Orkunýtni er alltaf fyrsta val Jóna Bjarnadóttir skrifar 14. mars 2024 10:02 Við Íslendingar höfum lengi búið við þann munað að þurfa ekki að hafa áhyggjur af því hvort við fáum straum þegar við stingum í samband. Næg og ódýr orka hefur valdið ýmsum ósiðum, til dæmis opnum við glugga upp á gátt til að lofta út þótt við þurfum þá að kynda enn meira. Mörg okkar hafa líka gjarnan ljós kveikt í öllum herbergjum, líka þeim mannlausu. Orkuþörf íbúanna í landi hreinnar og öruggrar orku hefur ávallt verið uppfyllt. En jafnvel þótt gnótt sé orku ber okkur skylda til að umgangast orkuauðlindirnar af virðingu og með því hugarfari að þær séu með dýrmætustu auðlindum þjóðarinnar. Ísland á aðild að yfirlýsingu um endurnýjanlega orku og orkunýtni sem fjallar um að unnið verði að því að þrefalda uppsett afl af endurnýjanlegri orku og tvöfalda hraða aðgerða til bættrar orkunýtni á heimsvísu. Þriðja lykilatriðið í þeirri yfirlýsingu er að bætt orkunýtni verði fyrsti valkostur. Með því er vísað til þess að við þurfum ávallt að horfa til allra mögulegra leiða til að nýta betur þá orku og orkuauðlindir sem við höfum til umráða áður en við horfum til annarra orkukosta. Bætt nýtni eykur framboð Landsvirkjun, orkufyrirtæki þjóðarinnar, víkur aldrei frá því markmiði sínu að hámarka nýtingu orkuauðlindanna sem okkur hefur verið trúað fyrir. Bætt orkunýtni eykur framboð af raforku og dregur þannig úr þörf á virkjunum, þótt vissulega nægi bætt nýtni ekki ein og sér til að mæta orkuþörf framtíðar. Fyrirsjáanleiki í bæði framboði og eftirspurn raforku er mikilvægur. Við leitumst við að nýta fjárfestingar þjóðarinnar í orkumannvirkjum sem allra best og hámarka nýtingu á þeim svæðum sem tekin eru undir orkuvinnslu. Við notum miðlunarlón til að jafna sveiflur á milli árstíða og höfum náð að bregðast við auknu rennsli, sem rekja má til hlýnunar, gegnum virkjanir okkar. Við þurfum sífellt að aðlaga okkur að náttúrulegum breytileika, til dæmis að jafna árstíðabundnar sveiflur í úrkomu og rennsli á milli ára. Þetta samspil getur verið nokkuð flókið en frábært starfsfólk Landsvirkjunar gerir allt sem hægt er til að tryggja að það komi straumur þegar stungið er í samband. Sumt auðsótt, annað ekki Á síðasta ári var skýrt frá niðurstöðum erlends ráðgjafarfyrirtækis sem greindi tækifæri til bættrar orkunýtni á Íslandi. Þau tækifæri reyndust sannarlega mörg og fjölbreytileg, en afar misjafnt er hversu auðsótt er að hrinda þeim í framkvæmd. Auðsóttu tækifærin liggja flest í fjölbreyttum geirum verslunar og þjónustu. Þau felast í lýsingu og rekstri bygginga svo sem skóla, sjúkrahúsa og skrifstofubygginga, kælingu í smásöluverslunum og ýmissi notkun raftækja, s.s. þvottavéla í þvottahúsum, ofna í bakaríum o.s.frv. Ef hagkvæmasti háttur væri ætíð hafður á mætti draga úr notkun um 356 GWst á ári. Það jafngildir um 10% af notkun heimila og smærri fyrirtækja á ári hverju, þ.e. allra nema stórnotenda. Og jafngildir líka orkunni frá hálfri Hvammsvirkjun. Það munar um minna! Þá er bent á leiðir til að spara 800 GWst til viðbótar á næstu 10 árum. Það er mun torsóttara, en samt talið framkvæmanlegt. Hér munar mestu um nýtingu glatvarma í iðnaði og endurskoðun á nýtingu rafmagns til húshitunar, t.d. með því að færa sig yfir í varmadælur eða jarðhita. Í þessum flokki þarf að grípa til kostnaðarsamra aðgerða og tæknin í sumum tilvikum jafnvel ekki fullþróuð. Atbeina stjórnvalda þarf til, með hvata og stuðning. Betur má ef duga skal Aukið framboð raforku er nauðsynlegt til að tryggja orkuöryggi, ná loftslagsmarkmiðum og knýja áfram orkuskipti. Einnig til að mæta vaxandi orkuþörf samfélags, fólksfjölgun og grænni atvinnuuppbyggingu. Bætt nýting raforku dregur úr þörf á nýjum virkjunum. En hve langt munu þessar aðgerðir, ef þær raungerast, skila okkur? Ef horft er til raforkuspár Landsnets er ljóst að orkuþörf til náinnar framtíðar verður ekki uppfyllt nema með nýjum virkjunum samhliða bættri nýtingu auðlinda. Við hjá Landsvirkjun áformum að taka tvær nýjar virkjanir í notkun og vinna að stækkun tveggja núverandi virkjana fyrir árið 2030. Þessar framkvæmdir geta skilað 1.750 GWst. Auðsótt tækifæri til orkunýtni gætu skilað 356 GWst til viðbótar. Miðað við raforkuspá Landsnets vantar þá enn um 1.000 GWst, sem jafnast á við Blöndustöð. Ef við horfum fimm árum lengra fram í tímann, eða til 2035, þá myndi bætt orkunýtni, sú torsótta en samt framkvæmanlega, skila um 800 GWst til viðbótar. Þær 800 GWst jafngilda þó aðeins um 23% af aukinni orkuþörf á tímabilinu 2030-2035. Orkuframleiðendur verða að útvega það sem upp á vantar eða um 2.500 GWst. Þetta er engin óyfirstíganleg stærð. Vissulega þarf að láta hendur standa fram úr ermum, en þetta er vel framkvæmanlegt ef það er vilji samfélagsins. Raforka er einstök vara og við búum við einstakt raforkukerfi, sem aðrar þjóðir horfa til. Orkunýtni þarf alltaf að vera okkar fyrsta val. Við nýtum auðlindirnar vel og þekkjum nú hvar tækifæri bættrar orkunýtni liggja og hve stór þau eru. Við sjáum að með bættri orkunýtni og aukinni orkuvinnslu er vel framkvæmanlegt að tryggja framboð sem dugar fyrir komandi orkuskipti, vöxt í samfélaginu og stuðla þannig að áframhaldandi raforkuöryggi hér á landi. Höfundur er framkvæmdastjóri Samfélags og umhverfis hjá Landsvirkjun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóna Bjarnadóttir Landsvirkjun Orkumál Mest lesið Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson Skoðun Halldór 15.02.2025 Halldór Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson skrifar Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Höldum yngri þingmönnum aðskildum frá hinum eldri ! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason skrifar Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Verður dánaraðstoð leyfð í Danmörku í náinni framtíð? Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Flugvöllur okkar allra! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Svar við rangfærslum Félags atvinnurekenda um tollamál Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Við þurfum að ræða um Evrópusambandið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Sannleikurinn um undirbúning útlendingafrumvarpsins Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig bætum við stafræna umgjörð heilbrigðiskerfisins? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Þegar raunveruleikinn er forritaður Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar Skoðun Á Sjálfstæðisflokkurinn sér viðreisnar von? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Valentínus Árni Már Jensson skrifar Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Barnavernd í brennidepli! Merki um öryggi – Signs of Safety Gyða Hjartardóttir skrifar Skoðun Kolbikasvört staða María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Ekkert um okkur án okkar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun One way Ticket á Litla-Hraun í framtíðinni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rauðsokkur í Efra-Breiðholti Edith Oddsteinsdóttir skrifar Skoðun Jafningjafræðsla um stafrænt ofbeldi Hjalti Ómar Ágústsson skrifar Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Við Íslendingar höfum lengi búið við þann munað að þurfa ekki að hafa áhyggjur af því hvort við fáum straum þegar við stingum í samband. Næg og ódýr orka hefur valdið ýmsum ósiðum, til dæmis opnum við glugga upp á gátt til að lofta út þótt við þurfum þá að kynda enn meira. Mörg okkar hafa líka gjarnan ljós kveikt í öllum herbergjum, líka þeim mannlausu. Orkuþörf íbúanna í landi hreinnar og öruggrar orku hefur ávallt verið uppfyllt. En jafnvel þótt gnótt sé orku ber okkur skylda til að umgangast orkuauðlindirnar af virðingu og með því hugarfari að þær séu með dýrmætustu auðlindum þjóðarinnar. Ísland á aðild að yfirlýsingu um endurnýjanlega orku og orkunýtni sem fjallar um að unnið verði að því að þrefalda uppsett afl af endurnýjanlegri orku og tvöfalda hraða aðgerða til bættrar orkunýtni á heimsvísu. Þriðja lykilatriðið í þeirri yfirlýsingu er að bætt orkunýtni verði fyrsti valkostur. Með því er vísað til þess að við þurfum ávallt að horfa til allra mögulegra leiða til að nýta betur þá orku og orkuauðlindir sem við höfum til umráða áður en við horfum til annarra orkukosta. Bætt nýtni eykur framboð Landsvirkjun, orkufyrirtæki þjóðarinnar, víkur aldrei frá því markmiði sínu að hámarka nýtingu orkuauðlindanna sem okkur hefur verið trúað fyrir. Bætt orkunýtni eykur framboð af raforku og dregur þannig úr þörf á virkjunum, þótt vissulega nægi bætt nýtni ekki ein og sér til að mæta orkuþörf framtíðar. Fyrirsjáanleiki í bæði framboði og eftirspurn raforku er mikilvægur. Við leitumst við að nýta fjárfestingar þjóðarinnar í orkumannvirkjum sem allra best og hámarka nýtingu á þeim svæðum sem tekin eru undir orkuvinnslu. Við notum miðlunarlón til að jafna sveiflur á milli árstíða og höfum náð að bregðast við auknu rennsli, sem rekja má til hlýnunar, gegnum virkjanir okkar. Við þurfum sífellt að aðlaga okkur að náttúrulegum breytileika, til dæmis að jafna árstíðabundnar sveiflur í úrkomu og rennsli á milli ára. Þetta samspil getur verið nokkuð flókið en frábært starfsfólk Landsvirkjunar gerir allt sem hægt er til að tryggja að það komi straumur þegar stungið er í samband. Sumt auðsótt, annað ekki Á síðasta ári var skýrt frá niðurstöðum erlends ráðgjafarfyrirtækis sem greindi tækifæri til bættrar orkunýtni á Íslandi. Þau tækifæri reyndust sannarlega mörg og fjölbreytileg, en afar misjafnt er hversu auðsótt er að hrinda þeim í framkvæmd. Auðsóttu tækifærin liggja flest í fjölbreyttum geirum verslunar og þjónustu. Þau felast í lýsingu og rekstri bygginga svo sem skóla, sjúkrahúsa og skrifstofubygginga, kælingu í smásöluverslunum og ýmissi notkun raftækja, s.s. þvottavéla í þvottahúsum, ofna í bakaríum o.s.frv. Ef hagkvæmasti háttur væri ætíð hafður á mætti draga úr notkun um 356 GWst á ári. Það jafngildir um 10% af notkun heimila og smærri fyrirtækja á ári hverju, þ.e. allra nema stórnotenda. Og jafngildir líka orkunni frá hálfri Hvammsvirkjun. Það munar um minna! Þá er bent á leiðir til að spara 800 GWst til viðbótar á næstu 10 árum. Það er mun torsóttara, en samt talið framkvæmanlegt. Hér munar mestu um nýtingu glatvarma í iðnaði og endurskoðun á nýtingu rafmagns til húshitunar, t.d. með því að færa sig yfir í varmadælur eða jarðhita. Í þessum flokki þarf að grípa til kostnaðarsamra aðgerða og tæknin í sumum tilvikum jafnvel ekki fullþróuð. Atbeina stjórnvalda þarf til, með hvata og stuðning. Betur má ef duga skal Aukið framboð raforku er nauðsynlegt til að tryggja orkuöryggi, ná loftslagsmarkmiðum og knýja áfram orkuskipti. Einnig til að mæta vaxandi orkuþörf samfélags, fólksfjölgun og grænni atvinnuuppbyggingu. Bætt nýting raforku dregur úr þörf á nýjum virkjunum. En hve langt munu þessar aðgerðir, ef þær raungerast, skila okkur? Ef horft er til raforkuspár Landsnets er ljóst að orkuþörf til náinnar framtíðar verður ekki uppfyllt nema með nýjum virkjunum samhliða bættri nýtingu auðlinda. Við hjá Landsvirkjun áformum að taka tvær nýjar virkjanir í notkun og vinna að stækkun tveggja núverandi virkjana fyrir árið 2030. Þessar framkvæmdir geta skilað 1.750 GWst. Auðsótt tækifæri til orkunýtni gætu skilað 356 GWst til viðbótar. Miðað við raforkuspá Landsnets vantar þá enn um 1.000 GWst, sem jafnast á við Blöndustöð. Ef við horfum fimm árum lengra fram í tímann, eða til 2035, þá myndi bætt orkunýtni, sú torsótta en samt framkvæmanlega, skila um 800 GWst til viðbótar. Þær 800 GWst jafngilda þó aðeins um 23% af aukinni orkuþörf á tímabilinu 2030-2035. Orkuframleiðendur verða að útvega það sem upp á vantar eða um 2.500 GWst. Þetta er engin óyfirstíganleg stærð. Vissulega þarf að láta hendur standa fram úr ermum, en þetta er vel framkvæmanlegt ef það er vilji samfélagsins. Raforka er einstök vara og við búum við einstakt raforkukerfi, sem aðrar þjóðir horfa til. Orkunýtni þarf alltaf að vera okkar fyrsta val. Við nýtum auðlindirnar vel og þekkjum nú hvar tækifæri bættrar orkunýtni liggja og hve stór þau eru. Við sjáum að með bættri orkunýtni og aukinni orkuvinnslu er vel framkvæmanlegt að tryggja framboð sem dugar fyrir komandi orkuskipti, vöxt í samfélaginu og stuðla þannig að áframhaldandi raforkuöryggi hér á landi. Höfundur er framkvæmdastjóri Samfélags og umhverfis hjá Landsvirkjun.
Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar
Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar
Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar
Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar