Sjóðandi hiti og minnir á húsið sem fauk í Hveragerði: „Það er skrýtið“ Sindri Sverrisson skrifar 14. mars 2024 13:01 Íslenska landsliðið æfir í eins konar loftbóluhúsi í Aþenu, fyrir leikina við heimamenn. Instagram/@hsi_iceland Húsnæðið sem strákarnir okkar æfa í þessa dagana, fyrir komandi leiki handboltalandsliðsins við Grikkland í Aþenu, þykir minna á „loftbóluhúsið“ svokallaða sem nýtt var til knattspyrnuiðkunar í Hveragerði. Bræðurnir Arnór Snær og Benedikt Gunnar Óskarssynir eru í landsliðshópnum og freista þess að þreyta frumraun sína með landsliðinu á morgun, í fyrri vináttuleiknum við Grikkland. Í vikunni hafa þeir endurnýjað kynnin við Snorra Stein Guðjónsson, landsliðsþjálfara, sem áður stýrði þeim hjá Val. Dimmt og heitt en samt fínt „Það er geggjað að fá að spila og æfa undir stjórn Snorra aftur. Við erum að æfa í einhvers konar búblu hérna, eins og var í Hveragerði áður en hún fauk. Það er skrýtið,“ sagði Benedikt í samtali við Vísi í gær. Arnór tók undir það: „Maður kemur þarna inn og það er frekar dimmt en þeir ná þó að lýsa þetta upp. Svo er sjóðandi heitt þarna þó það sé loftræstikerfi, sem við vissum reyndar ekki af á fyrstu æfingunni. Gólfið er einhverjir plankar en ég meina, það er gólf og mörk þarna og þetta er bara fínt.“ Nær liðsstjórinn að mynda sögulegan atburð? Arnór hefur áður ferðast með landsliðinu, til Tékklands í fyrra, en kom ekkert við sögu og því gætu bræðurnir verið að fara að spila sinn fyrsta A-landsleik og það saman á vellinum. Sannarlega sögulegt en útlit er fyrir að leikurinn verði hvergi sýndur. Þarf ekki að festa þennan atburð á filmu? „Ætli við biðjum ekki Guðna [Jónsson, liðsstjóra] um það að grípa í myndavélina á milli vatnspása, meðan við erum þarna inni á. Nei, nei. Það er bara fínt að spila fyrir luktum dyrum. Engin pressa. Engin myndavél og svona,“ sagði Arnór léttur. Pirraðir á að vera ekki í ólympíuumspili núna En hvernig horfa þeir á þessa tvo leiki við Grikkland, á morgun og á laugardag? „Þetta er gott tækifæri til að reyna að sýna sig og fá að spila með þessum gæjum,“ segir Benedikt og Arnór bætir við: „Maður reynir að nýta þær mínútur sem maður fær vel, og njóta þess að spila. Ég held að það séu allir frekar pirraðir að vera ekki að spila frekar í ólympíuumspilinu núna en við reynum að nýta þessa leiki vel til að vera klárir í komandi verkefni.“ Fyrri leikur Íslands og Grikklands hefst á morgun klukkan 14:00 og sá síðari á laugardag klukkan 17:15, að íslenskum tíma. Landslið karla í handbolta Mest lesið Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Fótbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Guardiola samdi til ársins 2027 Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Sport Fleiri fréttir Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Framarar flugu í átta liða úrslitin á gamla heimavellinum Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Ágúst tekur við af Óskari hjá Val KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Haukar áfram eftir spennuleik Sjá meira
Bræðurnir Arnór Snær og Benedikt Gunnar Óskarssynir eru í landsliðshópnum og freista þess að þreyta frumraun sína með landsliðinu á morgun, í fyrri vináttuleiknum við Grikkland. Í vikunni hafa þeir endurnýjað kynnin við Snorra Stein Guðjónsson, landsliðsþjálfara, sem áður stýrði þeim hjá Val. Dimmt og heitt en samt fínt „Það er geggjað að fá að spila og æfa undir stjórn Snorra aftur. Við erum að æfa í einhvers konar búblu hérna, eins og var í Hveragerði áður en hún fauk. Það er skrýtið,“ sagði Benedikt í samtali við Vísi í gær. Arnór tók undir það: „Maður kemur þarna inn og það er frekar dimmt en þeir ná þó að lýsa þetta upp. Svo er sjóðandi heitt þarna þó það sé loftræstikerfi, sem við vissum reyndar ekki af á fyrstu æfingunni. Gólfið er einhverjir plankar en ég meina, það er gólf og mörk þarna og þetta er bara fínt.“ Nær liðsstjórinn að mynda sögulegan atburð? Arnór hefur áður ferðast með landsliðinu, til Tékklands í fyrra, en kom ekkert við sögu og því gætu bræðurnir verið að fara að spila sinn fyrsta A-landsleik og það saman á vellinum. Sannarlega sögulegt en útlit er fyrir að leikurinn verði hvergi sýndur. Þarf ekki að festa þennan atburð á filmu? „Ætli við biðjum ekki Guðna [Jónsson, liðsstjóra] um það að grípa í myndavélina á milli vatnspása, meðan við erum þarna inni á. Nei, nei. Það er bara fínt að spila fyrir luktum dyrum. Engin pressa. Engin myndavél og svona,“ sagði Arnór léttur. Pirraðir á að vera ekki í ólympíuumspili núna En hvernig horfa þeir á þessa tvo leiki við Grikkland, á morgun og á laugardag? „Þetta er gott tækifæri til að reyna að sýna sig og fá að spila með þessum gæjum,“ segir Benedikt og Arnór bætir við: „Maður reynir að nýta þær mínútur sem maður fær vel, og njóta þess að spila. Ég held að það séu allir frekar pirraðir að vera ekki að spila frekar í ólympíuumspilinu núna en við reynum að nýta þessa leiki vel til að vera klárir í komandi verkefni.“ Fyrri leikur Íslands og Grikklands hefst á morgun klukkan 14:00 og sá síðari á laugardag klukkan 17:15, að íslenskum tíma.
Landslið karla í handbolta Mest lesið Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Fótbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Guardiola samdi til ársins 2027 Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Sport Fleiri fréttir Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Framarar flugu í átta liða úrslitin á gamla heimavellinum Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Ágúst tekur við af Óskari hjá Val KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Haukar áfram eftir spennuleik Sjá meira