmanna VR hjá Icelandair á Keflavíkurflugvelli hófst í morgun. Ef að verföllum verður hefjast fyrstu aðgerðir á miðnætti á föstudag í næstu viku. Samningarnefndir VR og Samtaka atvinnulífsins komu saman til fundar hjá ríkissáttasemjara klukkan tíu. 11. mars 2024 11:58